Fréttablaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 8
8 2. september 2010 FIMMTUDAGUR 1. Hvað heitir stígurinn sem liggur að Unuhúsi í miðborg Reykjavíkur? 2. Hvert er gælunafn mexí- kóska fíkniefnabarónsins Edgar Valdez Villarreal? 3. Hver er formaður stjórnar Leikminjasafns Íslands? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 50 2.195 kr/pk Kirkland Starbucks kaffið 1.573 kr/kg Goði Gourmet, dönsk ofnsteik Kostur ð ð Mikið úrval af frábærum tilboðum - líttu við 907 g STÓR pakki 30 afsláttur % gómsæt Safarík og 159kr/kg Epli Rauð, pink lady BRETLAND Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, seg- ist í nýútkominni ævisögu sinni sjá af öllu hjarta eftir hverju ein- asta mannslífi sem stríðsátökin í Írak hafa kostað, en hins vegar geti hann ekki séð eftir þeirri ákvörðun að hefja það stríð. „Á grundvelli þess sem við vitum núna tel ég enn að það hefði verið hættulegra öryggi okkar að láta Saddam vera áfram við völd heldur en að koma honum frá,“ segir Blair í ævisögunni, sem kom út í gær og heitir „A Journey“, eða Vegferð. Blair var forsætisráðherra Bretlands í tíu ár, allt frá því hann vann mikinn kosningasigur vorið 1997 þar til hann hrökklaðist hálf- partinn úr embætti árið 2007 og hafði þá glutrað niður vinsæld- um sínum, að stórum hluta vegna þátttöku Breta í Íraksstríðinu. Athygli hafa vakið ummæli Blairs um Gordon Brown, sem var fjármálaráðherra í ríkis- stjórn Blairs öll árin, en tók síðan við af honum bæði sem leið- togi Verkamannaflokksins og forsætisráðherra Bretlands. Blair segir Brown hafa verið „undarlegan mann“ sem þrátt fyrir mikla hæfileika hafi gjör- samlega skort allt mannlegt innsæi. „Var hann erfiður, stundum óþolandi? Já. En hann var kraft- mikill, hæfur og snjall, og þetta voru hæfileikar sem ég tapaði aldrei virðingu fyrir.“ Með Brown við stjórnvölinn tapaði Verkamannaflokkurinn meirihluta sínum á þingi síðast- liðið vor, og til valda komst sam- steypustjórn Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Blair segir að Brown hafi haft það mikinn stuðning, bæði innan flokksins og í fjölmiðlum, að það hefði verið nánast útilokað fyrir sig að koma í veg fyrir að Brown tæki við forsætisráðherra- embættinu. Hann hefði heldur ekki getað rekið Brown úr embætti fjár- málaráðherra, því það hefði lík- lega grafið undan stjórninni og hraðað því að hann yrði forsætis- ráðherra. Blair tjáir sig um fleiri þekkta menn í bók sinni, þar á meðal George W. Bush Bandaríkjafor- seta, sem hann lofar í hástert fyrir heiðarleika og hugrekki. „Hann var, í furðulegum skiln- ingi þess orðs, sannur hugsjóna- maður.“ Blair minnist líka á baráttu sína fyrir því að fá samþykkt bann við refaveiðum, sem vakti gríðarlega hörð viðbrögð í Bretlandi: „Ef ég hefði lagt það til að eftirlauna- vandinn yrði leystur með því að þröngva líknardrápi upp á fimmta hvern lífeyrisþega, þá hefði það ekki valdið mér jafn miklum erfiðleikum.“ gudsteinn@frettabladid.is Segist ekki sjá eftir ákvörðun um stríð Tony Blair segir Gordon Brown hafa verið erfiðan og stundum óþolandi. Hann hafi þrátt fyrir mikla hæfileika skort allt mannlegt innsæi. Hins vegar lofar hann Bush Bandaríkjaforseta í hástert fyrir hugrekki og heiðarleika. SJÁVARÚTVEGUR Niðurstaða lög- fræðiálits sem Landssamband íslenskra útvegsmanna lét vinna er að sjávarútvegsráðherra hafi farið á svig við lög þegar hann ákvað að gefa ekki út aflamark í úthafs- rækju fyrir komandi fiskveiðiár. Í álitinu er það skýr niðurstaða að ákvörðun ráðherra standist ekki lög um stjórn fiskveiða og sé því „ólögmæt og ógildanleg.” Í tilkynningu