Fréttablaðið - 27.08.2010, Side 8

Fréttablaðið - 27.08.2010, Side 8
8 27. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR 1 Hvað heitir sóknarpresturinn í Reykholti? 2 Tíðni kvaða annars kvilla er mígreni talið auka? 3 Hver er nærtækasti tilgangur lífsins að mati Ævars Kjartans- sonar útvarpsmanns? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 42 Síðustu sýningardagar. Sýningin Náttúran í hönnun í Ljósafossstöð hefur fengið afburða dóma og þykir með áhugaverðari hönnunarsýningum sem settar hafa verið upp á Íslandi. Á sýningunni er boðið í ferðalag um hlutbundna náttúru yfir 30 íslenskra hönnuða og skyggnst inn í hugarheim þeirra, meðal annars með áhugaverðum viðtölum. Ekki missa af þessari frábæru sýningu, síðasti sýningardagur er næstkomandi laugardag, 28. ágúst. Opnunartími er 13–18. Náttúran í hönnun er samstarfsverkefni Hönnunarmiðstöðvar Íslands og Landsvirkjunar. Sýningarstjóri Hlín Helga Guðlaugsdóttir Nánari upplýsingar www.honnunarmidstod.is www.lv.is Hallveig efh. í Reykholti Næstu sýningar föstudag 27.ágúst kl.17:30 uppselt laugardag 28.ágúst kl.17:00 lausir miðar Miðapantanir í síma 690 1939 eða bókað í gegnum heimasíðu á www.hallveig.sida.is MEXÍKÓ, AP Lík 72 manna fundust á búgarði í Tamaulipas-héraði í Mexíkó, rétt sunnan landamæra Bandaríkjanna á þriðjudaginn. Fullvíst þykir að hinir látnu hafi verið innflytjendur frá Mið- og Suður-Ameríkuríkjum, sem hafi ætlað sér að komast norður yfir. Mexíkóskur eiturlyfjahring- ur er grunaður um að hafa myrt fólkið. Einn maður frá Ekvador lifði af hildarleikinn og gat komist við illan leik að landamærastöð á þjóðveginum og látið þar vita um atburðina. Hermenn héldu þegar á staðinn og fundu þar í húsi hóp vopnaðra manna úr eiturlyfja- hringnum. Til bardaga kom og féll einn hermaður og þrír úr gengi morð- ingjanna. Í rými þar á bak við fundust lík 58 karlmanna og fjór- tán kvenna. Teresa Delagadillo, starfskona á heimili fyrir flóttamenn í landa- mærabænum Matamaros, Mexíkó- megin landamæranna, segist oft hafa heyrt sögur um að glæpa- gengi hafi rænt fólki og misþyrmt því til þess að fá út úr því fé. Aldrei hafi hún þó heyrt af neinu jafn hryllilegu og þessum fjölda- morðum nú í vikunni. Atburðurinn vekur athygli á erfiðu hlutskipti fólks sem reyn- ir að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna frá ríkjum Suður- og Mið-Ameríku. Æ fleiri fréttir hafa borist af því að hópum þeirra hafi verið rænt. Fólkið sé síðan þvingað til þess að gefa upp símanúmer hjá ættingj- um sínum, annaðhvort í Bandaríkj- unum eða í heimalandinu. Ættingj- arnir eru síðan krafðir um peninga í skiptum fyrir fólkið, sem haldið er föngnu þangað til peningar ber- ast. Í skýrslu mannréttindasamtak- anna Amnesty International frá í apríl segir að ferðaleið þessara innflytjenda í gegnum Mexíkó til Bandaríkjanna sé ein sú hættuleg- asta í heimi. Mexíkóstjórn hefur staðfest í það minnsta sjö dæmi um hóp- mannrán af þessu tagi það sem af er þessu ári. Í öllum tilvikum voru það glæpahringir sem stóðu að mannránunum. Mannréttindastofnunin í Mex- íkó segist hafa upplýsingar