Fréttablaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 12
12 14. september 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Þ ingmannanefndin sem fjallaði um skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis gerir tugi tillagna um breytt vinnu- brögð á Alþingi, í ríkisstjórn og stjórnsýslunni. Nefndin vill sömuleiðis gera miklar breytingar á lagaumhverfi fjármálamarkaðarins, styrkja og bæta eftirlitsstofn- anirnar og láta rannsaka betur ýmsa þætti tengda hruninu. Af umræðum á Alþingi í gær virtist sem samstaða gæti náðst um að rannsaka ekki aðeins lífeyrissjóði, sparisjóði og eftirlitsstofn- anir, eins og nefndin leggur til, heldur jafnframt hvernig staðið var að einkavæðingu ríkisbankanna, en margt bendir til að þar liggi rætur bankahrunsins að einhverju leyti. Á blaðsíðu sex í Fréttablað- inu í dag er birtur útdráttur úr tillögum og ályktunum þing- mannanefndarinnar. Segja má að þetta sé listi verkefna, sem þarf að ráðast í til að koma Íslandi af stigi viðvaningshátt- arins og hjárænunnar, sem átti sinn stóra þátt í að við réðum ekki við það áfall sem hin alþjóðlega fjármálakreppa var og lent- um því í miklu alvarlegra efnahagshruni en flest önnur ríki. Listinn er býsna langur og sýnir að enn, tveimur árum eftir hrun, er gríðarlega mikið starf óunnið við að búa svo um hnútana að áfall á borð við bankahrunið geti ekki endurtekið sig. Ýmis- legt hefur verið gert til að reyna að koma efnahagslífinu aftur á lappirnar og aðstoða þá sem verst urðu úti þegar bankakerfið og krónan hrundi. En engar raunverulegar kerfisumbætur hafa átt sér stað. Veikleikar íslenzkra stjórnmála og stjórnsýslu eru að sjálf- sögðu ekki hin beina orsök bankahrunsins, en þeir komu ákaf- lega skýrt í ljós þegar kreppan reið yfir. Ef ekkert verður að gert, getur svo farið að við stöndum aftur í svipuðum sporum ef samfélagið verður fyrir öðru stóráfalli, sem getur orðið af einhverjum allt öðrum toga en fjármálakreppan. Þess vegna dugar ekki að einblína á fjármálamarkaðinn og regluverk hans; það þarf að fara rækilega ofan í saumana á því hvernig íslenzka stjórnkerfið virkar. Verkefnalistann ættu Alþingi og ríkisstjórn að setja fram með skýrum og skilmerkilegum hætti og gera almenningi grein fyrir því með reglulegu millibili hvernig gengur að hrinda verkefn- unum í framkvæmd; hvað er búið, hvað er í vinnslu og hvað er ógert. Listanum ætti sömuleiðis að fylgja býsna ýtarleg tíma- áætlun um það í hvaða röð á að framkvæma verkefnin. Það hrökk út úr forsætisráðherranum í samtölum við frétta- menn um síðustu helgi að þingmannanefndin hefði verið sett á laggirnar til að róa almenning. Nú stendur mikill styr um til- lögur meirihluta nefndarinnar um að draga nokkra fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm. Hugsanlega myndi það róa einhvern að sjá þessum einstaklingum refsað. Það ætti þó að róa miklu fleiri að sjá að verið sé að vinna markvisst og skipulega, í breiðri pólitískri sátt, að því að renna styrkari stoðum undir aga og stöð- ugleika í pólitík, stjórnsýslu og efnahagslífi á Íslandi. HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Verkefni kirkjunnar Þjóðkirkjan Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður Málefni kirkjunnar eru mikið rædd sem von er. Ljóst er að æðsti maður hennar um tíma braut gegn þeim sem hann átti að verja og sýna trúnað og komst því miður upp með það í stað þess að svara fyrir gjörðir sínar. Kirkjan hefur brugðist við með því að skýra hvernig hún bregst við málum sem þessum. Fagna ég því að lærðir og leikmenn