frá LÍÚ segir að þegar fiskveiðiárinu 2009/2010 lauk 31. ágúst hafi allur sjö þúsund tonna rækjukvótinn veiðst. Rétt sé að halda því til haga að ákvörðun ráðherra um að gefa ekki út afla- mark byggðist á því að veiðar á rækju hefðu á liðnum árum verið undir leyfilegum heildarafla. LÍÚ hefur bent á að hrun í afla á sóknareiningu og lækkun á afurða- verði samfara hækkandi olíuverði hafi orðið til þess að veiðar báru sig ekki. Í álitinu segir einnig að veigamikil og málefnaleg rök þurfi til að ráðherra sé heimilt að líta framhjá tillögum Hafrannsókna- stofnunarinnar „og á það sérstak- lega við þar sem tillaga stofnunar- innar var algjörlega hunsuð í því tilviki sem hér er til skoðunar.” - shá Samkvæmt lögfræðiáliti LÍÚ er ólögmætt að gefa ekki út aflamark í úthafsrækju: Segja ráðherra brjóta lögin FUNDAÐ UM RÆKJU Framkvæmdastjóri LÍÚ og hans menn funduðu með Jóni Bjarnasyni um miðjan júlí vegna rækju- málsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VEKUR ATHYGLI Ævisaga Tonys Blair var komin í verslanir í Bretlandi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP CHILE Eigendur námunnar þar sem 33 verkamenn lokuðust inni á dögunum hafa beðið þá og fjöl- skyldur þeirra afsökunar. Búist er við að það taki þrjá til fjóra mánuði að ná til mannanna, sem eru á 700 metra dýpi. Forstjóri námafyrirtækisins mætti fyrir þingnefnd í gær þar sem farið var yfir málið og baðst hann innilegrar afsökunar. Allar eignir fyrirtækisins hafa verið frystar af stjórnvöldum til að standa straum af greiðslu skaðabóta. Námumenn fá kveðju: Forstjórinn bið- ur afsökunar SAMFÉLAGSMÁL Börnum sem lifa undir fátækramörkum í Bretlandi fækkaði í tíð ríkisstjórnar Verka- mannaflokksins. Einn helsti sér- fræðingur á sviði barnafátæktar í Bretlandi óttast þó að niðurskurð- ur nýrrar ríkisstjórnar í velferðar- málum muni bitna illa á fátækum börnum. Dr. Thess Ridge, breskur fræði- maður sem er einn helsti sérfræð- ingur á sviði barnafátæktar, hélt erindi á málstofu í Háskóla Íslands í gær. Í samtali við Fréttablaðið sagði hún að aukinn stuðningur stjórn- valda við fátæka og markvissar aðgerðir hefði skilað því að fátækum börnum fækkaði. Hefði bótakerfið verið óbreytt þá væru fátæk börn líklega tveimur milljónum fleiri í dag. Fátæk börn í Bretlandi voru að sögn Ridge 3,4 milljónir í upphafi stjórnartíðar Verkamannaflokks- ins árið 1999 en 2,8 við lok hennar. Hvergi er hærra hlutfall íbúa undir fátækramörkum í Evrópu en í Bret- landi, eða um þriðjungur. Ridge segir fátækt hafa margvís- leg áhrif á börn. Fyrir utan að líða skort þá hafi þau mörg áhyggjuefni; óttist að falla ekki í hópinn, hafi áhyggjur af fjárhag fjölskyldunn- ar og séu leið yfir því að geta ekki leyft sér það sem önnur börn geta gert. Rétt fyrir kosningarnar í vor var sett metnaðarfull löggjöf í Bret- landi sem hefur það að markmiði að útrýma barnafátækt fyrir árið 2020. Ridge segist þó óttast að ríkisstjórn Íhaldsmanna og Frjálslyndra muni breyta lögunum, ríkisstjórnin hafi nefnilega skorið verulega niður í velferðarmálum. Sá niðurskurður bitni verst á fátækum fjölskyldum. - sbt 2,8 milljónir breskra barna lifa undir fátækramörkum: Óttast fjölgun fátækra barna DR. THESS RIDGE Segir fátæk börn iðu- lega kvíðin og áhyggjufull og óttast að falla ekki inn í hópinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Á grundvelli þess sem við vitum núna tel ég enn að það hefði verið hættulegra öryggi okkar að láta Saddam vera áfram við völd heldur en að koma honum frá.” TONY BLAIR Í NÝÚTKOMINNI ÆVISÖGU VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.