Fréttablaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 38
26 14. september 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. Listastefna, 6. hæð, 8. námsgrein, 9. rúm ábreiða, 11. ónefndur, 12. raup, 14. aurasál, 16. kveðja, 17. ról, 18. bókstafur, 20. bókstafur, 21. lipurð. LÓÐRÉTT 1. líkamshluti, 3. frá, 4. land í Evrópu, 5. tál, 7. sök, 10. bar, 13. kvk nafn, 15. ílát, 16. er með, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. dada, 6. ás, 8. fag, 9. lak, 11. nn, 12. skrum, 14. nánös, 16. hæ, 17. ark, 18. emm, 20. ká, 21. fimi. LÓÐRÉTT: 1. háls, 3. af, 4. danmörk, 5. agn, 7. saknæmi, 10. krá, 13. una, 15. skál, 16. hef, 19. mm. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 10. 1 Aska og sandur. 2 Bifröst og Háskólinn í Reykjavík. 3 Við Skálholtskirkju. „Við réðumst í miklar endurbætur fyrir hálfu ári og þá kom sér vel að það varð eitthvert smáræði eftir sem við gátum nýtt okkur,“ segir Benedikt Guðmundsson hjá Draugasetrinu á Stokkseyri. Uppvakningur og annað dót sem notað var við tökur á kvikmyndinni Sumarlandið fyrr á þessu ári gleymdist þegar tökuliðið tók upp nokkrar senur á Setrinu. Starfsfólk Draugasetursins var ekki lengi að kveikja á perunni og ákvað að nýta sér einn uppvakninginn. „Þeir litu nefnilega alveg svakalega vel út,“ segir Benedikt. Sumarlandið verður frumsýnt í þessari viku en hún segir frá fjölskyldu sem ákveður að hella sér út í handanheimsfræði í veikri gróðravon. Hlutirnir fara þó ekki alveg eins og lagt var upp með. Þau Kjartan Guðjónsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir leika aðalhlutverkin í myndinni en leikstjóri er Grímur Hákonarson. Benedikt segir tökurnar á Draugasetrinu hafa gengið vonum framar. „Og það þýðir bara eitt: draugarnir hafa verið ánægðir með það sem þeir sáu,“ segir Benedikt og bætir því við að þeir geti nú boðið upp á extra mikinn draugagang á Setrinu. „Já, við höfum náð miklu betri tökum á þessu núna.“ - fgg Uppvakningur gleymdist FÉKK UPPVAKNING ÚR BÍÓMYND Benedikt Guð- mundsson hjá Draugasetr- inu fékk uppvakning sem hafði gleymst þar eftir tökur hjá Grími Hákonarsyni á Sumarlandinu. Draug- urinn á myndinni tengist efni fréttarinn- ar ekki beint. „Væntanlega kemur þessi mappa með Ásgríms-myndunum frá gamla Helgafells- lagernum þegar Ragnar í Smára var upp á sitt besta,“ segir Jóhann Páll Valdimars- son bókaútgefandi. Vel á þriðja tug mappa með eftirprentunum af vatnslitamynd- um eftir Ásgrím Jónsson fundust nýlega á lager Forlagsins úti á Fiskislóð. Jóhann hyggst bjóða þær til sölu gegn vægu verði, tæplega tuttugu þúsund krónur, á bóka- markaði Forlagsins en frumskógarlögmál- ið verður látið gilda; fyrstir koma, fyrstir fá. Jóhann segist ekki hafa hugmynd um hvaðan þessar eftirprentanir komi. Hann bendir hins vegar á að myndirnar séu prentaðar á mjög vandaðan pappír og allt efni í kringum þær sé á ensku. „Við höfum verið að kanna tilurð þessara mappa, af hvaða tilefni ráðist var í gerð þeirra. Við heyrðum af því að svona mappa hefði verið boðin upp hjá Gallerí Fold fyrir 25 þúsund krónur og að hún hefði verið prentuð fyrir heimssýninguna 1967 í Montreal.“ Jóhann segir að hans fólk hafi eytt lunganum úr gærdeginum í að ræða við Ásgríms-sérfræðinga landsins. Hann úti- lokar ekki að kannski hafi Ragnar í Smára ætlað að koma Ásgrími á framfæri við útlendinga, möppurnar hafi verið drög að hálfgerðri útrás útgefandans fyrir íslenska listamanninn. „Auðvitað ætti maður að geyma þetta sjálfur, þetta gerir jú ekkert annað en að hækka í verði.“ - fgg Fágætar eftirprentanir finnast á lager DULARFULLUR FENGUR Jóhann Páll með dularfullu möppurnar sem væntanlega voru pantaðar af Ragnari í Smára en í þeim eru eftirprentanir af vatnslitamyndum Ásgríms Jónssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Spyrillinn Edda Hermannsdótt- ir og stigavörðurinn Marteinn Sindri Jónsson eru ný andlit spurningakeppninnar Gettu betur sem hefur göngu sína í Sjónvarp- inu 19. febrúar. Höfundur spurn- inga verður sá sami og áður, Örn Úlfar Sævarsson. „Það eru spennandi tímar fram undan. Það fer vissulega svolít- ill tími í þetta og þetta er ekki alveg orðið raunverulegt enn þá. En mér líst rosalega vel á þenn- an hóp sem verður með mér,“ segir Edda, sem fetar í fótspor Evu Maríu Jónsdóttur sem hefur spurt nemendur spjörunum úr undanfarin tvö ár. Edda viðurkennir að hún kvíði því lítillega að koma í fyrsta sinn fram í sjónvarpi. „Það er pass- lega mikið stresss, eins og það á að vera. En ég er búin að fara á nokkrar æfingar og ætti nú að vera vel undirbúin.