Fréttablaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 54
34 2. september 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Nú er ágúst liðinn og haustið skollið á. Það þýðir að það eru síðustu forvöð að komast í berjamó, skólarnir eru að fyllast af lífi og maður þarf að fara að kynna sér hvaða tónlistarmenn spila á Airwaves. Ice- land Airwaves 2010 fer fram dagana 13.-17. október og listinn yfir þátt- takendur er þegar orðinn ansi þéttur. Hátíðin er undir nýrri stjórn í ár sem skilar sér vonandi í enn betri hátíð bæði fyrir tónlistarmenn og tónlistarunnendur. Iceland Airwaves hefur alltaf snúist annars vegar um að kynna það besta í íslenskri tónlist fyrir erlendum fjölmiðlum og hins vegar að kynna Íslendingum upprennandi erlenda tónlistarmenn. Og svo að koma á samtali á milli allra þessara tónlistarmanna. Þegar maður skoðar listann yfir þá sem spila á hátíðinni í ár þá eru áherslurnar að mestu leyti þær sömu og undanfarin ár. Rjóminn af íslensku senunni er þarna og svo fullt af erlend- um listamönn- um sem maður hefur marga hverja aldrei heyrt nefnda á nafn áður. Það er einmitt það sem gerir Airwaves svo spennandi. Á meðal þekkt- ari erlendra nafna í ár má nefna Bombay Bicycle Club og Mount Kimbie frá Bret- landi, Hercules & Love Affair og The Antlers frá Bandaríkjunum, Efterkland og Oh No Ono frá Danmörku og Slagsmalsklubben og Robyn frá Svíþjóð. Allt listamenn sem gaman verður að sjá. Og þegar maður kynnir sér listann yfir flytjendur á www.icelandairwaves.is og hlustar á tóndæmin þá kemst maður að því að mörg minna þekktu nafnanna eru spennandi líka. Kanadíska indiebandið Timber Timbre er t.d. frábært og það sama má segja um enska plötusnúðinn og raf- tónlistarmanninn Ramadanman, franska tilraunadúóið GaBlé, bresku rafpoppsveitina Silver Columns, bandarísku sveitina Neon Indian og finnsku stelpurnar í Le corps mince de Françoise. Og við erum rétt að byrja. Eitt af því sem er nýtt á Airwaves í ár er að goðsagnakennd sveit úr íslenskri rokksögu er sérstaklega endurvakin til að spila á hátíðinni. S.H draumur spilar ásamt Ham o.fl. á Nasa á fimmtudagskvöldinu. Það verða fyrstu tónleikar sveitarinnar í 17 ár. Listi sem lofar góðu > Í SPILARANUM Interpol - Interpol Breiðbandið - Bætir á sig Orri Harðar - Albúm BREIÐBANDIÐ ORRI HARÐAR Hljómsveitin Dirty Projectors frá Brooklyn gefur 28. september út tvöfalda viðhafnarútgáfu af síð- ustu plötu sinni Bitte Orca, sem var af mörgum talin ein sú besta á síðasta ári, enda uppfull af skemmtilegri og tilraunakenndri tónlist. Útgáfan hefur annars vegar að geyma upphaflegu plötuna og hins vegar plötu með tónleikaupptökum úr plötubúðinni Other Music í New York, auk laga sem voru eingöngu fáanleg sem B-hliðar á vínyl-smá- skífum. Einnig verður á plötunni ný útgáfa Dirty Projectors á lagi Bobs Dylan, As I Went Out One Morning af plötunni John Wesley Harding frá árinu 1967. Fram undan hjá hljómsveitinni er síðan fjöldi tónleika, þar á meðal í Mad- ison Square Garden ásamt Phoenix og Wavves. Stutt er síðan Dirty Projectors gaf út í samstarfi við Björk EP- plötuna Mount Wittenberg, sem fékk 7,7 af 10 mögulegum í ein- kunn á tónlistarsíðunni Pitchfork. com. Hljómsveitin hefur á ferli sínum gefið út tíu plötur, þá fyrstu árið 2003 sem hét The Glad Fact. Dirty með tvöfalda útgáfu Hljómsveitin Interpol gefur á næstunni út sína fjórðu plötu. Átta ár eru liðin síðan hin frábæra Turn on the Bright Lights kom úr. Fjórða plata Interpol kemur út á þriðjudaginn. Hún er samnefnd hljómsveitinni og gefin út hjá upp- haflega útgáfufyrirtækinu þeirra, Matador Records. Interpol var stofnuð árið 1997 í New York-borg og var upphaflega skipuð þeim Paul Banks, Daniel Kessler, Carlos Dengler og Gred Drudy. Trommarinn Drudy hætti í sveitinni árið 2000 og í hans stað kom Sam Fogarino. Hljómsveitin vakti fyrst veru- lega athygli árið 2002 með plötunni Turn on the Bright Lights. Draum- kenndri og drungalegri tónlistinni í anda Joy Division var vel tekið og platan komst ofarlega á marga árslista hjá tónlistarspekúlöntum. Eins og von er voru væntingarn- ar miklar fyrir næstu plötu, Ant- ics. Hún seldist gríðarlega vel og hlaut fína dóma þó svo að marg- ir gagnrýnendur teldu hana ekki eins góða og frumburðinn. Antics