Fréttablaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 2
2 14. september 2010 ÞRIÐJUDAGUR BRIDS SKÓLINN - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Byrjendur ... 27. september ... 8 mánudagar frá 20-23 Framhald ... 29. september ... 8 miðvikudagar frá 20-23 - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - • Viltu læra brids? Á byrjendanámskeiði Bridsskólans er ekki gert ráð fyrir neinni kunnáttu. Þú getur komið ein eða einn, með öðrum eða í hóp og það er sama hvort þú ert 18 ára eða 90. Eða þar á milli! Sjá bridge.is undir ”fræðsla”. • Viltu verða betri spilari? Framhaldið hentar breiðum hópi spilara, bæði þeim sem töluvert kunna og eins hinum sem eru rétt að slíta fyrsta stokknum. Ekki er nauðsynlegt að vera með makker. Sjá bridge.is/fræðsla. • Staður: Síðumúli 37 í Reykjavík. - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Uppl. og innritun í síma 898-5427 frá 13-18 daglega. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Egill, ert þú nógu sterkur rit- höfundur í þennan félagsskap? „Jú, ég verð þeim bókastoð og stytta.“ Egill „Gillzenegger“ Einarsson rithöfundur hefur sótt um aðild að Rithöfundasam- bandinu. Hann gagnrýndi félagsmenn í gær, sagði þá pappakassa og horrenglur og bauðst til að „kjöta“ Sjón upp. SVÍÞJÓÐ Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra og leið- togi sænskra hægri manna, þótti standa sig heldur betur en Mona Sahlin, leiðtogi sósíaldemókrata, í sjónvarpseinvígi á sunnudagskvöldið. Þingkosningar verða haldnar næsta sunnudag. Baráttan stendur á milli bandalags hægri flokk- anna, sem hafa farið með stjórnartaumana síðustu árin, og bandalag rauðgrænu flokkanna svonefndu undir forystu sósíaldemókrata, sem síðustu áratug- ina hafa sjaldnast þurft að sitja lengi utan stjórnar. Samkvæmt skoðanakönnunum virðast þó borg- aralegu flokkarnir ætla að halda meirihluta sínum annað kjörtímabil. Þeir mælast með tæplega 52 prósenta fylgi og hafa heldur sótt í sig veðrið síð- ustu daga, en rauðgræna bandalagið er með 42 pró- sent. Mona Sahlin hefur stillt málum þannig upp að sænska velferðarkerfið sé í hættu ef Reinfeldt fær að stjórna í fjögur ár í viðbót. Reinfeldt hefur hins vegar sagst ætla að viðhalda velferðarkerfinu með því að draga úr atvinnuleysi svo fleiri geti borgað skatta til að standa undir vel- ferðinni. - gb Mona Sahlin reynir að koma í veg fyrir að hægrimenn stjórni annað kjörtímabil: Sigurlíkur Reinfeldts aukast LEIÐTOGAR RAUÐGRÆNA BANDALAGSINS Mona Sahlin, leiðtogi Sósíaldemókrata, ásamt leiðtoga Vinstriflokksins og fulltrúum Græningja. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Uppboð á bílum og öðrum tækjum í eigu ríkisstofn- ana fer fram hjá Ríkiskaupum í dag. Í boði eru 24 tæki, flest bílar, sem samkvæmt vef Ríkis- kaupa eru í ýmsu ástandi. Flestir bílanna eru í lagi en meðal annarra eru sendibifreið frá Náttúrufræðistofnun með bilaða dísilvél, sendibifreið frá Landsvirkjun með bilaðan gír- kassa og pallbíl frá Þingvalla- nefnd sem er skemmdur eftir umferðaróhapp. Þá á að selja sjö ára gamlan Volvó frá Ríkislög- reglustjóra, ekinn 416 þúsund kílómetra. - bþs Uppboð hjá Ríkiskaupum: Selja ríkisbíla í ýmsu ástandi KRÓATÍA, AP Viviane Reding, sem fer með dómsmál í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, segir nauðsynlegt að umbætur á fyrirkomulagi dómsmála í Króa- tíu virki eins og til er ætlast áður en landið getur fengið aðild að ESB. Króatía vonast til að geta geng- ið í Evrópusambandið árið 2012, en áður en af því verður þarf dómskerfi landsins að verða bæði skilvirkt og óhlutdrægt, flótta- mönnum og minnihlutahópum þarf að tryggja full réttindi, auk þess sem styrkja þarf baráttu gegn spillingu og skipulagðri glæpastarfsemi. Reding sagði að nú þurfi stjórn- in í Króatíu að „hraða endurbót- um. Ekki aðeins á pappírnum.