Fréttablaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 18
 14. september 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 Draumabörn er fjöl- sótt netsíða fyrir ein- staklinga og pör sem eiga börn, eiga von á barni eða eru að reyna að eignast börn. Á síðunni eru greinar og reynslusögur ásamt líflegum spjallvef um allt sem við kemur börnum. Heimild: www. draumaborn.is Fjórar skólahljóm- sveitir eru starfræktar í Reykja- vík en það eru Skóla- hljómsveit Árbæjar og Breiðholts, Skóla- hljómsveit Grafar- vogs, Skólahljómsveit Austurbæjar og Skóla- hljómsveit Vesturbæj- ar og Miðbæjar. Heimild: Skóla- hljómsveitir.is Í grunnskólanum Sólstöfum í Hraunbergi ríkir mikil eftirvænt- ing þar sem lífsleiknivika skólans er fram undan. „Á haustin erum við alltaf með útikennslu í heila viku þar sem við förum upp í Kjós á morgnana. Þá kemur rúta og nær í allan skólann og við keyrum á land sem við höfum aðgang að. Þá eldum við allan mat og störf- um úti. Hver bekkjardeild bygg- ir sér eigið hús en annars vinnum við öll saman og síðan er í gangi sérstakur drekaleikur, sem þykir skemmtilegur,“ segir Helga Ósk- arsdóttir, kennari í grunnskólan- um Sólstöfum. Hún bætir við að mikil tilhlökkun ríki hjá krökk- unum eftir lífsleiknivikunni sem hefst eftir hálfan mánuð. „Sólstafir eru í raun þrír skólar. Við rekum tvo leikskóla í miðbæn- um. Síðan er grunnskólinn okkar hér í Hraunbergi en við tölum oft um að við séum efst í Elliðaárdaln- um. Hér erum við búin að vera í tólf ár. Þetta er sjálfstætt rekinn skóli og börnin frá 1. og upp í 10. bekk. Þetta eru börn sem hafa verið í leikskólunum okkar og að hluta hverfisbörn. En stærstur hlutinn kemur alls staðar að af Stór-Reykjavíkursvæðinu.“ Í vetur eru 45 nemendur í skól- anum en tveir árgangar eru í hverri bekkjardeild. „Það er auð- vitað vegna smæðar skólans en svo er það líka mjög jákvætt þar sem þroskastig í bekknum verð- ur breiðara og hvert og eitt barn getur fundið sig, hvort það vill fara hraðar eða hægar.“ Helga segir skólann fylga hinni almennu grunnskólanámskrá. „Vissulega eru kennsluaðferðirn- ar aðeins öðruvísi. Ekki er þessi höfuðáhersla á bókalærdóm ein- göngu heldur sinnum við hand- verki og reynum að flytja náms- efnið á listrænan máta. Í yngri bekkjardeildunum erum við til dæmis með lítið af hefðbundnum námsbókum en hvert barn fær aðalkennslubók með auðum síðum og vinnur inn í hana. Þetta gera þau alveg upp í 10. bekk en vissu- lega fara að tínast inn námsbækur eftir því sem þau eldast.“ Allir nemendur skólans vinna í handverki í sex kennslustundir á viku. „Sjötti og sjöundi bekkur er til dæmis að fara í koparsmíði í fjórar vikur. Börnin vinna mikið á listrænan máta og helst í lifandi efni. Þau fá að fara í jurtalitun og tóvinnu, spinna og kemba. Torf- hleðsla hefur líka verið þema síð- ustu tvö ár. Við höldum í íslenskar hefðir og vinnum úr því sem við eigum í okkar nærumhverfi.“ Helga segir yngri bekkjardeild- irnar oft vera litlar en stækki eftir því sem krakkarnir verði eldri. „Þá eru börn að koma til okkar sem hafa ekki fundið sig í almenna skólakerfinu. Vissulega vildum við fá fleiri yngri börn en það er eins og hefðin fyrir sjálfstætt reknum skóla sé ný fyrir Íslendingum. Við erum dálítið föst í því að börnin eigi að ganga í hverfisskólann en svo hentar kerfið okkar sumum bara mikið betur.“ Nánari upplýsinga má leita á waldorf.is. emilia@frettabladid.is Öðruvísi kennsluaðferðir Nemendur í grunnskólanum Sólstöfum búa sig nú undir árlega útikennsluviku sem fer alltaf fram á haustin uppi í Kjós. Meðal þess sem þykir einna mest spennandi er drekaleikurinn sem allir fara þá í. Nemendur skólans eru nú að búa sig undir árlega útikennsluviku sem fer fram uppi í Kjós. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Helga segir að nemendurnir fái mikið að vinna með lifandi efni eins og nýjan við. GOTT Í Kynntu þér úrvalið á www.okkarbakari.is og á facebook.com/okkarbakarí BARNAAFMÆLIÐ Okkar bakarí | Iðnbúð 2 | 210 Garðabær | Sími: 565 8070 Mikið úrval af skemmtilegum kökum í afmælið Batman, Barbie, Dóra, Hulk, Star Trek, Madagascar o.fl. „Bjóðum ein nig upp á e ggjalausar t ertur“ AFS á Íslandi • Sími 552 5450 • www. afs.is • fjolskylda@afs.is OPIÐ HÚS AFS-skiptinemasamtökin á Íslandi verða með opið hús í dag, þriðjudag, kl. 17-19, í húsakynnum samtakanna, Ingólfsstræti 3, Reykjavík. Allir, sem vilja forvitnast um skiptinemadvöl, sjálfboðaliðadvöl eða starfsemi okkar almennt, eru hvattir til að líta við og kynna sér það sem við höfum upp á að bjóða.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.