ætli að gera allt til að viðbrögð við glæpum sem þessum verði rétt. Ég trúi því að barátta þeirra sem brotið var á muni leiða af sér betri kirkju og betra samfélag. Kirkjan byggir, eins og flestir aðrir söfnuðir eða félög, á fólkinu sem þar starf- ar, lærðum og leikmönnum. Fyrir þessa aðila eru atburðir sem þessir áfall og sorg þó með öðrum hætti en hjá fórnarlömbun- um. Því er mikilvægt að þessi stóri hópur verði ekki dæmdur af atburðum sem þess- um. Innan kirkjunnar starfar mikið af afar hæfu og góðu fólki sem tekið hefur þátt í að skapa gleðilegustu minningar margra eða verið huggun og styrkur í sorg. Þetta góða fólk, presta, starfsmenn eða almenna þegna kirkjunnar má ekki líta á sem saka- menn. Þetta er fólkið sem breyta mun starfsháttum kirkjunnar til lengri tíma. Ég er í þjóðkirkjunni en sumir í minni fjölskyldu eru það ekki, t.d. konan mín. Synir mínir ráða því sjálfir hvort þeir láta ferma sig eða ekki og hefur einn kosið að gera það ekki. Ég ber jafn hlýjan hug til þeirra sem ekki eru í þjóðkirkjunni og þeirra sem þar eru. Á Sauðárkróki, þar sem ég ólst upp og fjölskyldan hefur lengstum búið, hafa prestar og starfs- fólk kirkjunnar reynst íbúum afar vel og skipta miklu í samfélaginu og fyrir það er ég þakklátur. Of margir, þar á meðal stjórnmálamenn, virðast ætla að nýta þá varnarstöðu sem kirkjan er í til að veikja stöðu hennar enn frekar. Það er hvorki rétt né sanngjarnt að blanda saman þessum hræðilegu atburðum og stöðu kirkjunnar í stjórnarskrá eða fella dóma yfir öðrum starfsmönnum hennar. Innan kirkjunnar eru skiptar skoðanir um ýmis mál sem tek- ist er á um í ræðu og riti. Í raun er ekkert óeðlilegt við það, en ég tel rangt ef þessar hörmungar eru tengdar slíkum átökum. Tugþúsundir Íslendinga eiga sínar bestu minningar í kringum athafnir tengdar kirkjunni og leita þangað eftir huggun í sorg. Það eigum við að virða um leið og við gerum kröfu um að kirkjan verðskuldi það traust sem við sýnum henni. Tímabær ábending? Umræða um bætt vinnubrögð á Alþingi og aukið sjálfstæði þings- ins gagnvart stjórnsýslunni er nú í hámæli. Nefnd Atla Gíslasonar fjallaði ýtarlega um þetta í skýrslunni sem hún skilaði á laugardag. Margt bendir til að þetta sé þörf ábending, til dæmis eftirfarandi dæmisaga: Tveimur dögum áður en nefnd Atla skilaði af sér, lögðu þingmenn úr öllum flokkum fyrir Alþingi beiðni um að gerð yrði skýrsla um stöðu skuldara á Norðurlöndum. Þar yrði kann- að hvort annars staðar á Norður- löndunum væri til svona embætti umboðsmanns skuldara og hvað þau embætti séu þá að sýsla. Var ekki rétti tíminn að afla upp- lýsinga af þessu tagi fyrir nokkrum vikum, áður en stjórnarfrumvarp um umboðsmann skuldara var samþykkt á Alþingi? Svar komið frá Strassborg Eftir að meirihluti nefndar Atla Gíslasonar kynnti tillögur um að draga nokkra fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm hafa virtir lögspekingar sagt hæpið að málaferli fyrir landsdómi samræmist nútímahugmyndum um mannrétt- indi. Þetta sögðu líka verjendur Eriks Ninn-Hansen, dansks ráðherra, sem var dæmdur fyrir aðild að Tamílamál- inu svokallaða í dönskum landsdómi. Mannréttindadómstóllinn í Strass- borg fjallaði um málið árið 1999. Svarið frá Strassborg var að það hefði ekki brotið gegn mannrétt- indum danska ráðherrans að vera dæmdur af þeim dómi sem er sögð helsta fyrirmynd íslenska landsdómsins. peturg@frettabladid.is Mikið starf er óunnið við að bæta stjórnsýslu, stjórnmál og lagaumhverfi á Íslandi. Verkefnalistinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.