Fréttablaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 14. september 2010 13 Stelpan frá Stokkseyri segir landsdóm vera úrelta löggjöf, og hún talar enga tæpitungu: Alþingi er við það að gera regin- mistök! Trúi því ekki að fólk geri sér grein fyrir hvað það er að gera. Hef viljað trúa því að ég búi í réttarríki, en það samrýmist ekki réttarríki að draga ráðherra fyrir landsdóm.“ Hér eru ekki tilgerðarlegar vangaveltur, hjarðhugsun eða get- gátur, aðeins umbúðalausar stað- reyndir og heilbrigð skynsemi. Hversu grandvarir og réttsýnir sem þingmenn telja sig vera, þá eru þeir bara venjulegar mann- eskjur þegar til stykkisins kemur. Manneskjur sem oftar en ekki tengjast samherjum með öðrum hætti en pólitískum andstæðing- um. Manneskjur sem eru fjarri því að vera hlutlausar þegar kemur að málum sem varða menn og málefni í eigin flokki. Eðli- lega. Hrekkjusvínið í næsta húsi er ekki sett á bekk með fjöruga stráknum í eigin ranni. Það þarf til dæmis hvorki skarpskyggni né pólitíska tortryggni til að sjá og heyra ósamræmið milli yfirlýs- inga og athafna ríkisstjórnarinn- ar. Vandlætingin á vinavæðingu fyrri ríkisstjórna er hallærisleg með hliðsjón af vinnubrögðum þeirra sem nú sitja í stjórn. Með allri virðingu fyrir alþing- ismönnum, þá eru þeir óhæf- ir til þess að dæma um sekt eða sakleysi samþingsmanna sinna, og beinlínis ósæmilegt að leggja það til. Traust almennings Ekki er ágreiningur um mikil- vægi rannsóknarskýrslunnar góðu. Hryggjarstykkið í skýrslu þingmannanefndarinnar kann að vera fengur fyrir komandi tíma, og æskilegt að áherslan beinist að því sem snýr að stjórnsýslunni fremur en einstaklingum. Þingmenn sækjast eftir virð- ingu og trausti almennings, en umræðurnar á Alþingi, sem allir geta fylgst með í sjónvarpinu heima hjá sér, vekja ekki alltaf slíkar kenndir. Viðhafnarrammi um starfsemi þingsins, sérstak- ar hefðir og orðfæri koma fyrir lítið þegar þessir fulltrúar fólks- ins sem hefur verið trúað fyrir velferð þjóðarinnar, standa í ræðustól, reigja sig til hægri og vinstri, eins og þeir séu í kapp- ræðum í menntaskóla, að ekki sé talað um þegar þeir þjóna lund sinni í botn með eitruðum send- ingum til samþingsmanna sem þeim er ekki að skapi. Þegar maður er unglingur og missir stjórn á skapi sínu af ein- hverjum ástæðum, finnst manni það gild ástæða, að maður var svo reiður. Sjálf komst ég ekki upp með þess háttar fyrirslátt heima hjá mér. Maður ætti að stjórna skapsmunum sínum, ekki stjórnast af þeim. Það væri útlátalaust að sýna stillingu og sjálfsstjórn þegar allt væri eins og maður vildi hafa það, en þegar það brygðist, ætti að nota skapstyrkinn til að halda ró sinni, því annars færi dóm- greindin í frí. Það gekk náttúr- lega upp og ofan eins og við var að búast á unglingsárunum, en skilaði sér síðar. Einhverra hluta vegna virðast býsna margir þingmenn líta svo á að ræðustóll Alþingis sé fyrir einhvers konar vandlætingar- útrás.Stundum minna þeir helst á karlinn á kassanum á Lækj- artorgi forðum. Kannski þykir einhverjum það bara líflegt og spennandi að sjá fulltrúa þjóð- arinnar vinda sér til hægri og vinstri í ræðustólnum og þruma yfir samþingsmönnum sínum með yfirlætislegu fasi, en ég er ekki frá því að fleiri kunni því betur að þeir sem stjórna landinu séu í bærilegu jafnvægi, bæði í ræðustól og annars staðar. Næstu skref Sumarið hefur verið gjöfult og gott, en hvernig skyldi veturinn verða? Hvað gerist í