Fréttablaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 6
6 2. september 2010 FIMMTUDAGUR H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -1 6 7 4 ... og rjómi ÍTALÍA, AP Matvælaverð í heimin- um hefur ekki verið hærra í tvö ár. Verðhækkanir má að hluta rekja til þurrka og elda í Rúss- landi sem eyðilögðu hveitiupp- skeru. Verð á hveiti hækkaði í kjölfarið. Hátt verð á sykri og olíufræj- um hefur einnig átt sinn þátt í verðhækkuninni. Matarverðsvísitala heimsins hækkaði í sumar um fimm pró- sent, að sögn Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Vísitalan er þó enn 38 pró- sentum lægri en hún var í júní 2008, þegar hátt olíuverð og mikil eftirspurn eftir lífrænu eldsneyti varð til þess að mat- vælaframleiðsla dróst mjög saman. - gb Verðhækkanir um heim allan: Matarverð ekki hærra í tvö ár 8 milljónir í kvennafrídaginn Ríkisstjórnin hefur í tilefni af kvennafrídeginum 24. október 2010 samþykkt að veita átta milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til Skottanna, regnhlífasamtaka félaga og samtaka innan kvennahreyfingarinnar hér á landi, til að undirbúa viðburði í tengslum við daginn. STJÓRNSÝSLA Ökufantur tekinn Karl á þrítugsaldri var staðinn að hraðakstri í Ártúnsbrekku í fyrradag en bíll hans mældist á 137 kílómetra hraða. Viðkomandi hefur alloft áður gerst sekur um umferðarlagabrot. Hann má búast við því að verða sviptur ökuréttindum. Sprengdi öskutunnu Lögreglan á Akranesi hefur hand- samað unglingspilt sem sprengdi ruslatunnu í loft upp. Pilturinn notaði flugelda til verksins. Hann þarf að borga fyrir skemmdirnar. LÖGREGLUFRÉTTIR SKATTAR Viðskiptavinir Vista, sér- eignarsparnaðarleiðar KB ráð- gjafar, gætu átt von á tugþús- unda bakreikningi frá skattinum. Ástæðan er sú að sex greiðslur, frá þriðja mánuði samnings- tíma til þess áttunda, renna ekki í sparnað, sem er undanþeginn skatti, heldur í upphafsþóknun til fyrirtækisins. Ákvæði um greiðslur viðskipta- vina í upphafsþóknun KB ráð- gjafar koma fram á samningum og er samkvæmt upplýsingum frá Arion banka, löglegt. Niðurstaða athugunar Ríkisskattstjóra er sú að þær greiðslur hafi ekki átt að vera frádráttarbærar skatti líkt og aðrar greiðslur í séreignar- sparnað. Viðbótarlífeyrissparnaður er fjögur prósent af heildartekjum einstaklinga fyrir skatt. Er það heimilt samkvæmt skattalögum, sé fjárhæðunum varið í sparn- að. En sé fjármagninu varið í afleiddan kostnað, eins og sölu- þóknanir fyrirtækja, stangast það á við lög. Hefur Ríkisskatt- stjóri þá heimild til þess að rukka inn skatta af þessum tekjum við- skiptavina Vista, fjögur ár aftur í tímann. Ríkisskattstjóri sendi umsögn um málið til fjármálaráðuneyt- isins þann 19. apríl síðastliðinn í kjölfar fyrirspurnar ráðuneytis- ins. Kemur þar fram að nauðsyn- legt sé að gera greinamun á því hvort verið sé að draga frá skatt- skyldum tekjum með beinum hætti afmarkaða fjárhæð vegna framlaga, það er aukins sparn- aðar, eða hins vegar afleidd- an kostnað, eins og söluþóknun þeirra sem seldu viðkomandi vöruna. Með öðrum orðum er sá ein- staklingur sem borgar fjögur pró- sent af launum sínum fyrir skatt, að borga þóknun til KB ráðgjafar í sex mánuði, einnig skattfrjálst. Slíkt er ólöglegt og hefur Ríkis- skattstjóri því fulla heimild til þess að innheimta þessar van- goldnu skatttekjur hjá viðskipta- vinum fyrirtækjanna. Indriði H. Þorláksson, sérfræð- ingur í fjármálaráðuneytinu og fyrrverandi ríkisskattstjóri, segir að fyrirtækin sem bjóða sparnað- inn hafi undanfarið verið að skoða fyrirkomulagið. „Þau hafa staðið í ágreiningi við skattayfirvöld um þetta og því leitaði ráðuneytið álits Ríkisskattstjóra um málið,“ segir hann. sunna@frettabladid.is Skulda skatt vegna séreignarsparnaðar Fólk með séreignarsparnað hjá KB ráðgjöf gæti átt yfir höfði sér tugþúsunda bakreikninga frá skattinum. Ástæðan er vinnulag fyrirtækisins við innheimtu sölu- og upphafsgjalda, sem hingað til hefur ekki verið greiddur skattur af. KB RÁÐGJÖF Upphafsþóknun ráðgjafarinnar vegna séreignarsparnaðs er ekki frá- dráttarbær frá skatti sem þýðir að viðskiptavinir gætu átt von á bakreikningi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON greiðslur frá þriðja mánuði samningstíma sparnaðarins til þess áttunda renna í þóknun til fyrirtækisins. 