Fréttablaðið - 14.09.2010, Síða 16

Fréttablaðið - 14.09.2010, Síða 16
2 Heimasíða Umferðarstofu, www.umferdarstofa.is, hefur að geyma ýmis ráð er varða öryggi barna og ungmenna í umferðinni sem bæði börn og fullorðnir hafa gott af því að kynna sér. leika okkur saman, hjólum mikið og svona,“ svarar Kolbeinn án þess að hugsa sig um. Teit- ur samsinnir því og þvertekur fyrir að þeir séu inni í tölvu- leikjum þegar blaðamaður spyr. Ekki nema kannski til að horfa á bíómyndir. „Við erum eigin- lega meira fyrir svona alvöru- myndir heldur en teiknimyndir, eins og til dæmis Harry Potter- myndirnar en ég hef séð þær allar,“ segir hann og bætir við að í fyrradag hafi þeir skellt sér á bílskúrssölu hinum megin við götuna þar sem þeir búa og gert góð kaup. „Við keyptum Lilo og Stitch eitt og tvö, Stuart litla, Fríðu og dýrið og eina í viðbót.“ Vinirnir segjast líka lesa mikið og blaðamaður spyr þá hvort þeir kannist nokkuð við bækurnar um þá Tinna og vin hans Kolbein kaftein. „Já,“ segja þeir þá báðir í kór og Tinni segir ævintýri Tinna og hundsins Tobba vera í miklu uppáhaldi hjá sér. Kolbeinn segist hins vegar ekki eiga neina sérstaka uppá- haldsbók þótt hann lesi mikið og finnist Tinnabækurnar ágætar. En finnst þeim skrítið að þeir skuli heita sömu nöfnum og per- sónurnar sem eru að auki bestu vinir rétt eins og þeir sjálfir? „Mér finnst það mjög fyndið,“ viðurkennir Tinni og getur þess að þessi skemmtilega staðreynd hafi meðal annars orðið til þess að hann vildi kynnast Kolbeini betur. En skyldu þeir eiga eitt- hvað sameiginlegt með þessum skemmtilegu og skrítnu persón- um sem þeir heita eftir? Kol- beinn hugsar sig um. „Hmmm … Sko Tinni er eins og Tinni í bókunum með næstum appels- ínugult hár, eða kannski bara ljóst skulum við segja. Svo er hann líka skemmtilegur.“ Tinna finnst hins vegar lítil líkindi með vini sínum og kafteinin- um úrilla. „Nei, hann er ekkert líkur honum heldur miklu líkari Ron besta vini Harry Potter.“ Að hvaða leyti? „Nú, þeir eru báðir rauðhærðir og svona.“ Þegar Tinni skynjar áhuga blaðamanns á nöfnum þeirra félaga getur hann þess að litli bróðir sinn heiti líka sama nafni og önnur fræg sögupersóna. „Já, hann heitir Viggó alveg eins og Viggó viðutan,“ útskýrir hann og tekur fram að sá stutti fatti það þó ekkert sjálfur sökum ungs aldurs. „Hann er bara fimm vikna og annaðhvort alltaf sof- andi eða borðandi og er ekkert að skilja þetta.“ Af svip vinanna má þá ráða að nóg sé komið af spurning- um, enda skóladagurinn á enda og vinirnir farnir að bíða þess óþreyjufullir að geta farið heim að leika. Spyrja þó spenntir að lokum hvenær viðtalið muni birtast og blaðamaður bendir þeim á að skoða vel blaðið í dag. roald@frettabladid.is Ekki finnst Tinna vinur hans, Kolbeinn, eiga mikið sameiginlegt með samnefndri sögupersónu úr Tinnabókunum. Kolbeinn er hins vegar ekki frá því að aðalsöguhetja bókanna og Tinni vinur sinn séu með svipaðan háralit. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Framhald af forsíðu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.