stjórnmálum landsins á næstu misserum? Mik- ill tími hefur farið í að búa til og skipa hinar og þessar nefndir, breyta skipan ráðuneyta, skipta út ráðherrum. Leggja niður eitt og búa til annað. Spara með því að svipta fámennar byggðir póstþjónustu og löggæslu, lækka laun, hækka skatta. Ríkisstjórnin er hreint ekki aðgerðalaus en spurningin er hvort forgangsröðin er í sam- ræmi við ástandið í landinu. Hafa heimilin og efling atvinnulífsins forgang? Skilja sitjandi ráðherr- ar yfirleitt lögmál atvinnulífs- ins? Hvað sem því líður þá dylst engum að leiðtogar stjórnarflokk- anna eru stoltir af eigin frammi- stöðu og stjórn landsins. Spurn- ingin er hvort almenningur er á sömu skoðun. Alþingi og almenningur Jónína Michaelsdóttir blaðamaður Í DAG Ríkisstjórnin er hreint ekki aðgerðalaus en spurningin er hvort forgangsröðin er í samræmi við ástandið í landinu. Sigmundur Einarsson jarðfræð-ingur skrifar grein í Fréttablað- ið 10. september 2010 undir fyrir- sögninni „Komið að skuldadögum í Helguvík“. Í greininni segir m.a.: „Af einhverjum ástæðum sá Skipu- lagsstofnun ekki ástæðu til að taka afstöðu til ofangreindrar umsagn- ar Orkustofnunar í áliti sínu um mat á umhverfisáhrifum Reykja- nesvirkjunar.“ Sigmundur taldi að umsögn Orkustofnunar sýndi að hugmyndir HS Orku um stækkun Reykjanes- virkjunar hafi frá upphafi verið óraunsæjar. Skipulagsstofnun vill vekja athygli á því að stofnunin tók í áliti sínu um mat á umhverfisáhrifum stækkunar Reykjanesvirkjunar í júlí 2009 undir margt af því sem fram kom í umsögn Orkustofnunar við frummatsskýrslu HS Orku, auk þess sem atriði úr umsögninni voru ítarlega reifuð. Hins vegar var það staðreynd sem stofnunin benti á í álitinu að í frummatsskýrslu kæmi fram augljós skoðanamunur milli jarðhitasérfræðinga HS Orku annars vegar og Orkustofnunar hins vegar. Skoðanamunur væri um veigamikla þætti er vörðuðu þau áhrif sem vinnsla hefði haft á jarðhitakerfið frá því að Reykja- nesvirkjun var gangsett árið 2006 og frekari áhrif fyrirhugaðrar stækkunar virkjunarinnar. Að áliti Skipulagsstofunar var stofn- uninni gert erfitt um vik að leggja mat á hver yrðu raunveruleg áhrif stækkunarinnar á jarðhitaauð- lindina í ljósi þessa ágreinings og þeirrar miklu óvissu sem óhjá- kvæmilega væri til staðar um áhrif stækkunar Reykjanesvirkjunar á jarðhitakerfið. Stofnunin taldi því eðlilegt að frekari umfjöllun um áhrif stækkunarinnar á auðlindina þyrfti að fara fram við leyfisum- sóknir HS Orku til Orkustofnunar og svo virðist sem að sú umfjöllun eigi sér nú stað í leyfisferli fyrir- tækisins hjá Orkustofnun. Skipu- lagsstofnun vill jafnframt benda á að í álitinu fjallaði stofnunin um áhrif af þeirri vinnslustefnu sem viðgengist hefur frá því að Reykja- nesvirkjun var gangsett, slík vinnsla væri ágeng en ekki sjálf- bær og kynni að hafa í för með sér að draga yrði úr vinnslu eftir til- tekið tímabil. Þetta gæti haft í för með sér að mati Skipulagsstofnun- ar að þess yrði sífellt freistað að stækka vinnslusvæði til að auka við vinnsluna eða mæta dvínandi afköstum borhola svo raforku- framleiðsla gæti haldist óbreytt. Einnig taldi stofnunin að ágeng vinnsla væri til þess fallin að auka ásókn orkufyrirtækja inn á ný og oft ósnortin háhitasvæði. Í grein sinni víkur Sigmundur einnig að því að Skipulagsstofnun og umhverfisráðuneyti hafi hafnað kröfu um sameiginlegt mat fyrir framkvæmdir tengdar byggingu álvers í Helguvík. Kröfur um sam- eiginlegt