6 VARNARMÁL Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri Varnar- málastofnunar, var leyst undan reglubundnum starfs- skyldum sínum frá og með deginum í gær. Hún verð- ur á launum til áramóta þrátt fyrir engar sérstakar starfsskyldur þangað til. Ellisif Tinna sagði í samtali við Fréttablaðið að breytingar á lögum um Varnarmálastofnun hefðu kveðið á um þetta fyrirkomulag við starfslok sín en samkvæmt lögunum verður stofnunin lögð niður um áramót. Rekstrarafkoma Varnarmálastofnunar er jákvæð um 190 milljónir að því er fram kom í tilkynningu frá Varnarmálastofnun í gær. Rekstraráætlun tímabilsins gerði ráð fyrir kostnaði upp á 683 milljónir, en 1. sept- ember voru bókfærð gjöld um 487 milljónir. Spurð hvað hún hygðist taka sér fyrir hendur sagði Ellisif Tinna ætla að nota nýbyrjaðan mánuð til að íhuga það mál. „Ég er búin að fá atvinnutilboð,“ sagði hún og kvaðst ætla að taka sér tíma til að taka afstöðu til þess. Ekki náðist í Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra við vinnslu fréttarinnar. - jss Forstjóri Varnarmálastofnunar leystur undan starfsskyldum sínum í gær: Ellisif Tinna skilar góðu búi Ár Rekstrarafgangur 2008 272,6 millj. 2009 96,9 millj. 2010 til 1. sept (áætlað) um 190 millj. * Heimild: Ársskýrslur yfirfarnar af Ríkisendurskoðun. Rekstrarstaða Varnarmálastofnunar LÖGREGLUMÁL Snákur var gerður upptækur í fjölbýlishúsi í Breið- holti nýverið en þar var hann hafð- ur sem gæludýr í búri. Að sögn Gylfa Sigurðssonar, aðalvarðstjóra lögreglunnar í Kópavogi, fékk lögreglan ábend- ingu um að snákur væri haldinn í tilteknu húsnæði í Breiðholti. Lög- reglan fór á staðinn til að kanna málið. Þegar opnað var fyrir lag- anna vörðum blasti við þeim svo- kallaður kornsnákur í búri rétt fyrir innan. Það þurfti því ekki að spyrja eiganda hans margra spurninga um dýrahaldið. „Það er ekki álitið að þessi snákur hafi verið eitraður,“ segir Gunnar. „En það er talin mikil hætta á salm- onellusmiti þegar dýr af þessu tagi eru annars vegar.“ Lögreglan tók dýrið í sína vörslu og var því lógað í samráði við dýralækni. Því var svo eytt og búrinu líka. Spurður um hvort algengt sé að ábendingar berist til lögreglu um gæludýr sem bannað er að flytja inn og halda segir Gylfi það ekki óalgengt. „Yfirleitt er um að ræða slöng- ur eða einhvers konar eðlur,“ segir hann. „Það er ekki hægt að koma með svona dýr inn í landið nema með því að smygla þeim og ein- hverjir virðast vilja leggja það á sig.“ - jss Mikil hætta á salmonellusmit berist með smygluðum dýrum: Snákur í fjölbýli í Breiðholti KORNSNÁKUR Þannig leit hann út, snákurinn sem fannst í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Ertu ánægð(ur) með endur- komu Spaugstofunnar á Stöð 2? Já 50,7% Nei 49,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Sérðu eftir Gylfa Magnússyni og Rögnu Árnadóttur úr ríkis- stjórn? Segðu skoðun þína á visir.is VARNARMÁLASTOFNUN Verður lögð niður um áramótin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VIÐSKIPTI Póstsamskipti milli helstu stjórnenda FL Group sýna að eignir félagsins voru vísvit- andi ofmetnar þegar þær voru settar inn í félagið Northern Tra- vel Holding í því skyni að við- skiptin með flugfélagið Sterling myndu „meika sens út á við“. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrsta hluta úttektar á málinu í Viðskiptablaðinu í dag. Úttektin byggir á gögnum sem skattrannsóknarstjóri aflaði í húsleit hjá Stoðum haustið 2008 og blaðið hefur undir höndum. - sh Tölvupóstar sýna blekkingar: Eignir FL of- metnar viljandi KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.