Fréttablaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 23
Ýmislegt bendir til að andoxunarefni, svo sem E-vítamín, geti minnk- að hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum. Andoxunarefni eru líka talin geta minnkað hrukkumyndun og dregið úr hættu á blóðtappa og æðakölkun. Þau er að finna meðal annars í eplum og jarðarberjum. Þraut, miðstöð vefjagigtar og skyldra sjúkdóma, var opnuð í vor með það að markmiði að stuðla að markvissri þjónustu fyrir fólk með vefjagigt. Að miðstöðinni standa þrír sérfræðingar sem allir hafa sérstaka þekkingu á sjúkdómn- um og hafa unnið með hann lengi. Þau eru Arnór Víkingsson gigt- arlæknir, Sigrún Baldursdóttir, sjúkraþjálfari og lýðheilsufræð- ingur, og Eggert Birgisson sál- fræðingur. „Við höfum öll hvert í sínu lagi verið að vinna með fólk með vefjagigt en þar sem þetta er margslunginn og flókinn sjúkdóm- ur sem þarf að meðhöndla á ýmsan veg þótti okkur skilvirkara að taka höndum saman,“ segir Sigrún. Hjá Þraut eru vandamál fólks vandlega kortlögð og viðeigandi meðferðarúrræði fundin auk þess sem vonir standa til þess að hægt verði að bjóða upp á endurhæfing- arúrræði. „Okkur var hins vegar einungis hleypt af stað með grein- ingarnar en höfum ekki komist á fjárlög hjá hinu opinbera til að geta haldið áfram og erum samn- ingslaus eins og er,“ segir Sig- rún. Þörfin er engu að síður mikil og eru eitthvað í kringum sjötíu manns að bíða eftir því að komast að. Sigrún segir vefjagigtina ekki eiga marga vini en að starfsmenn Þrautar vilji leggja sitt af mörkum til að afla þeirra. Hún segir marga vefjagigtarsjúklinga í skápnum enda hafi þeir mætt fordómum og þekkingarleysi. „Vefjagigtin hefur þrjú höfuðein- kenni en þau eru útbreiddir verkir, svefntruflanir og óeðlileg þreyta, en fjöldi annarra einkenna er oft hluti af sjúkdómsmyndinni. Ekki er hægt að greina vefjagigt með hefðbundnum rannsóknaraðferðum læknisfræðinnar, en farið er eftir ákveðnum sjúkdómsskilmerkjum til að greina hana. Sýnt hefur verið fram á það með mænuástungu og stafrænni segulómun að einkenni vefjagigtar stafa flest vegna trufl- unar í starfsemi miðtaugakerfis- ins,“ segir Sigrún. Hún segir vefja- gigtina dýran sjúkdóm og að fólk með vefjagigt leiti jafnan til fjölda aðila innan heilbrigðiskerfisins eftir aðstoð. „Átta af hverjum tíu vefjagigtarsjúklingum eru konur og ellefu prósent kvenna sem eru á 75 prósent örorku eru með vefja- gigt. Þær fara margar snemma á örorku og því er örorkulífaldur- inn langur. Sjúkdómurinn er ekki læknanlegur en sé gripið inn í á fyrri stigum er hægt að draga úr einkennum og auka starfsorku. Það er því þjóðþrifamál að styðja við þennan málaflokk,“ segir Sigrún. Markmið Þrautar er að auka skilvirkni innan heilbrigðiskerf- isins í mati og meðferð sjúklinga ásamt því að draga úr beinum og óbeinum heilbrigðiskostnaði. Þá sýna erlendar rannsóknir fram á að samræmd þjónusta dragi úr notkun sjúklinga á heilbrigðisþjón- ustu, minnki lyfjanotkun og auki þátttöku fólks í samfélaginu. „Það margborgar sig að hjálpa fólki að halda starfsgetunni sem lengst enda kostar hvert örorkuár marg- ar milljónir. Sjúkdómurinn leggst hins vegar misþungt á fólk og fyrir þá sem eru verst haldnir skiptir miklu að auka lífsgæði. Nánari upplýsingar á www.þraut. is og www.vefjagigt.is. vera@frettabladid.is Vefjagigtin á sér fáa vini Miðstöð vefjagigtar og skyldra sjúkdóma opnaði í vor en markmið hennar er að bjóða alla þjónustu við vefjagigtarsjúklinga á einum stað. Starfseminni var ýtt úr vör en vantar áframhaldandi fjárstuðning. Sigrún að störfum í húsnæði Þrautar og Sjúkraþjálfunar Styrks að Höfðabakka 9. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Félögin Ljósið, Kraftur og SKB hafa tekið höndum saman. Ljósið – endurhæfingar- og stuðn- ingsmiðstöð, Kraftur – stuðnings- félag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og Styrkt- arfélag krabbameinssjúkra barna, SKB, gerðu á dögunum með sér samning um formlega samvinnu veturinn 2010-2011. Félögin ætla að bjóða upp á sameiginlega vetrardagskrá fyrir fólk á aldrinum 18-29 ára sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þess. Hópurinn mun hittast aðra hverja viku á fimmtudagskvöld- um í vetur frá 19.30 til 21.30 og var fyrsti fundur vetrar haldinn síðasta fimmtudag. „Þetta er til- valið tækifæri til að hitta hresst og kátt fólk og eiga með því skemmtilega kvöldstund. Það verður aðallega lagt upp úr því að hafa skemmtilegt og fræð- andi félagsstarf, en hér hefur ekki verið unnið markvisst með þessum aldurshópi sem er í lyfja- gjöf eða hefur lokið lyfjagöf gegn krabbameini,“ segir Rafn Harald- ur Rafnsson, nýráðinn umsjónar- maður. Fundirnir eru haldnir í húsa- kynnum félaganna, hjá SKB að Hlíðarsmára 14, Ljósið er að Langholtsvegi 43 og Kraftur til húsa í Skógarhlíð 8. - jbá Fræðandi og skemmtilegt starf Frá undirritun samningsins. Woodex á Íslandi frá árinu 1977. Löngu landsþekkt fyrir endingu og gæði. Innritun og upplýsingar: http://kvoldskoli.kopavogur.is og í síma 564 1507 ENSKA Enska I - II Enska III Enska V Enska tal og les DANSKA Danska I - II Tungumálanámskeið Kennt er í byrjenda – framhalds – og talæfingaflokkum NORSKA Norska I – II Norska framhald SÆNSKA Sænska I - II Sænska framhald FRANSKA Franska I Franska framhald ÍTALSKA Ítalska I Ítalska II Ítalska III SPÆNSKA Spænska I Spænska II Spænska III Spænska tal og les Námskeiðin eru 20 kennslustundir og standa í 10 vikur Íslenska fyrir útlendinga I - IV 60 kennslustundir Icelandic for foreigners I – IV 60 class hours Kurs jezyka Islandzkiego dla obcokrajowcow I - IV 60 godzin lekcyjnych Fjöldi annarra námskeiða eru í boði t.d. í matreiðslu, garðyrkju, prjóni, hekli, saumum, förðun og fleiri spennandi námskeið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.