Fréttablaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 2. september 2010 3 Femíniskar greiningar-aðferðir eru sjaldan eða aldrei notaðar til að skoða tískuhönnun líkt og gert er við bókmenntir og fleira og kynja- fræði nú víðast hvar fræðigrein í háskólum. Það er þó áhugavert rannsóknarefni að skoða hvort kvenhönnuðir hanni með öðrum hætti fyrir konur en karlhönnuð- ir. Þessi spurning flaug í gegnum höfuð tískublaðamanns Libérat- ion eftir að hafa horft á tískusýn- ingu Stellu McCartney sem fram fór á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars síðastliðinn þegar tíska komandi vetrar var sýnd í París. Einnig segir blaða- maðurinn að sama megi sjá hjá Phoebe Philo sem nýlega tók við listrænni stjórn hjá Céline. Stella McCartney hefur löngum notað miklar víddir í sinni hönnun sem tískufræðingum hefur ekki allt- af þótt mjög sexý. Í vetur hikar McCartney ekki við að bjóða upp á síðar tölulausar jakkapeysur sem varla sýna mittið sem og enn og aftur víðar mussur sem minna dálítið á móður hennar Lindu á tímum Wings. Kjólarnir eru þó mjög stuttir en margir útvíðir og í laginu líkt og lampaskerm- ar. Phoebe Philo hjá Céline hann- ar einnig síðar mussur sem eru með ásaumuðum leðurvösum auk mikils úrvals af síðbuxum. Oft á tíðum ná þessar flíkur í það minnsta niður fyrir mitti ef þær eru ekki enn síðari. Reyndar merkilegt að báðar unnu þessar konur saman fyrir tískuhús Chloé þar sem Philo var aðstoðarhönn- uður McCartney. Ef litið er til baka má telja held- ur ólíklegt að sá hönnuður sem endurlífgaði korselettið, Jean- Paul Gaultier, noti þá flík daglega og geri sér grein fyrir því hversu þægilegt það sé. John Galliano hjá Dior byggir líklega ekki held- ur á kvenlegum reynsluheimi þegar hann tekur upp hið fræga reyrða mitti frá New look-tíma meistara Dior sem einmitt má sjá í vetur hjá Dior. Í nafni kvenleik- ans hefur löngum þótt við hæfi að reyra mitti kvenna eða þröngva þeim í alls kyns búninga, mis- jafnlega óþægilega, svo mjög að á tímum lífstykkja féllu þær iðu- lega í yfirlið og áttu í mestu erf- iðleikum að komast frjálsar ferða sinna. Það er kannski ekki tilvilj- un að Coco Chanel en ekki ein- hver karlkyns samtímahönn- uður hennar skuli hafa losað um mitti kvenna og ekki að ástæðulausu að talað er um að hún hafi frelsað konur. Einnig var það Chanel sem fann upp þægilegri strandfatnað til þess að auðvelda konum að hreyfa sig. Jeanne Lanvin lagði einnig sitt lóð á vogarskálarnar í byrj- un tuttugustu aldar og notaði jerseyefni og síðbuxur sem ekki tíðkaðist áður og þótti afskaplega þægilegt. Ef frá er talinn Yves Saint Laurent eru það þessar örfáu konur sem hafa skapað sér nafn í tískuheiminum sem hafa unnið að því að breyta kventísk- unni í þágu kvenna. bergb75@free.fr Konur eru konum bestar Kjólar Angelinu Jolie á frumsýn- ingum Salt vöktu mikla athygli. Angelina Jolie hefur staðið í ströngu við að kynna nýjustu kvikmynd sína, Salt, og mætt á frumsýningar meðal annars í London og París. Litaval leikkon- unnar hefur síðasta árið einkennst af ljósum tónum sem minna á ís, silfruðum, ljósgráum og jafnvel daufbleikum. Kjólarnir á Salt-frumsýningun- um voru einmitt í þeim dúr þar sem silfraður Pamellu Roland-kjóll varð fyrir valinu á frumsýning- unni í París og við kjólinn var hún í Salvatore Ferragamo-satín- skóm. Áður hafði hún mætt ti l leiks í London í kjól eftir Amöndu Wakely sem stór hluti tískupressunn- ar ytra var óánægð- ur með. Sömu aðilar fyrir- gáfu Jolie þó þá innkomu eftir frum- sýninguna í París. - jma Vöktu mis- mikla lukkuÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Silfurglans- andi Pamellu Roland- kjóllinn sem Angelina klæddist í París vakti mikla athygli. Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, s: 462 3504 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.