Fréttablaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 20
 14. SEPTEMBER 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● útivist og veiði ● FUGLAHUNDUM FJÖLGAR Hundum sem notaðir eru við fugla- veiðar hefur fjölgað hér á landi á undanförnum árum. Þeir skiptast flest- ir í benda og sækja. Bendar hafa þann eigin- leika að benda á fugl, t.d. rjúpu, en sækjum er eðlislægt að sækja og veiða bráð. Einnig eru til hundakyn sem hafa báða þessa eiginleika. Talsverð vinna er að halda veiðihund. Hann þarf mikla hreyfingu dags daglega og er nauð- synlegt að fara langa túra, í allt að þrjár klukku- stundir einu sinni til tvisvar í viku. Fyrir lang- ar og strangar veiðiferðir þarf hann sérstaka hlaupaþjálfun því hann fer yfirleitt mun lengri leiðir en veiðimaðurinn sjálfur. Heimild/Skotvís 1.tbl.2010 og www.fugla- hundadeild.is - gun Fuglahundar spara veiði- mönnum sporin og hjálpa þeim verulega en þurfa líka mikla umhirðu. Skortur á fræðslu og reynslu- leysi eru helstu orsakir fyrir slæmri umgengni veiðimanna á fjöllum að mati formanns Skotveiðifélags Reykjavíkur. Hann segir þó slæma um- gengni frekar heyra til undan- tekninga heldur en hitt. Umgengni veiðimanna um veiði- svæði verður oftar en ekki tilefni neikvæðrar umfjöllunar í fjölmiðl- um. Að mati Friðriks Garðarsonar, formanns Skotveiðifélags Reykja- víkur og nágrennis, er slæm um- gengni veiðimanna þó óalgeng hér- lendis. „Það er þá helst að þetta séu byrjendur, en komi slík dæmi upp er algengt að þau rati í fjölmiðla sem hættir til að blása þau upp,“ segir hann og vísar til nýlegs at- viks við Hálslón þar sem veiðimenn voru gagnrýndir fyrir að skilja eftir illa útleikin hræ. „Þetta þótti sýna fram á vanvirðingu og sóun á mat meðan hvergi var minnst á að fjöldi annarra hefði farið um svæð- ið og gengið vel um það.“ Undir þetta tekur Gunnar Páll Jónsson matvælafræðingur sem hefur gert rannsókn sem meðal annars lýtur að meðferð villibráð- ar. „Rannsóknin heitir Íslensk villi- bráð, nýting, öryggi og gæði og snýst almennt um nýtingu á villi- bráð og matvælaöryggi í tengslum við hana. Þar komst ég að þeirri niðurstöðu að kunnáttuleysi gætir hjá veiðimönnum, helst nýgræð- ingum, í meðferð villibráðar, sem veldur því að þeir nýta hana stund- um illa. Vankunnátta getur valdið því að menn fara af stað illa undirbúnir og ef menn vilja gera að fugli á veiðislóð þarf að huga að kælingu. Innmat skilja menn jafnvel eftir þar sem kunnáttu skortir um með- ferð og matreiðslu,“ segir Gunn- ar og skrifar kunnáttuleysið helst á skort á fræðslu, sem hann segði hæglega hægt að bæta úr með út- gáfu á sérstöku fræðsluefni. „Ég veit að Skotvís og fleiri hafa unnið að gerð fræðslumyndbands en Veiðikortasjóður hefur því miður verið tregur til að leggja starfinu lið en er í sama orði að setja út á kunnáttuleysi veiðimanna þegar fréttir af vankunnáttu eða slóða- skap birtast.“ Hann segir ágætt að hafa siða- reglur Skotveiðifélags Íslands ávallt til viðmiðunar ásamt því að fara eftir eftirfarandi reglum við verkun bráðar. „Mikilvægt er að gera að henni sem fyrst, sérstak- lega öndum og gæsum en aðrar reglur gilda um rjúpur. Hefð er að hengja gæsir upp á hausnum en menn ættu að nýta sér kæli- geymslu hafi þeir aðgang að henni þar sem hitinn er okkar helsti óvinur.