Fréttablaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 22
22 2. september 2010 FIMMTUDAGUR Í það rúma ár sem ég hef gegnt embætti umhverfisráðherra hafa talsmenn álvers í Helguvík haldið uppi áróðri um að atvinnu- leysi Suðurnesjamanna sé að miklu leyti á ábyrgð umhverfisráðherra. Sá áróður hefur litlu skilað nema ef vera skyldi að auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins hafi örlítið aukist síðustu þrjá mánuði síðasta árs. Stóryrði hafa fallið jafnt hjá full- trúum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands sem og fulltrúum sveitarstjórnarmeiri- hlutans í Reykjanesbæ og nær- liggjandi bæjarfélögum, nú síð- ast hjá bæjarstjóranum í Garði, Ásmundi Friðrikssyni. Þótt flest- ir virðist nú loks hafa áttað sig á að það er ekki við stjórnvöld að sakast í þessum efnum heldur er vandinn fyrst og fremst skort- ur á fjármagni og erfiðleikar við orkuöflun, þá situr bæjarstjórinn við sinn keip og er staðráðinn í að kenna umhverfisráðherra um að hindra framkvæmdir. Haft er eftir honum í Morgunblaðinu 31. ágúst að honum finnist að hraði þeirra mála sem fari í umhverf- isráðuneytið sé mældur í jarð- fræðilegum tíma þar sem 300 ár eru augnablik. Þessi ummæli endurspegla litla þekkingu bæjarstjórans á málinu sjálfu og opinberum réttar reglum sem stjórnvöldum ber að hafa í heiðri sem handhafar opinbers valds. Í ljósi þessara ummæla skal áréttað að allar skipulagsáætlan- ir sem umhverfisráðherra hefur fengið til staðfestingar og lúta að uppbyggingu fyrirhugaðs álvers í Helguvík hafa verið afgreidd að einu undanskildu. Þar er um að ræða breytingu á aðalskipulagi Ölfuss vegna fyrirhugaðrar Hvera- hlíðarvirkjunar og Bitruvirkjun- ar. Eins og greint var frá í nýlegri fréttatilkynningu umhverfisráðu- neytisins er afgreiðsla þess skipu- lags í eðlilegum farvegi í ráðu- neytinu. Ummæli bæjarstjórans hljóta í þessu tilliti að teljast létt- væg. Hitt er alvarlegra að ummæl- in endurspegla litla virðingu fyrir vandaðri stjórnsýslu og réttindum almennings. Stjórnsýsla til fyrirmyndar Markmið skipulags- og byggingar- laga er m.a. að tryggja að réttarör- yggi einstaklinga og lögaðila verði ekki fyrir borð borið og að mann- virkjagerð fái faglegan undirbún- ing. Hvorki umhverfisráðherra né stofnunum umhverfisráðuneytis- ins er leyfilegt að leggja þessi markmið laganna til hliðar til að flýta fyrir afgreiðslu mála. Réttaröryggi borgaranna í sam- skiptum sínum við stjórnvöld er líka tryggt með stjórnsýslulög- um. Í þeim felst m.a. að áður en stjórnvald tekur ákvörðun er því skylt að kalla eftir gögnum sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að taka efnislega rétta ákvörð- un. Þessar leikreglur eru settar stjórnvöldum til aðhalds. Það væri beinlínis brot á lögum að víkja þessum leikreglum til hliðar til að hraða málum í gegnum stjórn- kerfið vegna þess að pólitískur vilji stæði til þess eða að um það hafi verið samið. Ef það er vilji til að slaka á aðhaldi við meðferð opinbers valds þá er það ekki í hlutverki framkvæmdavaldsins, þ.e. ráðherra, að breyta því. Það er Alþingis að setja þær leikregl- ur sem framkvæmdavaldinu er ætlað að starfa samkvæmt. Upplýstur grundvöllur ákvarðana Umhverfisráðherra hefur m.a. það hlutverk samkvæmt lögum að staðfesta skipulag sveitarfélaga. Það hlutverk tek ég alvarlega, enda fela lögin í sér skyldu umhverfisráðherra til að hafa eftirlit með því að rétt sé að verki staðið við gerð slíks skipu- lags. Skýrsla rannsóknarnefnd- ar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna varpar mikilvægu ljósi á þessa skyldu og ábyrgð ráðherra. Niður- staða nefndarinnar var m.a. sú að stjórnvöld hafi tekið afdrifarík- ar ákvarðanir án þess að afla sér nægilegra upplýsinga um mögu- legar afleiðingar