Fréttablaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 4
4 14. september 2010 ÞRIÐJUDAGUR DÓMSMÁL „Lögin um landsdóm og lögin um ráðherraábyrgð hafa runnið sitt skeið og uppfylla ekki þær kröfur sem almennar reglur sakamálaréttarfars og mannrétt- indareglur gera.“ Þetta segir Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður á lögmanns- stofunni Lex og formaður Lög- fræðingafélags Íslands. Kristín sér ýmsa meinbugi á þeirri niðurstöðu sjö þingmanna í sérstakri þing- mannanefnd að draga beri fyrrver- andi ráðherra fyrir landsdóm. Fyrir það fyrsta bendir hún á að lögin um landsdóm geri ráð fyrir að mál sé rannsakað eftir að Alþingi tekur ákvörðun um að ákæra og fyrir hvað sé ákært. „Þetta er í algjörri andstöðu við þá grundvallar- reglu sakamála- réttarfars að rannsaka skuli mál áður en ákvörðun um að ákæra er tekin. Rannsókn rann- sóknarnefndar Alþingis kemur ekki í stað saka- málarannsóknar.“ Önnur meginregla sakamála- réttarfars sé að rannsókn eigi að beinast að því að leiða hið sanna og rétta í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og til sektar. Frá þessu sé vikið í málum ráðherranna fyrrverandi. „Sak- sóknari Alþingis er bundinn af ákvörðun Alþingis um fyrir hvað er ákært. Hann getur hvorki fallið frá ákærunni né einstökum þáttum hennar. Ef búið er að gefa út ákæru áður en rannsókn fer fram er ber- sýnilegt að slík eftirfarandi rann- sókn hlýtur að beinast eingöngu að því að undirbyggja þá ákæru sem þegar hefur verið gefin út. Með þessu fyrirkomulagi sem lögin um landsdóm gera ráð fyrir eru grund- vallarréttindi sakaðra manna fyrir borð borin og uppfylla ekki kröfur mannréttindaákvæða um réttláta málsmeðferð.“ Þá metur Kristín refsiheimild- irnar óskýrar og segir vafa leika á hvort þær uppfylli kröfur stjórn- arskrárinnar og mannréttinda- sáttmála Evrópu. Að auki telur hún skýrleika og nákvæmni ábóta- vant í verknaðarlýsingum þings- ályktunartillagna þingmannanna. Ekki verði séð af þeim hvað það er nákvæmlega sem viðkomandi hefðu átt að gera en létu ógert. bjorn@frettabladid.is Stenst ekki kröfur Formaður Lögfræðingafélagsins gerir margvíslegar athugasemdir við ákvörðun sjö þingmanna um að höfða beri mál á hendur ráðherrum. Lög um landsdóm og ráðherraábyrgð uppfylli ekki kröfur sakamálaréttarfars og mannréttinda. KRISTÍN EDWALD SKÝRSLAN FLUTT Atli Gíslason, þingmaður VG og formaður níu manna þingmanna- nefndar, flutti þinginu skýrslu nefndarinnar á þingfundi í gær. Aðrir nefndarmenn fylgdu í kjölfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Auk þess að benda á að lög um landsdóm og ráðherraábyrgð uppfylli ekki kröfur sem almennt eru metnar sjálfsagðar gagnrýnir Kristín Edwald að þingmenn taki ákvörðun um ákærur. „Þá liggur í hlutarins eðli að sú ákvörðun er að að einhverju leyti pólitísk. Það á aldrei að blanda pólitík inn í ákvörðun um hvort einstaklingar skuli ákærðir eða ekki. Slíkt samræmist ekki réttlátu réttarríki.“ Þá vill Kristín leiðrétta þá sem telja að þingmenn þurfi í raun ekki að taka afstöðu til sakarefna. „Það er grundvallarregla í sakamálaréttarfari að ekki skuli gefa út ákæru nema gögn máls séu nægileg eða líkleg til sakfellis. Alþingi fer með ákæruvaldið og þingmönnum ber skilyrðislaust að taka afstöðu til sakarefna.“ Pólitískar ákærur í andstöðu við réttarríkið KJARAMÁL Formaður Verkalýðsfé- lags Akraness, Vilhjálmur Birgis- son, vill að útflutningsfyrirtæki, sem njóta góðs af veikri krónu, veiti starfsfólki sínu launa- hækkanir. Vill hann að „sótt verði að þeim atvinnugreinum sem hafa borð fyrir báru til að hækka veru- lega laun sinna starfsmanna“ eins og segir í frétt á síðu félagsins. Þar er þess einnig getið að forysta ASÍ sé ekki hlynnt þeirri leið. Kveðst Vil- hjálmur ekki skilja þá afstöðu. Býst hann við að töluverð- ur tími fari í að ræða stefnuna í komandi kjarasamningum á for- mannafundi aðildarfélaga ASÍ á fimmtudag. - bþs Verkalýðsfélag Akraness: Þeir hækki launin sem geta VILHJÁLMUR BIRGISSON ALÞINGI Allsherjarnefnd Alþing- is hefur óskað eftir að félags- og tryggingamálaráðherra taki saman skýrslu um stöðu skuldara á Norðurlöndum. Vill nefndin fá upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru