Fréttablaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 28
 27. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR6 HAMRABORGIN Hamraborgin, miðbær Kópavogs, og svæðið þar í kring á sér merki- lega sögu og í tilefni Hamraborgar- hátíðarinnar sem fram fer á morg- un, laugardag, er boðið upp á sögugöngu undir leiðsögn Þorleifs Friðrikssonar sagnfræðings. „Gangan byrjar í Hamraborg en svo veltum við nokkrum stein- um úr sögu Kópavogs en hún er lit- rík, öfugt við það sem margir halda – að þetta sé sögulaus bær,“ segir Þorleifur en lagt verður af stað í gönguna frá anddyri Bókasafnsins klukkan 13 og hefst gangan á því að farið verður í gegnum uppbyggingu miðbæjarins. Hamraborgin var byggð á áttunda áratugnum en hugmyndin var sú að Kópavogur fengi miðbæ. „Kópa- vogur er einmitt merkilegur fyrir þær sakir að upphaflega byggðist hann ekki í kringum neinn sérstak- an atvinnuveg og var í upphafi eins og úthverfi í Reykjavík sem hann stækkaði svo utan um. Fyrstu íbú- arnir voru lóðalaust landflóttafólk úr Reykjavík þar sem leigan var dýr og á kreppuárunum fóru að byggj- ast hér sumarhús sem margir sóttu í til lengri eða skemmri tíma til að spara sér leiguna í Reykjavík,“ segir Friðrik. Miðbænum var valinn staður þar sem herinn hafði áður haft bragga- hverfi sitt en hæðina, þar sem Hamraborgin stendur nú, nefndu hermennirnir „Skeletonhill“ eða „Skeletoncamp“ á sínum tíma. „Kópavogurinn var þingstaður og merki um rústir þingbúðanna finn- ast við Kópavoginn. Dómar voru einig kveðnir upp á því þingi og talið er að þeir sem hlutu dóm hafi verið dysjaðir á hæð Hamraborg- ar því ógæfufólk mátti ekki setja í helga jörð. Þegar hermennirnir komu fundust einhverjar dysj- ar og nefndu þeir því hæðina þessu Skeleton-nafni.“ Hamraborg- in var byggð í fúnk-ísstíl sem þá var mikið í tísku en árið 1972 var fyrst skýrt frá því, af þáverandi bæj- arstjóra, Björgvini Sæmundssyni, að miðbær Kópavogs yrði byggður, „með það fyrir augum að þar yrði líf en ekki dauði“. Miðbænum var valinn staður á Digraneshálsi og var fyrirhugað að hefja svo fljótt sem auðið yrði byggingu verslun- arhúsa, skrifstofubygginga og ann- arra mannvirkja. Var jafnframt gert ráð fyrir að stofnanir, svo sem bæjarskrifstofur, löggæsla, póstur og sími og heilsugæsla yrði staðsett á svæðinu, og menningarstarfsemi yrði helgað svæði, meðal annars fyrir bókasafn. Hamraborgin sjálf var tekin í notkun árið 1975 og miðbær Kópa- vogs þaut upp en ýmsar verslanir, veitingastaðir og fyrirtæki hafa haft aðsetur á svæðinu sem var með fyrstu verslunarkjörnum á Íslandi og yfirbyggð 300 bílastæði þóttu nýmæli og til þæginda fyrir viðskiptavini. Í dag eru í Hamra- borginni meðal annars rekin mat- vöruverslun, sportbar, fataversl- un, hárgreiðslustofa, blómabúð, kaffihús, bakarí, pósthús, úrsmið- ur, lyfjaverslun, hannyrðaverslun og tölvuverslun. „Það er inni í meirihlutasamningi að lífga upp á Hamraborgina og við viljum stuðla að því og þessi hátíð er fyrsta skrefið í að vekja athygli á Hamraborginni,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs. „Arkitektar sem við höfum rætt við hafa sagt að það þurfi ekki að vera kostnaðarsamt að lífga upp á Hamraborgina og við erum í góðu sambandi við fyr- irtækjaeigendur í Hamraborginni sem einnig hafa sínar tillögur. Ég hugsa að það sé ekki langur tími þar til að við getum farið að leggja fram mótaðar hugmyndir um hvað við getum gert fyrir miðbæinn,“ segir Guðrún og er bjartsýn á fram- tíð miðbæjarins í Kópavogi. juliam@frettabladid.is Hamraborgin þaut upp Miðbær Kópavogs, Hamraborgin, varð til á áttunda áratugnum. Stutt söguganga verður farin á laugardaginn í tilefni Hamraborgarhátíðarinnar undir leiðsögn Þorleifs Friðrikssonar sagnfræðings. Þorleifur Friðriks- son. Hamraborgin árið 1979, þá einn af fáum verslunarkjörnum á Íslandi. 20% afsláttur af öllum vörum laugardaginn 28. Ágúst. Opið 11-17 Hamraborg 11 | 200 Kópavogur | S: 554 2166 | www.catalina.is Hamraborgarhátíð Laugardaginn 28 ágúst Kl 15 í boði verður dýrindis fiskisúpa með heimabökuðu brauði, ásamt gosdrykkjum Kl 15 – 17 spilar þjóðlagasveitin Rósin okkar, einnig kemur Ari Jóns og syngur. Guðmundur Símonarson leikur dinnermúsík yfir þriggjarétta kvöldverði Matseðill: Forréttur: Reyktur og grafinn lax á grænu salati með piparrótarsósu og graflaxsósu. Aðalréttur: Grilluð Heiðmerkurlambasteik með lambadjús og timjan, borið fram með ristuðu grænmeti og kartöfluköku. Eftirréttur: Bláberjapæj með þeyttum rjóma og vanilluís. Hátíðartilboð Kr. 3.500.- Kl.23 Stórdansleikur hljómsveitin Sín spilar ásamt Helenu Eyjólfs og Ester Ágústu 30%afsl af Esprit, Elle og Gucci umgjörðum. 14.ára afmæli Ég C í Hamraborg 10. Daglinsur 2.900 kr pakkinn. Velkomin í hjarta Kópavogs Full búð af blómum og gjafavöru Glæsileg tilboð Allt að 50% afsláttur af völdum vörum laugardaginn 28 ágúst. Stelpurnar í 18 rauðum rósum Hamraborg 3, 200 Kópavogi 554 4818
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.