þeirra. Allir handhafar opinbers valds eiga að draga lærdóm af skýrslunni, það hef ég gert og vonandi mun bæjarstjórinn í Garði gera slíkt hið sama. Umræðan um álver í Helguvík Umhverfismál Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra Í fyrri grein höfundar var bent á að beitt væri hugmyndfræði- lega litaðri og óvísindalegri túlkun á hugtakinu „líffræðilegum fjöl- breytileika“ í Ríó-sáttmála Sam- einuðu þjóðanna til að réttlæta herferð gegn svokölluðum „ágeng- um framandi lífverum“, aðallega lúpínu og skógarkerfli. Dregið var í efa að aðstæður hér á landi köll- uðu á aðgerðir í skilningi Ríó-sátt- mála þar sem hér á landi vex líf- fjölbreytileiki og ekki hefur verið sýnt fram á að neinni tegund eða lífsamfélagi sé hætta búin. Líklega má með hliðstæðum hugmynda- fræðilegum rökum réttlæta her- ferð gegn fleiri tegundum sem telja má „ágengar og framandi“ að mati einhvers hóps. Hér er fjall- að um réttmæti þess að stjórnvöld grípi yfirleitt til aðgerða á þessu sviði . Mikilvirk, sjálfbær landgræðslu- planta Alaskalúpínan er einn afkasta- mesti frumherjinn í þessu efni og hefur þegar skipt sköpum í því uppgræðslustarfi sem hér hefur verið stundað. Hún breiðist út þar sem áður var örfoka eða rofið land og gæðir jarðveginn frjó- semi sem áður var eytt. Upp rís nýtt lífríki með jarðvegsörver- um og jarðvegsdýrum sem búa í haginn fyrir nýtt gróðurlendi með innlendum og aðfluttum tegundum – allt eftir aðstæðum og ásetningi manna. Og ný lífsamfélög eru líka að verða til m.a. með aðstoð lúpín- unnar. Skógurinn er nú að breið- ast út sjálfkrafa (sjálfbær) á land- inu sem lúpínan hefur forunnið. Hann laðar að sér margar indæl- ar tegundir fugla bæði „innlendar“ eins og músarindil, hrossagauk, auðnutitling og skógarþröst sem fjölgar óðum og svo „framandi“ nýbúa eins og glókoll, svartþröst og krossnef. Reyndar fer útbreiðsl- an fram að hluta með hjálp þeirra tegunda sem nýta hið nýja gróður- lendi. Skógarþröstur er þar mik- ilvirkur að dreifa fræjum. Þar sem nýtur birtu í skóginum vex upp fjölbreyttur svarðgróður og berjarunnar vaxnir af fræi bornu af fuglum. Niturbindandi innlend- ar tegundir eins og umfeðmingur, giljaflækja og fuglaertur breiðast hratt út. Niturneytandi tegundir fylgja svo í kjölfarið bæði innlend- ar tegundir á borð við ætihvönn, sigurskúf sem og reyni, birki, víði og einnig aðfluttar tegundir eins og rifs, sólber, hindber, yllir og fleiri berjarunnar ásamt skógar- kerfli, Spánarkerfli og geitkáli og fleiri tegundum. Sumar þessara tegunda, bæði innlendar og framandi, geta um tíma orðið hvimleiðar meðan þær þekja landið og gera það erfitt yfir- ferðar eða þær komast í garðlönd þar sem menn vilja rækta aðrar tegundir til fegurðar og yndisauka. Það réttlætir þó ekki herferð gegn þeim kostaða af opinberu fé. Það getur verið að sú „líffræði- lega fjölbreytni“ í örfoka gróður- lendum, holtum og melum sem nokkrir grasafræðingar hafa reynt að skrá með því að telja fjölda viðurkenndra, villtra íslenskra háplantna bíði einhvern hnekki. Ég mótmæli hins vegar slíkum einhliða mælikvarða á „líffræði- lega fjölbreytni“ sem hugmynda- fræðilega litaðri og óvísindalegri túlkun á Ríó-sáttmálanum. Ég lít svo á að sú þröngsýni í túlkun sé út í hött á tímum þegar hraðfara loftslagsbreytingar ganga yfir, samgöngur eru jafn greiðar milli Íslands og raun ber vitni og lífteg- undum fjölgar hratt – bæði þeim sem við teljum æskilegar og þeim sem við erum ekkert sérstaklega hrifin af. Vaxandi fjölbreytni lífríkisins – óraunhæf og óþörf herferð Ísland er ekki lengur líffræðilega einangruð eyja. Fjölbreytni líf- ríkisins á Íslandi vex nánast með degi hverjum bæði með og án til- verknaðar mannsins. Á heildina litið verður það til góðs þótt ein- stakar tegundir örvera, jurta