“ - gb ESB hvetur Króatíu til dáða: Endurbótum þarf að hraða VIÐSKIPTI Skilanefnd Glitn- is gerir ráð fyrir að kröfu- hafar taki við stjórn bank- ans á næstu fimm árum. „Þetta er langtíma- markmið okkar,“ segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis. Hann telur líklegt að kröfuhaf- ar geti tekið við stjórninni eftir um fimm ár. Innan þess tíma sé áætlað að selja hlut Glitnis í Íslandsbanka. Málið er ekki á dagskrá gamla Landsbankans og ekkert um það að finna í skýrslu til kröfuhafa Kaupþings. Íslenska ríkið á rúm áttatíu prósent í gamla Landsbankanum. Glitnr á 95 prósenta hlut í Íslandsbanka en Kaupþing 87 prósent í Arion banka. Kröfuhafar Straums tóku við stjórn bankans í síðustu viku og segja það geta verið fyrirmynd að uppgjöri á gömlu bönkun- um. Árni bendir á að ljúka þurfi dómsmálum við kröfuhafa áður en þeir geti tekið við bankanum. Í bú Glitnis var lýst 8.500 kröfum og fóru fyrstu deilumálin fyrir héraðsdóm í byrjun árs. Búist er við fyrstu niðurstöðum seint á þessu ári. Árni útilokar ekki að einhverjum málum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Til samanburðar var í kringum 28 þúsund kröfum lýst í bú Kaupþings en einungis þrjú hundruð í Straum. - jab Skilanefnd Glitnis áætlar að kröfuhafar taki við rekstrinum á næstu fimm árum: Bú Straums var fremur lítið Heildarkröfur í bankana* Straumur Glitnir Kaupþ. Landsb. Kröfur 200 2.969 4.207 3.427 * Í milljörðum króna LÖGREGLUMÁL Ekkert bendir til ann- ars en að kynþáttahatur hafi verið undirrót þess að tvívegis var ráð- ist inn á heimili feðga í Vesturbæn- um á laugardag, samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglu. Mennirnir eru ættaðir frá Kúbu en hafa búið hér á landi í ríflega áratug. Lögreglan handtók á sunnudag tvo menn sem grunaðir eru um að hafa stýrt húsbrotinu. Öðrum mannanna var sleppt að loknum yfirheyrslum. Hinn maðurinn, karlmaður á fertugsaldri, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn hefur komið við sögu hjá lögreglu vegna ofbeldismála. Hákon Sigurjónsson, lögreglu- fulltrúi hjá lögreglu höfuðborg- arsvæðisins, segir að krafist hafi verið gæsluvarðhalds yfir mann- inum vegna rannsóknarhagsmuna. Hinn maðurinn hafi skýrt frá aðkomu sinni að málinu með full- nægjandi hætti svo ekki hafi verið þörf á því að krefjast gæsluvarð- haldsúrskurðar yfir honum. Málið má rekja til kynþáttafor- dóma sem kærasta sautján ára pilts, sem ættaður er frá Kúbu, varð fyrir frá samnemanda í Menntaskólan- um í Kópavogi. Pilturinn staðfestir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi farið í skólann á fimmtudag ásamt fimm vinum sínum. Hann segir að tilgangurinn hafi verið að ræða við skólastjórann. Aðrir segja að tilgangurinn hafi verið að hitta á nemanda í skólanum sem hafi haft í hótunum við hann í gegnum kær- ustu hans. Ekki kom til átaka í skólanum en til orðaskipta kom milli sexmenn- inganna og nemanda í skólanum. Sá mun vera frændi mannsins sem nú situr í varðhaldi. Í kjölfarið fór pilturinn að fá sím- töl frá manninum sem nú situr í varðhaldi þar sem honum var hótað. Á laugardag var svo tvívegis ráðist inn á heimili