Fréttablaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 30
18 14. september 2010 ÞRIÐJUDAGUR BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Allt í lagi frú mín góð, þá er þetta frágengið. Við lánum þér þessa upphæð sem þú þarft til að gera upp allar skuldir þínar. Úff, úff! Þessi var rosalega slæmur! HeHeyy! Gull!kynnir: Hlutir sem þú gerir þegar þú ert ALEINN! - eða kannski hlutir sem eru ástæða þess að þú ert ALEINN! Pabbi, ertu ekki fúll yfir því að þú skulir segja svona hallæris- lega hluti? Hallær- islegt hvað? Varstu ekki að segja eitthvað? Nei. Nú. Ertu ekki fúll yfir því að ég geti eignað þér hallærisleg ummæli, án þess þó að þú hafir nokkurn tímann látið þau falla? Venjulegur tími Fótboltatími Barnatími Ég sagði að ég kæmi heim fyrir fimm og hún er akkúrat á slaginu! Það eru 30 sekúndur eftir af leikn- um svo hann verður búinn eftir svona hálftíma. Við þurfum bara að hlaða öllu í bílinn og klæða barnið – við ættum að komast af stað á miðvikudag. Ríkis- bankinn Lána- lausnir Yfirmaður Grallaralegt ævintýri fyrir stelpur og stráka Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is GRÍMAN 2010 Barnasýning ársins JVJ, DV „Ein besta barna-sýning síðasta árs... skemmtileg tónlist, fallegt mál, smekkleg umgjörð og góður leikur.“ SG, Mbl. „Gaman!!!! Listamennirnir slá hvergi af kröfum sínum.“ EB, Fbl. í samstarfi við GRAL Forsala aðgöngumiða hafin Sýningadagar Lau. 18/9 kl. 14 ö rfá sæti Sun. 19/9 kl. 14 ö rfá sæti Lau. 25/9 kl. 14 ö rfá sæti Sun. 26/9 kl. 14 ö rfá sæti Lau. 2/10 kl. 14 Sun. 3/10 kl. 14 vhs spólu í kolaportinu Stöð 2, Stöð 2 Bíó og Stöð 2 Extra kosta aðeins 229 krónur á dag í Stöð 2 Vild. Tryggðu þér áskrift í dag! FYRIR 229 KRÓNUR FÆRÐ ÞÚ: frábæra skemmtun í heilan sólarhring fyrir alla fjölskylduna eða 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 Til langs tíma var mestur fréttaflutn-ingur frá Íslandi á þá leið að him- inn og haf myndu farast ef ríkisstjórnin brygðist ekki við aðsteðjandi vanda með stórtækum aðgerðum. ÞETTA voru vandamál eins og Icesave- deilan, gengislánin, gjaldeyrishöftin, atvinnuástandið, þá sérstaklega á Suður- nesjum, og uppræting spillingarinnar svo eitthvað sé nú nefnt. Alltaf urðu þó aðgerðirnar mun minni en vandinn gaf tilefni til. Hinu verður þó að halda til haga, svo ríkisstjórnin njóti nú sann- mælis, að himinn og haf mætast enn við sjóndeildarhringinn og virðist ekkert lát ætla að verða á því í bráð. EINA KVÖLDSTUND var ég samt að spá í það hvernig stæði á því að ríkis- stjórnin hegðaði sér svona í slíku ástandi. Ég horfði til himins og spurði alheiminn, að hætti Paulo Coelho, hvers vegna hún brygðist ekki almenni- lega við og alheimurinn lét ekki á svarinu standa. MORGUNINN eftir vaknaði ég með flensu, var einnig illa flökurt og töluvert þyrstur. Þá vaknaði sú spurning hvort ég ætti að fara fram og gera eitthvað í mínum málum. Ég svar- aði því neitandi. Í fyrsta lagi vegna þess að ég hefði getað misst spýjuna á óheppi- legum stað en þegar það gerist horf- ir konan á mig líkt og ég sé við dauðans dyr. „Ertu svona lasinn, greyið mitt,“ segir hún þá með vorkunnarsvip svo ástand mitt versnar og skömmin eykst. Í annan stað eru allar veikindasögur mun svæsnari og dramatískari ef upp- köst fylgja með og ég vildi ekki vekja slíka úlfúð. Í þriðja lagi erum við nýflutt í blokk í borginni Priego de Córdoba á Suður-Spáni þar sem hvísl heyrist íbúða á milli. Priegobúar eru ekki vel að sér í Egilssögu Skallagrímssonar svo að uppköst vekja með þeim óhug frekar en aðdáun. Heyrðu þeir spýjulætin gætu þeir dregið þá ályktun að ég væri dópisti og slíkt orðspor er vonlaust veganesti í ný nágrannakynni. Í STAÐ þess að bregðast við eins og Megas forðum og segja „afsakið meðan ég æli“ ákvað ég því að liggja í fletinu og varna því að mér versnaði og dramatíkin tæki yfirhöndina. Það voru mistök enda er ég með hræðilega bakþanka. ÉG ÖÐLAÐIST þó þennan morgun djúp- an skilning á aðgerðaleysi ríkisstjórnar- innar. Að missa ekki spýjuna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.