Fréttablaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 14. september 2010 11 DANMÖRK Danska lögreglan er í mestu vandræðum með að finna út rétt nafn og uppruna sprengju- mannsins, sem handtekinn var á föstudag í Kaupmannahöfn. Maðurinn særðist á salerni lítils hótels í Kaupmannahöfn þegar sprengja sprakk þar, að því er virð- ist fyrr en til var ætlast. „Við vitum ekki hver hann er,“ hafa danskir fjölmiðlar eftir Svend Foldager hjá lögreglunni í Kaup- mannahöfn. „Hann gerði allt til að dylja nafn sitt og uppruna.“ Athyglin í gær beindist ekki síst að gervifæti mannsins, sem er aug- ljóslega framleiddur í Vestur-Evr- ópu, sérsmíðaður og hefur kostað sitt. Þótt maðurinn hafi máð út að hluta framleiðslunúmer á fætinum vonast lögreglan til þess að eftir- grennslan leiði í ljós hvar hann var smíðaður og fyrir hvern. Birt- ar hafa verið í fjölmiðlum myndir af fætinum og auglýst eftir ábend- ingum. Fleiri myndir hafa verið birtar í fjölmiðlum í von um að upp um manninn komist. Þar á meðal eru myndir af dýrum verkfærum, sem fundust á hótelinu og líklega hafa verið keypt í Kaupmannahöfn. Maðurinn hefur talað ensku við lögregluna, sem segir hann tala ensku vel. Lögreglan segir hann í kringum fertugt, með evrópskt eða hugsan- lega norður-afrískt útlit og hafði hann dvalið á hótelinu í nokkurn tíma áður en sprengjan sprakk. Ekki hefur verið gefið upp hve illa hann er særður, en hann var fluttur á sjúkrahús eftir atburði föstudagsins. Í fórum hans fundust fölsuð per- sónuskilríki á þremur tungumál- um. Einnig fannst belgískt skír- teini með nafni annars manns, sem danska lögreglan hefur reynt að hafa upp á. Lögreglan telur að hann hafi verið einn að verki, en þó er ótt- ast að fleiri hafi hugsanlega verið með í ráðum og þeir gætu sprengt sprengjur í Kaupmannahöfn hve- nær sem er. Í gær voru gefnar út þrjár viðvaranir vegna sprengju- hættu á lestarstöðvum í Kaup- mannahöfn. Hættuástandi var aflýst stuttu síðar á þeim öllum. Lögreglan hefur ekki fund- ið önnur sprengiefni en þau, sem sprungu á hótelsalerninu á föstu- dag. gudsteinn@frettabladid.is Lögregla veitt fátt um sprengjumanninn Sprengjumaðurinn í Kaupmannahöfn er um fertugt og með evrópskt útlit og fullt af fölsuðum skilríkjum. Lítið annað er vitað um hann. Athygli beinist að sérsmíðuðum gervifæti, sem maðurinn hafði máð framleiðslunúmer af. LÖGREGLUVAKT VIÐ SKRIFSTOFUR JÓTLANDSPÓSTSINS Ekki hefur verið útilokað að maðurinn hafi ætlað að ráðast á skrifstofur danska dagblaðsins Jyllandsposten, sem haustið 2006 birti skopmyndir af Múhameð spámanni. NORDICPHOTOS/AFP Miklu hraðara Internet Nú býður Síminn viðskiptavinum sínum upp á enn meiri hraða en áður á Internetinu. Hraðinn í Grunnáskrift, Leið 1 og Leið 2 fer upp í allt að 12 Mb/s. Núverandi viðskiptavinir fá sjálfvirka uppfærslu á næstu mánuðum. Það erFáðu þér Internet Símans í síma 800 7000 eða á siminn.is. Kínversk fræði við HÁSKÓLA ÍSLANDS konfusius@hi.is | www.konfusius.hi.is Málstofa á vegum Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljós og viðskiptafræðideildar: Politics and Business Group Formation in China: The Party in Control? HT-104 Þriðjudaginn 14. september kl. 15-16 In spite of the significant development of the private sector in China, strategic sectors of the economy are still dominated by a number of large state-owned companies or business groups with global ambitions. As a result of institutional reform and corporate restructuring these business groups, especially within energy, have become so big, profitable, and well-connected that they are challenging the authority of the central government. Yet, increasingly business leaders are being appointed to leading government positions as ministers or provincial governors. What is the mechanism of this elite circulation? Will increasing rotation between leading positions in party, government, and business strengthen Party and government control of the corporate sector or will it strengthen big business' influence on decision-making processes and policy outcomes in the Chinese polity? The seminar addresses these questions based on in-depth studies of the Chinese nomenklatura system and argues that business groups are part of Chinese factional politics. Kjeld Erik Brødsgaard er prófessor í kínverskum fræðum og forstöðu- maður Asia Research Centre við Copenhagen Business School (CBS) í Kaupmannahöfn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.