og skordýra geti valdið okkur ein- hverjum tímabundnum skráveif- um. Minna hefur orðið úr faröldr- um undanfarinna ára en fræðingar spáðu þótt orðið hafi staðbundnir og tímabundnir skaðar. Það þekki ég af eigin reynslu. Allar jurtir geta orðið illgresi í garðinum okkar þegar þær vaxa á stöðum þar sem við viljum láta aðrar plöntur vaxa. En útrýmingar- herferð gegn einstökum tegundum á kostnað almennings á engan rétt á sér. Slíkar útrýmingartilraunir skila litlum árangri. Eiturherferð- ir og upprót skaðar miklu fleiri líf- verur en tilgangurinn var að upp- ræta og fræbanki er þegar orðið til í jarðveginum. Það sem raun- verulega á sér stað er að verið er að tefja náttúrulega gróðurfram- vindu. Raunar er það siðferðilega umhugsunarvert hvernig opinber- um aðilum kemur slíkt til hugar án þess að fram fari yfirvegaðar rann- sóknir á meintri skaðsemi viðkom- andi tegundum. Engar marktækar rannsóknir hafa farið fram á slíkri meintri skaðsemi sem reyndar er afar illa skilgreind. Hér er út í hött að vísa til hinna sögulegu fordæma um eyðingu refa og minka enda hafa sömu yfirvöld dregið úr við- leitni til að halda þeim tegundum í skefjum. Þar er þó um þekkt áhrif á landsnytjar og búskap að ræða. Ekki hefur verið sýnt fram á nein slík efnahagsleg áhrif lúpínu eða skógarkerfils á landsnytjar – nema síður sé. Ég mótmæli því áformum umhverfisráðherra og lít á það sem gróflega sóun á almannafé verði farið út í kostnaðarsamar aðgerð- ir af opinberri hálfu til að útrýma eða hefta útbreiðslu þessara teg- unda. Það hljóta að vera önnur brýnni verkefni í þágu þjóðarinnar sem kalla á almannafé um þessar mundir. Ég mótmæli einnig þeirri hugmyndafræði sem býr að baki þessum áformum ráðherra. Til varnar líffjölbreytni á Íslandi – síðari grein Náttúra Íslands Vilhjálmur Lúðvíksson áhugamaður um náttúru Íslands, sjálfbæra ræktun og aukna líffjölbreytni Á vegum Reykjavíkurborg-ar eru starfandi fleiri tugir frístundaheimila víðs vegar um borgina. Frístundaheimilin eru rekin af Íþrótta- og tómstunda- sviði og eru ætluð fyrir börn í 1. til 4. bekk. Um er að ræða dagvistun fyrir börn þegar grunnskólum lýkur þangað til foreldrar hafa lokið vinnu. Við rekstur frístundaheimila er tekið mið af fjölgreindarkenning- um um þroska barna sem leiðir til þess að dagskrá er mjög fjöl- breytt þar sem börnin geta þreif- að á hinum ýmsu tómstundum. Auk þess er lögð mikil áhersla á að skapa afslappað og heimils- legt andrúmsloft í frístund. Hefð- bundin dagskrá frístundaheimil- anna er sambland af skipulegri dagskrá og frjáls leiks, hópa- starfs og einstaklingsframtaks, og börnin kynnast margbreyti- legu tómstundastarfi sem tengj- ast listum, íþróttum, tölvum og hvaðeina svo tryggt er að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það er því óhætt að segja að það sé fjör á frístundaheimilum! Nú liggur fyrir að aðsókn barna á frístundaheimilin er í sögulegu hámarki en hátt í 3.300 umsóknir um dvöl hafa borist. Á fjáhagsáætlun fyrir árið 2010 var hins vegar gert ráð fyrir 2.600 plássum, sem var aukning um 500 pláss frá árunum áður. Erf- itt er enda að segja til um með nákvæmum hætti hversu mörg börn óska eftir dvöl á frístunda- heimili á hverju ári, en meðal annars var talið að vegna ákveð- inna þátta í samfélaginu gæti aðsókn minnkað frekar en auk- ist. Fyrir tæpum tveimur vikum bárust hins vegar liðlega 300 umsóknir sem er mikil aukning frá því sem reiknað var með. Sú aukning hefur í för með sér töluvert hærri rekstrarkostnað frístundaheimila fyrir Reykja- víkurborg, sem og að manna þarf allar stöður og huga að því að koma börnum fyrir í húsnæð- iskosti borgarinnar. Það er svo önnur umræða sem ekki er hægt að reifa hér tómsins vegna, hvort ekki eigi að herða reglur um loka- tíma á