hans og föður hans, sem einnig er ættaður frá Kúbu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins telur lögregla að maðurinn sem nú situr í varðhaldi hafi haft sig þar mest í frammi. Lögreglan telur að tilgangur mannanna hafi verið að ógna feðg- unum og hræða þá. Mennirnir voru ekki vopnaðir, en samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglu voru þeir með verkfæri meðferðis. Feðgarnir flúðu land eftir aðfar- irnar. Í samtali við morgunútvarp RÚV sagði faðirinn þá hafa fengið lögreglufylgd út á Keflavíkurflug- völl. Hákon segir það á misskiln- ingi byggt. Þeir hafi ekki fengið lögreglufylgd, en lögreglumaður sem átt hafi erindi á Reykjanes hafi fylgt þeim á flugvöllinn. Lögregl- an hafi enga aðkomu átt að þeirri ákvörðun feðganna að fara af landi brott. brjann@frettabladid.is Kynþáttahatur undir- rót árásar á heimili Karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hópur manna gerði atlögu að heimili feðga sem ættaðir eru frá Kúbu. Lögregla telur að kynþáttahatur hafi verið ástæða atlögunnar. Feðgarnir hafa flúið land. HÚSBROT Mennirnir sem réðust inn á heimili feðga á laugardag brutu rúðu í útidyra- hurð og notuðu svo slökkvitæki sem var á ganginum til að brjóta sér leið inn í íbúð feðganna. Búið var að negla fyrir glugga í húsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÁRNI TÓMASSON FILIPPSEYJAR, AP Nýfætt sveinbarn fannst á sunnudag í ruslapoka í flugvél á flugvellinum í Maníla, höfuðborg Filippseyja. Pokann var nýbúið að fjarlægja af salerni vélarinnar, sem var nýlent eftir flug frá Mið-Austurlöndum. Drengurinn var vafinn í bréfa- þurrkur og enn blóðugur eftir fæðinguna. Hann var strax flutt- ur á læknastöð á flugvellinum, þar sem læknar og hjúkrunarkon- ur þrifu hann og gengu úr skugga um að hann væri við fulla heilsu. „Þegar búið var að þrífa hann grét hann ofurlítið,“ sagði hjúkr- unarkonan Kate Calvo. - gb Nýfætt barn fannst á flugvelli: Skilið eftir ný- fætt í ruslapoka DRENGURINN Drengurinn er kominn í umsjón lækna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UTANRÍKISMÁL Wen Jiabao, forsæt- isráðherra Kína, segir kínversk stjórnvöld hafa einsett sér að styðja við Ísland á tímum efna- hagslegra erfiðleika, meðal ann- ars með auknum innflutningi á íslenskum vörum til Kína sem og víðtækt samstarf í orkumálum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti forseta Íslands, en forseti er staddur í Kína. Forseti fundaði með Jiabao í gær þar sem ráðherrann ítrekaði vilja Kína til frekara samstarfs og að gjaldeyrisskiptasamning- urinn milli seðlabanka landanna, sem undirritaður var í sumar, væri hornsteinn þess samstarfs. Á fundinum var einnig rætt um aðkomu Íslendinga að jarð- hitaverkefnum í Kína. Þá sagði Jiabao að gosið í Eyjafjallajökli hefði vakið mikla athygli og fyr- irséð væri að kínverskir ferða- menn myndu sækja Ísland heim í stórauknum mæli á næstunni. - þj Ræddi við ráðamenn í Kína: Vilja styðja end- urreisn Íslands VIÐSKIPTI Bræðurnir Christian og Nick Candy, fyrrverandi við- skiptavinir Kaupþings í Bret- landi, hafa selt þakíbúð sína í Monte Carlo í Mónakó fyrir 190 milljónir punda, jafnvirði rúmra 36 milljarða króna. Kaupandinn er fjárfestir frá Miðausturlöndum sem vill ekki láta nafn síns getið. Þetta er hæsta íbúðarverð í heimi og jafngildir því að fermetrinn kosti 22 milljónir íslenskra króna. - jab Seldu íbúð fyrir metverð: Fermetrinn á 22 milljónir SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.