Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.09.2010, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 25.09.2010, Qupperneq 8
8 25. september 2010 LAUGARDAGUR SVEITARSTJÓRNIR Fulltrúar minni- hluta S-lista Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Blönduóss segja meiri- hluta L-listans leggja „blessun sína yfir stórfellda eyðslu umfram fjár- heimildir“ með endurskoðun fjár- hagsáætlunar fyrir árið 2010. „Fulltrúar S-lista mótmæla þessari óráðsíu með skattfé íbúa sveitarfélagsins harðlega“, segir í bókun S-listans. „Framúrkeyrsla á einum framkvæmdalið um 130 milljónir króna (87 prósent) á átta mánuðum er algerlega ólíðandi og ætti að kalla á sérstaka rannsókn á þeim embættisfærslum sem að baki liggja,“ segja S-listafulltrúarnir. Er þar vísað til þess að á þessu ári hafi átt að verja 150 milljónum króna til að ljúka byggingu sundlaugar. Talan hafi endað í 280 milljónum. „Þessi óráðsía, óvönduðu vinnu- brögð og jafnvel í einhverjum til- vikum lögbrot í ráðstöfun fjármuna sveitarfélagsins lýsa virðingarleysi meirihlutans fyrir íbúum þess,“ segir S-listinn. Ágúst Þór Bragason, fulltrúi L- listans, segir að við gerð fjárhags- áætlunar í fyrrahaust hafi menn ekki haft yfirsýn yfir kostnaðinn, meðal annars þar sem verið var að byggja við eldra hús og hönnunar- vinnu ólokið. Talan 150 milljónir hafi þó verið sett í áætlunina. „Síðan fjallaði bæjarstjórn um þetta á fundum á fyrri hluta árs- ins og tók ákvarðanir um búnað og annað sem var keypt.“ Ágúst minn- ir á að núverandi meirihluti hafi ekki tekið við fyrr en daginn áður en sundlaugin var opnuð um miðjan júní. Fyrri bæjarstjórn hafi staðið einhuga að framkvæmdunum. „Svo á að hengja nýkjörna fulltrúa. Mér finnst það ódýr málflutningur.“ Að sögn Ágústs gerði kostnaðar- áætlun á árinu 2008 ráð fyrir því að sundlaugin myndi í heild kosta 340 milljónir króna. Framreiknuð til dagsins í dag sé sú upphæð um 420 milljónir. Nú líti út fyrir að heildar- kostnaður verði 490 til 500 milljónir. „Frávikið er 15 til 20 prósent frá því fyrir hrun. Það kalla ég ekki stórt frávik á svona stórri framkvæmd,“ segir Ágúst. - gar Fulltrúar minnihlutans gagnrýna háan kostnað við nýja sundlaug á Blönduósi: Sundlaugin sögð vera óráðsía SUNDLAUGIN Á BLÖNDUÓSI Heildarkostnaður við nýja sundlaug á Blönduósi verður um hálfur milljarður króna. MYND/GUÐMUNDUR HARALDSSON Komdu í heimsókn og gerðu góð kaup. Skoðaðu tilboðin á heimasíðu okkar, í september Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A 101 Skuggahverfi | Hátúni 2b | 105 Reykjavík Sími 594 4200 | Fax 594 4201 | www.101skuggi.is 16 SKÚLAGATA 14 LINDARGATA 2. áfangi 3. áfangi FR A K K A S TÍ G U R V A TN S S TÍ G U R 37 39 18 20 22 101 Skuggahverfi er þyrping íbúðabygginga í miðborg Reykjavíkur á einum fegursta útsýnisstað borgarinnar þar sem íbúarnir njóta nálægðar við iðandi mannlíf og þjónustu sem miðborgin hefur upp á að bjóða. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins að Hátúni 2B í síma 594-4210/660-4210, netfang: thorsteinn@101skuggi.is Í hjarta Reykjavíkur 101 SKUGGAHVERFI HEFUR EFTIRFARANDI FASTEIGNIR TIL SÖLU, Í HEILD EÐA AÐ HLUTA: VATNSSTÍG 16-18, 40 íbúðir, 5.665 birtir m² VATNSSTÍG 14, 8 íbúðir, 1.007 birtir m² LINDARGÖTU 37, 31 íbúð, 3.755 birtir m² Fasteignirnar afhendast á ólíkum byggingarstigum. Auk þess er til sölu byggingarréttur fyrir: LINDARGÖTU 39, 3.789 birtir m² VATNSSTÍG 20-22, 5.822 birtir m² ÍS L E N S K A /S IA .I S /L A E 5 13 29 0 9/ 10 Au gl ýs in ga sím i STJÓRNMÁL Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, varar við því að matsákvæði séu notuð í málum ráðherranna fyrrverandi sem meirihluti þing- mannanefndar leggur til að verði ákærðir fyrir landsdómi. Þingið sé komið í algerar ógöngur verði farið að tillögunum. Í grein í Morgunblaðinu í gær bendir Bjarni á að ef sækja eigi málin á grundvelli mats, megi að sama skapi sækja ráðherra í sitj- andi ríkisstjórn til saka fyrir við- bragðaleysi þegar hæstaréttar- dómurinn í gengislánamálinu féll í sumar. Þá hafi nefnd um fjármála- legan stöðugleika komið saman og metið það svo að vissar líkur væru á að bankakerfið myndi hrynja að nýju, sagði Bjarni í greininni. Engu að síður hafi ríkisstjórnin ekki látið vinna greiningu á þeirri fjárhagslegu áhættu sem ríkið stóð frammi fyrir. Í tillögu þingmannanefndarinn- ar er ráðherrunum fjórum gefið að sök að hafa ekki látið vinna slíka greiningu í aðdraganda hruns bankanna. Segir Bjarni málin sambærileg í öllum mikilvægum atriðum. Í samtali við Fréttablaðið kvaðst Bjarni vera að benda á fáránleika málsins. „Ef byggt er á mats- kenndum atriðum er auðvelt að heimfæra þau upp á verk þessar- ar ríkisstjórnar. Ég er talsmaður þess að menn fari ekki inn á þessa braut. Hins vegar kunna að koma upp mál þar sem þingið verður að grípa inn í. Það eru mál þar sem ráðherra mátti vera ljóst að hann væri að fremja brot. Það á ekki við í þessum málum.“ - bþs Formaður Sjálfstæðisflokksins segir matsákvæði landsdómslaga varhugaverð: Bjarni Ben bendir á fáránleika málsins BJARNI BENEDIKTSSON Formaður Sjálfstæðisflokksins. 1. Hvar á landinu er undir- búin myndataka fyrir National Geographic? 2. Hvað eykst framleiðslugeta álversins í Straumsvík mikið eftir straumhækkun? 3. Hvaða dag ársins hafa flest- ir látist síðastliðin 14 ár? SVÖR 1. Í Þríhnúkagíg. 2. Um fimmtung. 3. 3. janúar. VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.