umsóknum og með því að koma í veg fyrir meiri háttar rekstrarvandkvæði. Að minnsta kosti gefur það augaleið að þegar 300 umsóknir um vistun barna á frístundaheimili berast á síð- ustu stundu þarf í fyrsta lagi að finna starfsfólk og í öðru lagi að mæta kröfum um húsnæðiskost, sem uppfylla skilyrði um rýmis- þörf hvers barns, og að gera þetta tvennt á sem hagkvæmastan hátt í því efnahagslega umhverfi sem borgin býr nú við. Í því sambandi ber að nefna að þjónustan er nið- urgreidd að miklu leyti af borg- inni. Starfsfólk Íþrótta- og tóm- stundasviðs sem sér um rekstur frístundaheimilanna á því hrós skilið, en það vinnur að því hörð- um höndum að leysa áðurnefnd atriði á mettíma! Húsnæðisvandamál sem kom upp í tengslum við rekstur frí- stundaheimilisins Skýjaborga við Vesturbæjarskóla var mjög miður en ljóst var að hin færan- lega kennslustofa var ekki fulltil- búin og afleit lausn að takmarka leiksvæði barnanna svo sem raun bar vitni. Ákvörðun um notk- un hennar hafði þó verið tekin í maí síðastliðinn og haft sam- ráð við alla hlutaðeigandi aðila. Slíkar færanlegar kennslustof- ur hafa aukinheldur verið not- aðar undir starfsemi frístunda- heimila sem tímabundin lausn á húsnæðisvanda á öðrum stöðum í Reykjavík. Nú eru hins vegar starfsmenn Reykjavíkurborgar að mæta vandamálinu og ligg- ur brátt fyrir viðeigandi lausn fyrir alla með hagsmuni barn- anna í forgrunni. Að þessu vinna nú starfsmenn Íþrótta- og tóm- stundasviðs hörðum höndum, til að tryggja það mikilvæga verk- efni að hafa áfram mikið gaman og mikið fjör á frístundaheimil- um og hlúð sé að börnunum okkar með kærleik að leiðarljósi. Fjör á frístunda- heimilum Íþróttir og tómstundir Eva H. Baldursdóttir lögfræðingur og varaformaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar AF NETINU Ómarktækt Alþingi? Taki alþingi upp á þeim undarlegheitum að draga umsóknina til baka, tekur ESB varla vel í frekari umsóknir Íslendinga á næstu árum; eða hvað? Sem skattgreiðandi innan ESB sýnist mér margt mikilvægara en dekstur við þjóð sem virðist sammála um það eitt að útlendingar séu hættulegir (afsakið alhæfinguna, sem vissulega er ósanngjörn). Vægar orðað; brenni alþingi brúna að baki þjóðinni, er a.m.k. ekki sjálf- gefið að Evrópa eyði tíma og fjármunum í að endurbyggja hana á næstunni. Næg er óráðssían þegar í því ágæta sambandi. Ef meirihluti er fyrir því að draga umsóknina til baka, hlýtur maður að vona að sjaldséð skynsemi grípi um sig í þingsal og tillögunni verði breytt á þann veg að umsókn fari í salt. Fordæmi finnast fyrir því, muni ég rétt, og það liti betur út. Frumvarpið – eins og það er í dag – virðist hreinlega samið til þess að staðfesta fyrir heimsbyggðinni að alþingi Íslendinga sé algerlega ómarktækt og því skyldi aldrei treysta. eyjan.is Baldur McQueen Biskopus temporaris Auðvitað væri kirkjan trúverðugri ef Karl stigi til hliðar og einhver utanað- komandi valdakerfinu yrði sett eða settur „biskopus temporaris“. Á móti kæmi að það myndi auka á ringulreiðina og Karli biskupi er margt vel gefið og gæti enn haldið vel á málum. Hitt er annað að enginn biskup ætti að sitja lengur en í 8-10 ár. Eftir þann tíma þarf að laga til í hvaða stjórnkerfi sem er. Þá ætti að taka til endurskoðunar hvernig biskup er kosinn. Nú er hann kosinn af prestum og örfáum leikmönnum. Best væri að kjósa hann í almennum kosningum alls þjóðkirkjufólks. Til þess að vit yrði málum mætti þrengri hópur kjósa 4 manneskjur sem kosið yrði á milli tvær konur og tvo karla, tvo guðfræðinga og tvo ekki guðfræðinga. Biskup þyrfti ekki að vera prestvígður maður. Ágætt væri að hann væri guðfræðingur en hann mætti alveg vera sjálf- menntaður slíkur. eyjan.is Séra Baldur Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.