Fréttablaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 27. ágúst 2010 5 HAMRABORGIN Gagnleg Almenn skyndihjálp Á námskeiðinu læra þátttakendur grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað. Námskeið 15. september kl. 18-22. Þátttökugjald 4.500 krónur. Slys og veikindi barna Á námskeiðinu er fjallað um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Leiðbeint er í skyndihjálp við barnaslysum og áverkum af ýmsu tagi, endurlífgun barna, andlegum undirbúningi við komu barna á sjúkrahús o.fl. Námskeiðið getur gagnast öllum þeim sem umgangast börn hvort sem er í starfi eða daglegu lífi. Námskeið 20. og 21. september kl. 18-21. Þátttökugjald er 6.500 krónur en 5.000 krónur ef maki eða eldra systkyni tekur líka þátt. Sálrænn stuðningur Þátttakendur læra að gera sér betur grein fyrir eðlilegum viðbrögðum fólks sem lendir í sársaukafullum aðstæðum og hvernig þeir geti veitt stuðning og umhyggju. Viðfangsefnin verða meðal annars mismunandi tegundir áfalla, áhrif alvarlegra atvika á einstaklinginn, stuðningur við úrvinnslu, sorg og sorgarferli. Námskeið 5. október kl. 17-21. Þátttökugjald er 5.000 krónur. Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar fá ókeypis á námskeiðin og félagsmenn sem greitt hafa félagsgjaldið fyrir 2010 fá 10% afslátt. Nánari upplýsingar og skráning i sími 554 6626 og á kopavogur@redcross.is Rauðakrosshúsið Hamraborg 11 - Opið alla virka daga kl. 10-16 - raudikrossinn.is/kopavogur námskeið Barnabílstólar og kerrur Hringdu í síma ef blaðið berst ekki „Hamraborgarhátíðin er liður í að uppfylla niðurlag nýja meirihluta- sáttmálans í Kópavogi, að gera Kópavog skemmtilegri,“ segir Rannveig Ásgeirsdóttir, bæjarfull- trúi og formaður undirbúnings- nefndar. Fyrsta Hamraborgar- hátíðin í Kópavogi er á morgun. Rannveig segir að vinna við Hamraborgarhátíðina hafi hafist í sumar. „Viðbrögðin eru alveg frá- bær. Svo hafa fyrirtæki og þjón- ustuaðilar allir sem einn verið tilbúnir að taka þátt í þessu.“ Rann- veig segir hátíðina alþýðlega bæjar- hátíð. „Fólk bara kemur og býr til skemmtunina sjálft. Við sköpum tækifærið og réttum fólki tæki til að nota sem eru til dæmis borð og tjöld, bekkir og stólar.“ Skemmtiatriði, sölusýning mynd- listarmanna og töframenn frá Hinu íslenska töframannagildi er meðal þess sem verður á dagskránni. „Svo erum við með markaðstorg þar sem fólk getur komið með afurðir sínar, sultur, grænmeti og handverk, sýnt og selt.“ Að sögn Rannveigar verður flóa- markaður með óhefðbundnu sniði. „Við köllum hann beint úr skotti og þá kemur fólk á ákveðin stæði í Hamraborginni og leggur þar. Fólk opnar svo skottið sitt og þar er geymsludótið, bækurnar eða flík- urnar,“ upplýsir Rannveig og segir íþróttafélögin verða með í hátíð- inni og kynna greinar sínar en þar verða einnig eldri borgarar með dagskrá. Rannveig segir að búið sé að útbúa græna bletti á Hálsatorgi sem annars er steinlagt. „Þar eru lautarblettir þannig að fólk getur bara komið með nestið sitt og farið í lautarferð. Grænu blettirnir munu lifa áfram út í haustið.“ Er eitthvað fleira á döfinni til að gera Kópavog skemmtilegan? „Við byrjum með þessu. Við höfum áform um það og ætlum að vinna það áfram með bæjarbúum. Þetta er gleði sem á að ganga áfram.“ Hátíðin stendur frá ellefu og Hamraborgin verður göngugata til klukkan sex. martaf@frettabladid.is Gleðin á að halda áfram Fyrsta Hamraborgarhátíðin er á morgun en hún er liður í að gera Kópavog skemmtilegri og uppfylla niðurlag nýja meirihlutasáttmálans. Viðtökurnar hafa verið frábærar að sögn Rannveigar Ásgeirsdóttur. Rannveig Ásgeirsdóttir segir að Hamraborgin verði göngugata til klukkan sex á morg- un. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.