mat álvers í Helguvík við tengdar framkvæmdir hafa oftar en einu sinni komið til kasta Skipu- lagsstofnunar. Lokaniðurstaða um slíkt mat birtist í úrskurði umhverfisráðherra í lok janúar 2010 þar sem ekki var fallist á þá kröfu að svokallaðar Suðvestur- línur yrðu metnar með tengdum framkvæmdum, m.a. þeim mögu- legu virkjanakostum sem ættu að veita álveri í Helguvík orku. Þar var m.a. tekið undir þann rökstuðn- ing sem áður hafði komið í ákvörð- unum Skipulagsstofnunar 25. mars og 30. október 2009 sem byggði m.a. á ákvæðum laga um mat á umhverfisáhrifum, en skv. þeim taldi stofnunin að ekki væri hægt að líta svo á að framkvæmd gæti talist „fyrir huguð“ í skilningi 2. mgr. 5. gr. laga um mat á umhverf- isáhrifum, fyrr en framkvæmd- araðili gæti lagt fram tillögu að matsáætlun. Því gæti orkuvinnsla á hugmyndastigi, sem þó væri til- greind sem möguleg uppspretta orku fyrir álver í Helguvík ekki orðið hluti af sameiginlegu mati umhverfisáhrifa. Skipulagsstofnun bendir á að búið var að taka ákvarðanir um uppbyggingu orkufreks iðnaðar víða á Reykjanesi áður en fyllilega var ljóst hvaðan hann myndi fá orku og áform um ýmsa virkjana- kosti komin mun skemur á veg en uppbygging iðnaðar og flutnings- kerfis fyrir raforku. Skipulags- stofnun telur að það hljóti að vera æskilegt við undirbúning ákvarð- ana um uppbyggingu orkufrekrar starfsemi að fyrir liggi upplýsing- ar og skýr heildarsýn og stefna um hvaðan slík starfsemi sæki orku, en með tilliti til þeirra skilyrða sem ákvæði laga um mat á umhverfis- áhrifum setja, telur stofnunin ljóst að þau ákvæði nýtast ekki sem stjórntæki til að fá fram slíka sýn. Þar þyrfti að koma til skýr stefna stjórnvalda á landsvísu og sveit- arfélaga varðandi nýtingu vatns- orku og jarðvarma og uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Skuldadagar í Helguvík Skipulagsmál Stefán Thors og Rut Kristinsdóttir skipulagsstjóri og sviðsstjóri umhverfissviðs Skipulagsstofnunar KENNARI NÁMSKEIÐSINS, SIGURÐUR JÓNSSON, LÆRÐI LJÓSMYNDUN Í SCHOOL OF VISUAL ARTS Í NEW YORK OG ÖÐLAÐIST MEISTARARÉTTINDI Í LJÓSMYNDUN ÁRIÐ 1989. HANN HEFUR HALDIÐ NÁMSKEIÐ Í STAFRÆNNI MYNDVINNSLU FYRIR LJÓSMYNDARAFÉLAG ÍSLANDS, LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS, MARGMIÐLUNARSKÓLANN, IÐNSKÓLANN Í REYKJAVÍK OG NÚ Í 5 ÁR HJÁ NTV. FYRIR HVERJA? Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna við grafík og stafræna myndvinnslu og vilja ná dýpri þekkingu og skilningi á nær óendan- legum möguleikum þessa flotta verkfæris. Námið er undirbúningur fyrir alþjóðlegt próf sem gefur gráðuna: Adobe Certified Expert. INNTÖKUSKILYRÐI Þeir sem ætla í þetta nám þurfa að hafa einhverja reynslu í Photoshop og undir- stöðuþekkingu á Windows umhverfinu. Einnig þarf góða enskukunnáttu þar sem flest námsgögn eru á ensku.KENNSLUTILHÖGUN Mánudaga og miðvikudaga 18-22. Byrjar 4. okt. og lýkur 3. nóv. NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI PHOTOSHOP EXPERT - ALVÖRU PHOTOSHOP NÁMSKEIÐ - PHOTOSHOP EXPERT Við hjá NTV leyfum okkur að fullyrða að þetta sé eina námskeiðið sem uppfylli kröfur þeirra sem einhverja reynslu hafa í Photoshop. Námskeiðið er yfirgripsmikið þar sem mikið er lagt upp úr þeim þætti sem snýr að eftirvinnslu s.s. litgreiningu, prófílum, upptöku aðgerða, skipulag, meðferð RAW skráa, og öllum þeim aðgerðum sem áður fyrr voru fram- kvæmdar í myrkrakompu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.