var ekki eins drungaleg og Turn on the Bright Lights en viðlögin voru á hinn bóginn stærri og meira gríp- andi og aðdáendahópurinn varð enn stærri fyrir vikið. Þrjú lög af plötunni komust ofarlega á vin- sældalista og mörg lög voru einnig notuð í sjónvarpsþætti og auglýs- ingar. Interpol var orðin risastór og næsta skref var því að semja við stórfyrirtækið Capitol. Platan Our Love To Admire, kom út 2007 á vegum fyrirtækisins. Tónninn var orðinn aðeins poppaðari og hljóm- urinn var breiðari. Til dæmis not- aði Interpol hljómborð í fyrsta sinn á plötunni, sem fékk misjafnar við- tökur og mörgum þótti hún skref aftur á bak, þrátt fyrir að á henni séu nokkur framúrskarandi lög. Nýja platan er að einhverju leyti afturhvarf til fyrstu plötunnar Turn on the Bright Lights með þeirri drungalegu fegurð sem þar var ríkjandi. Þó er ljóst að hljóð- heimur sveitarinnar hefur þró- ast töluvert og er orðinn marg- slungnari en áður. Þetta er síðasta platan með bassaleikaranum Car- los Dengler sem hætti óvænt á dögunum af einkaástæðum. Inter- pol hefur því breyst í tríó en á tón- leikaferð sveitarinnar um heiminn fær hún aðstoð frá kempunni David Pajo, sem hefur spilað með Will Oldham, Slint og Yeah Yeah Yeahs, og Brandon Curtis úr bandarísku sveitinni The Secret Machines. „Helsta markmiðið okkar við gerð plötunnar var að feta nýjar slóð- ir og reyna að gera hlutina öðru- vísi en áður,“ sagði gítarleikarinn Daniel Kessler. „Tónlistin okkar hefur vitaskuld sín sérkenni sem fólk kannast við en við vildum finna nýjar aðferðir við að semja lög og taka okkur tíma í það. Mér finnst okkur hafa tekist að horfa fram á við, sem þú hefur einmitt meiri þörf fyrir eftir því sem þú þroskast meira og eldist.“ Interpol fetar nýjar slóðir INTERPOL Nýja platan er sú síðasta með bassaleikaranum Carlos Dengler um borð. Hann er annar frá vinstri. DIRTY PROJECTORS Hljómsveitin sendir í lok mánaðarins frá sér tvöfalda útgáfu af sinni nýjustu plötu. PLÖTUR INTERPOL Interpol (2010) Our Love to Admire (2007) Antics (2004) Turn on the Bright Lights (2002) Rokksveitin Ókind rís upp frá dauðum og spilar í eina kvöldstund á Faktorý á laugardagskvöld. Ókind spratt fullsköp- uð fram árið 2002 og náði öðru sæti í Músíktilraunum. Á næstu fjórum árum gaf hún út plöturnar Heimsenda 18 og Hvar í Hvergilandi, sem báðar hlutu náð fyrir augum og eyrum gagnrýnenda. Haustið 2006 tilkynnti Ókind að nú væri þetta orðið gott í bili. Svo þagnaði hún í fjögur ár. „Þetta er eiginlega gjörningur, bara einir tónleikar,“ segir Steingrímur Karl Teague, sem hefur getið sér gott orð að undanförnu með hljómsveitinni Moses Hightower. „Við erum félagar líka utan hljómsveitarinnar. Það var alltaf voða skrítið að vera að hittast og ekki spila. Við erum búnir að æfa stíft og erum að reyna að troða okkur í rokkbuxurnar aftur. Miðað við hvernig þetta er búið að vera á æfingum þá er þetta farið að hljóma ágætlega,“ segir hann og bætir við: „Ástæðan fyrir því að við gerðum þetta er að Ingi gítarleikari er að flytja til London, þannig að það er núna eða aldrei.“ Flestir meðlimir Ókindar hafa verið viðloðandi tónlist síðan hún fór í frí. Ingi Einar er tónleikaljósamaður, bassa- leikarinn Birgir Örn upptökustjóri, og söngvarinn og hljómborðsleikarinn Steingrímur hefur starfað í hljómsveit- unum Ojba Rasta og Stórsveit Samúels J. Samúelssonar, ásamt Moses Hightower. Söngvaskáldið Jón Þór (úr Lödu Sport og Dynamo Fog) sér um upphitun á tón- leikunum á Faktorý. Aðgangur er ókeyp- is og platan Hvar í Hvergilandi verður til sölu á góðu verði. Ókind rýfur fjögurra ára þögn ÓKIND Hljómsveitin Ókind rís upp frá dauðum á laugardagskvöld eftir fjögurra ára þögn. Kennslan skiptist í tvær annir. Haustönnin er 12 vikna námskeið, og vorönnin 12 – 14 vikna námskeið. Kennt er í Skipholti 35 í Reykjavík, og Íþróttahúsi Breiðabliks í Kópavogi. Frekari upplýsingar á balletskoli.is Skólinn er aðili að Frístundakorti ÍTR. Innritun er hafin í síma 567 8965 og 588 4960 Balletnámskeið fyrir yngri nemendur og framhaldsnemendur Ballet-leikskóli Ein kennslustund í viku, 3 – 4 ára Ballet-forskóli Ein kennslustund í viku, 4 – 6 ára Balletstig 2 – 3 kennslustundir í viku, 7 ára og eldri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.