á hinum Norðurlöndunum og hvern- ig þau hafa reynst. Enn fremur nákvæma greiningu á hverjir hafi nýtt sér þau og þá hvers vegna og skilyrði fyrir nýtingu þeirra. Þá er óskað upplýsinga um reglur um verðtryggingu lána í nágrannaríkjunum auk þess sem spurt er hvort sambærileg emb- ætti við umboðsmann skuldara séu starfrækt þar. - bþs Allsherjarnefnd Alþingis: Vill skýrslu um stöðu skuldara á Norðurlöndum ALÞINGI Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi menntamálaráðherra, telur að athuga þurfi hvort rétt sé að viðhalda því fyrirkomulagi að ríkisstjórn Íslands sé ekki fjölskipað stjórn- vald. Hún telur að tryggja þurfi að í stórum málum verði ríkisstjórn öll upplýst og með- vituð um ábyrgð sína. Þorgerður telur jafnframt að samráðsferli ráðherra þurfi að vera í fastari skorðum en nú er og að koma þurfi í veg fyrir að „pólit- ískir duttlungar og hentisemi geti ráðið för í stórum og þýðingarmiklum hagsmunamálum lands og þjóðar“. Þorgerður lætur þessar skoðanir í ljós í bréfi til þingmannanefndar undir for- mennsku Atla Gíslasonar. Ráðherrum í rík- isstjórnum Geirs H. Haarde gafst færi á að senda nefndinni athugasemdir eða upplýs- ingar. Þorgerður settist á þing á ný í gær eftir leyfi sem hún tók sér í framhaldi af útgáfu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Snýr hún aftur í kjölfar útkomu skýrslu þing- mannanefndarinnar. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar var einkum fjallað um Þorgerði í tengslum við há bankalán eiginmanns hennar. Í engu er vikið að þeim málum í skýrslu þingmannanefndar- innar. - bþs Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sest á þing á ný eftir fimm mánaða leyfi: Endurskoða þarf verklag ríkisstjórnarinnar Í VIÐTALI Sjónvarpið tók Þorgerði Katrínu tali í þinghús- inu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VIÐSKIPTI Stjórn Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, FFSÍ, telur að stjórn Framtaks- sjóðs lífeyrissjóða hafi farið út fyrir hlutverk sitt með kaupum á Vestia af Landsbankanum. Kaupin gangi þvert á þann ramma sem var lagður til grund- vallar þegar hlutverk sjóðsins var kynnt fyrir stjórnum þeirra lífeyrissjóða sem koma að fjár- mögnun sjóðsins. Í tilkynningu frá FFSÍ segir að „byrjað hafi verið á öfugum enda, þar sem ekki hafi verið sýnt fram á að kröfu um ávöxtun sé fullnægt“ með kaupunum. Nóg sé komið af áhættufjárfestingum hjá lífeyrissjóðum landsins. - þj Ósáttir við Framtakssjóðinn: FFSÍ gagnrýnir kaup á Vestia VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 28° 25° 16° 18° 20° 21° 17° 17° 25° 19° 27° 25° 32° 18° 24° 16° 15°Á MORGUN 10-18 m/s, hægari SA-til. FIMMTUDAGUR Norðlægar áttir, 4-10 m/s. 10 9 8 7 7 10 9 12 10 12 5 13 16 16 14 10 11 9 9 7 13 12 8 11 7 6 7 8 8 5 6 11 HAUSTIÐ HEILSAR Í dag verður frekar hvasst á landinu, einkum á Vestfjörð- um og við norður- og vesturströndina. Þessu fylgir tals- verð úrkoma norð- anlands. Á morgun dregur aðeins úr vindi og vætu og á fi mmtudaginn skánar veðrið til muna þó áfram verði væta norðan til. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður SVISS, AP Fulltrúar helstu seðla- banka heims hafa komið sér saman um nýjar alþjóðareglur um bankastarfsemi, sem eiga að draga úr áhættu í rekstri þeirra og minnka líkur á kreppu. Reglur um eiginfjárhlutfall banka verða hertar til að tryggja þá gegn áföllum á borð við þau sem urðu fyrir tveimur árum. Stjórnvöld hvers ríkis fyrir sig þurfa þó að samþykkja reglurnar áður en þær taka gildi. - gb Nýjar reglur um banka: Eiga að draga úr áhættunni Börnin án öryggisbúnaðar Ökumaður var stöðvaður á Reykja- nesbraut með tvö börn, 3 og 11 ára, í aftursætinu. Hið eldra var ekki í belti og hið yngra ekki í barnabíl- stóli. Maðurinn má búast við sekt og upplýsingar verða sendar barna- verndaryfirvöldum. LÖGREGLUFRÉTTIR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 13.09.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,3211 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 117,59 118,15 181,10 181,98 150,56 151,40 20,216 20,334 19,170 19,282 16,404 16,500 1,3983 1,4065 178,06 179,12 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.