“ Hann segir misjafnt hversu lengi gæsir og buslendur séu látn- ar hanga, góð regla sé að láta bráð- ina hanga þar til geymsluhitastig- ið margfaldað með dagafjölda nær tölunni 40. „Svo er gert að fuglin- um, hann reyttur eða hamflettur; innyflin, hjarta, lifur og fóarn eru hirt, sömuleiðis háls og læri sem eru skorin af við búk og eru prýð- ismatur og bringukjötið skorið frá beini,“ lýsir Gunnar og vísar á rannsókn sína á Netinu sem hefur að geyma leiðbeiningar um með- höndlun villibráðar. - rve Umgengni almennt góð „Góð nýting; bringa, læri, vængbein, fóarn, hjarta og lifur, tilbúið til að njóta,“ segir Gunnar Páll og breiðir úr kræsingunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ● BLESGÆSIN ER FRIÐUÐ Blesgæsastofninn á undir högg að sækja og hafa gæsirnar verið friðaðar hérlendis frá 2006. Þær hafa við- komu hér á haustin á leið sinni frá Grænlandi á hin skosku heiðalönd sem eru vinsæll vetrardvalarstað- ur blesgæsarinnar. „Blesgæsum hefur farið fækkandi af einhverjum ástæð- um,“ segir Sigmar B. Hauksson, for- maður félagsins Skotvís, og kveðst á þeirri skoðun að heiðagæs frá Kanada sé farin að þrengja að varpstöðvum hennar á Grænlandi. Blesgæsin er ívið dekkri en heiðagæsin. Sigmar segir veiðimenn geta þekkt hana úr þar sem hún sitji á túnum, á hvítri rönd meðfram nefinu. Erfitt sé þó að greina á milli tegundanna á flugi. - gun Blesgæs er með hvíta rönd meðfram nefinu og þekkist þannig frá heiðagæs- inni. „Konur hafa verið að sækja í sig veðrið jafnt og þétt sem veiðimenn síðustu fimm árin og í fyrra var hlut- fall kvenna á skotvopna- og veiðikortanámskeiðum um níu prósent,“ segir Einar Guðmannsson, sér- fræðingur hjá Umhverfisstofnun, sem heldur utan um námskeið sem sitja þarf til að fá skotvopna- og/ eða veiðileyfi. Metaðsókn var í byssu- og veiðileyfi í fyrra þegar um 1.200 skráðu sig á námskeiðin hjá Umhverfisstofn- un en árið þar á undan höfðu þátttakendur verið um 800. Konur, sem þátt tóku í fyrra, voru því yfir eitt hundrað en þátttakan í ár stefnir í að verða svipuð og árið 2008, þegar rúmlega átta hundruð manns sóttu námskeiðin. Hlutfall kvenna á námskeiðunum virðist þó ætla að halda sér. „Konur náðu því að verða fimm prósent þeirra sem sitja námskeiðin árið 2004 og aukningin, fjögur prósent á fimm árum, er því góð.“ Kvenkyns veiðimenn voru lengst af innan við tvö prósent á Íslandi, eða 1,7 prósent, að sögn Einars en með aukinni þátttöku á námskeiðunum síðustu árin eru þær nú um þrjú prósent íslenskra veiðimanna. „Eftir að þessi aukning varð í fyrra urðu miklar pæl- ingar um af hverju hún stafaði. Það er erfitt að benda á einhverja eina skýringu, ástæðurnar eru margar og samhangandi. Líklega spilar þar þó inn í að við erum komin með mjög aðgengilegt skráningarkerfi á vef- síðu okkar, veidikort.is þar sem allar upplýsingar eru aðgengilegar.“ - jma Fleiri kvenkyns veiðimenn Það þykir ekki lengur tíðindum sæta að konur stundi veiðimennsku og í fyrra var hlutfall kvenna á skotvopna- og veiðikortanámskeiðum um níu prósent. ● FYRSTA KVENNAMÓTIÐ Í SKOTFIMI Kvennamótið Ladies International Grand Prix verður haldið hér á landi dagana 17. til 18. október næstkomandi, en það er fyrsta alþjóðlega kvennamótið í skot- fimi sem haldið hefur verið á Íslandi. „Um er að ræða vináttumót og er það haldið í 21. skipti,“ segir skotíþróttakonan Anný Björk Guðmundsdóttir. Alls munu tuttugu keppendur frá sjö löndum taka þátt en þar af eru 6 íslenskir og 14 erlendir. Meðal keppenda eru færustu konur heims í ólympískri leirdúfuskotfimi (skeet). Mótið fer fram á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur. Keppt verður til úrslita í A og B flokkum síðari keppnisdaginn. Anný Björk, sem hefur keppt í mótinu ytra ásamt Inger Ericson, segist verða vör við aukningu í skotveiðiiðkun kvenna á Íslandi. „Það sést ef til vill best á því að þrjár konur tóku þátt í Íslandsmótinu í ár en þær hafa lengi vel látið sig vanta og yfirleitt ekki verið nema ein til tvær.“ - ve TIL BO Ð! VETRARDEKK ÓD ÝR T fólksbíll kr 5.490,- jepplingur kr 6.490,- Tilboð á umfelgun Verðtilboð fyrir eldri borgara Fólksbíll kr 4.990,- Jepplingur kr 5.990,- Gerið verðsamanburð Sama verð fyrir ál- og stálfelgur Borgartúni 36, (bakvið Cabin hótel) • Sími 588 9747 • www.vdo.is Opið mán.–fös. 8–18. Lau. 10–14.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.