um að í hverjum einasta mánuði sé 1.600 manns rænt með þessum hætti, og eru þessar tölur byggðar á frá- sögnum sem stofnuninni bárust á tímabilinu september 2008 til febrúar 2009. gudsteinn@frettabladid.is Tugir manna myrtir sunnan landamæra Óhugnanleg fjöldamorð í Mexíkó nú í vikunni vekja athygli á ömurlegu hlut- skipti fólks sem streymir frá ríkjum Suður- og Mið-Ameríku í von um að kom- ast til Bandaríkjanna. Glæpahringir ræna allt að 1.600 manns á mánuði. VOPNABÚR GLÆPAMANNANNA Eftir skotbardagann á búgarðinum lagði herinn hald á fjöldann allan af vopnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNSÝSLA Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráð- herra, hefur skipað í dómnefnd er meta skal hæfni þeirra sem sækja um dómaraembætti. Dóm- nefndina skipa: Páll Hreinsson hæstaréttardómari, sem jafn- framt er formaður nefndarinnar, og Stefán Már Stefánsson, fyrr- verandi prófessor, Guðrún Agn- arsdóttir læknir, Allan Vagn Magnússon héraðsdómari, og Brynjar Níelsson hæstaréttar- lögmaður. Þá hefur ráðherra ákveðið að láta skoða hvort rétt sé að breyta ákvæðum dómstólalaga, sem kveða á um hvernig tilnefnt er í nefndina, með hliðsjón af ákvæð- um og markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. - jss Ráðherra skipar í nefnd: Hæfnisnefnd um dómara FANGELSISMÁL Bygging nýs gæslu- varðhalds- og skammtíma- vistunarfangelsis verður boðin út fyrir lok september næstkom- andi. Dómsmálaráðherra hefur skipað nefnd sem ætlað er að gera tillögur að langtímaáætlun á sviði fullnustumála. Nefnina skipa: Hauk- ur Guðmundsson skrifstofu- stjóri formaður og Skúli Þór Gunnsteinsson, lögfræðingur frá dómsmálaráðuneyti, Anna Björg Aradóttir, yfirhjúkrunarfræð- ingur hjá Landlæknisembættinu, Páll E. Winkel forstjóri og Erla Kristín Árnadóttir, lögfræðing- ur frá Fangelsismálastofnun, Sigríður Friðjónsdóttir saksókn- ari og Helgi Gunnlaugsson Ph.D., afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði. - jss Útboð nýs fangelsis: Unnið að lang- tímaáætlun DANMÖRK Starfsfólk á skrifstofu Sósíaldemókrataflokksins í Dan- mörku var sett í einangrun í nokkrar klukkustundir í gær eftir að grunsamlegt bréf barst á skrifstofuna. Torkennilegt duft reyndist vera í bréfinu og var það sett í rannsókn. Húsinu var lokað og mátti fólk á öðrum hæðum ekki fara út, né heldur neinn koma inn í húsið meðan málið var kannað. Á endanum þótti ljóst að bréf- ið væri hættulítið, en starfsfólkið var engu að síður sent í bað til að skola af sér efni sem hugsanlega gætu verið hættuleg. Endanlegra niðurstaðna rannsóknar á duftinu var beðið. - gb Starfsfólk sett í einangrun: Grunsamlegt bréf vakti ugg MIKILL VIÐBÚNAÐUR Lögregla og slökkvilið mætti í vígalegum búningum. NORDICPHOTOS/AFP Heitavatnslaust á mánudag Næstkomandi mánudag, 30. ágúst, verður gert við hitaveitustofnæð á Húsavík. „Heitt vatn verður tekið af kl. 8.30 og verður vatnslaust fram eftir degi. Svæðin sem verða vatnslaus eru fyrir neðan bakka og í hluta norðurbæj- ar,“ segir á vef Orkuveitu Húsavíkur. HÚSAVÍK VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.