“ Sjónvarps- mennska ætti henni líka að vera í blóð borin því hún er dóttir hins eina og sanna Hemma Gunn. Edda er Akureyringur og var formaður nemendafélagsins í Menntaskólanum á Akureyri. Hún segist alltaf hafa fylgst vel með Gettu betur. „Ég var mjög mikið í tengslum við Gettu betur í gegnum félags- lífið. Það er ekkert svo langt síðan það var,“ segir hin 23 ára Edda og hlær. „Ég hef alltaf haft mjög gaman af þessum þætti og það er frábært að fá að taka þátt í þessu.“ Hún stundar nám í hagfræði við Háskóla Íslands og það var í gegnum námið sem henni bauðst spyrilsstaðan. „Ég tók einn áfanga í tengslum við RÚV í vor. Eftir hann hafði Sig- rún Stefánsdóttir [dagskrárstjóri Sjónvarpsins] samband við mig og bauð mér að koma í prufur,“ segir Edda, sem er einnig í stúd- entaráði Háskólans. Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára er hún gift og á von á sínu öðru barni í desember. Hún óttast ekki að barnið muni hafa áhrif á spyrilsstarfið. „Ég er viss um að þetta verður skemmtileg blanda. Ég verð bara að mjólka heima og æfa mig á spurningunum,“ segir hún hress. Marteinn Sindri Jónsson er 21 árs Reykvíkingur sem hefur starfað talsvert á Rás 1 og stjórn- aði þættinum Mánafjöll síðasta vetur. „Það er fyrst og fremst heiður að fá þetta tækifæri. Ég er bjartsýnn á að þetta verði skemmtileg og góð reynsla sem muni nýtast í önnur verkefni lífsins,“ segir Marteinn Sindri, sem les heimspeki við Háskóla Íslands. Hann fyllir skarð hins skelegga Ásgeirs Erlendssonar sem stigavörður í Gettu betur. Marteinn á sér óvenjulega for- tíð því hann starfaði sem fyrir- sæta erlendis eftir stúdents- próf frá MH og sýndi fyrir hina frægu hönnuði Marc Jacobs og Hugo Boss. „Ég fór út í smá tíma en svo ákvað ég að það byð- ust stærri verkefni hérna heima. Minn metnaður lá annars stað- ar,“ segir Marteinn, sem er sagð- ur hafa verið í miklu uppáhaldi hjá Jacobs. „Þetta var gífurleg reynsla sem víkkaði út sjóndeild- arhringinn,“ segir hann um fyrir- sætuferilinn. Dagskrárstjórinn Sigrún Stef- ánsdóttir er hæstánægð með nýju starfsmennina. „Ég hef mikla trú á þeim. Það er gaman að fá ný andlit á skjáinn og leyfa þeim að spreyta sig.“ freyr@frettabladid.is EDDA HERMANNSDÓTTIR: SPENNANDI TÍMAR FRAM UNDAN Tvö ný andlit í Gettu betur NÝIR LIÐSMENN Dómarinn Örn Úlfar Sævarsson (lengst til vinstri) ásamt nýju liðs- mönnunum Eddu Hermannsdóttur og Marteini Sindra Jónssyni. „Vorrúllurnar á veitingastaðn- um Thai Reykjavík á Lækj- ar götu eru sérstaklega góðar. Yfirleitt fæ ég mér þó einhverja blöndu af nokkrum réttum hjá þeim.“ Jón Pálmar Sigurðsson, vert á Bakkusi. Fyrirtaka í meiðyrðamáli Pálma Haraldssonar gegn Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur, Svavari Halldórssyni og Páli Magnússyni, starfsmönnum RÚV, verður í Héraðsdómi Reykja- ness á föstudaginn. Forvitnilegt verður að sjá hversu langt þetta meiðyrðamál nær en síðast þegar útrásar- víkingar fóru í mál við fjölmiðil endaði það með uppsögn frétta- stjóra Stöðvar 2, Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Bíó Paradís: Heimili kvikmyndanna verður opnað á morgun. Og það verður kvikmyndin Backyard sem mun vígja kvikmyndahúsið en það er heimildarmynd Árna Sveinssonar um ákveðna tónlistarsenu hér á landi. Aðstandendur hússins réðust í mjög metnaðarfulla myndbands- herferð en þar má sjá bregða fyrir þekktu fólki úr íslensku þjóðlífi dásama gamlar perlur kvikmynd- anna, eins og E.T, Shining og annað í þeim dúr. Meðal þeirra sem sjá má bregða fyrir eru Harpa Arnardóttir, Víkingur Kristjánsson, Ari Eldjárn og Ragnar Bragason. Þess má geta að Egill Helgason fagn- aði komu kvikmynda- hússins á bloggsíðu sinni; hann sagðist vera með dellu fyrir ítalska nýraunsæinu þessa dagana. Búist er við því að nýtt vikublað, Fréttatíminn, líti dagsins ljós um mánaðamótin. Í forsvari þar eru Jón Kaldal, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, áðurnefndur Óskar Hrafn, Jónas Haraldsson, fyrrver- andi aðstoðarritstjóri DV, og synir hans Teitur og Haraldur. Ritstjórn blaðsins mun óðum vera að taka á sig mynd og hefur Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, sem hætti í fússi á Morgunblaðinu fyrr á árinu, ráðið sig þar til starfa. - fgg, hdm FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.