Fréttablaðið - 25.09.2010, Page 11

Fréttablaðið - 25.09.2010, Page 11
LAUGARDAGUR 25. september 2010 11 STARFSFÓLK GÓÐA HIRÐISINS Níu aðilar í húsnæðinu fengu styrki frá Sorpu. FÉLAGSMÁL Sorpa hefur varið alls 22,5 milljónum króna til góðgerð- armála á þessu ári. Í gær fengu níu aðilar í húsnæði Góða hirðis- ins styrk að heildarupphæð 14,6 milljónir króna og fyrr á árinu veitti Sorpa styrki til Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra vegna Reykjadals upp á 7,5 milljónir króna og 400 þúsund krónur til Traðar vegna verkefnisins For- varnir í hestamennsku fyrir unglinga. Markmið Sorpu er meðal ann- ars að auka meðvitund fólks um endurvinnslu og stuðla að endur- nýtingu úrgangs. - sv Sorpa veitir milljóna styrki: 22,5 milljónir gefnar á árinu DÓMSMÁL Gunnar Rúnar Sigur- þórsson, sem játað hefur að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana í Hafnarfirði þann 15. ágúst síðastliðinn, var í gær úrskurð- aður í áframhaldandi gæslu- varðhald til 22. október að kröfu lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu. Er það gert á grundvelli almannahagsmuna. Málið telst í meginatriðum vera upplýst, að sögn lögreglu. Enn er þó beðið niðurstöðu lífs- sýna frá Svíþjóð. Lögð var fram krafa um fjög- urra vikna áframhaldandi gæslu- varðhald og á hana var fallist í héraðsdómi. Maðurinn unir niðurstöðunni. -jss Gæsluvarðhald framlengt: Banamaður áfram inni DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært rúmlega þrítugan karl- mann fyrir stórfellda líkamsárás. Manninum er gefið að sök að hafa aðfaranótt sunnudagsins 13. desember 2009, að Hafnargötu 36, Reykjanesbæ, slegið annan mann í andlitið, með þeim afleið- ingum að hann féll aftur fyrir sig og skall í gólfið. Hlaut fórnar- lambið skurð á vör, kúlu og mar á hnakka, blæðingu inn á heila og heilamar. Sá sem ráðist var á gerir kröfu um tveggja milljóna króna skaða- bætur úr hendi árásarmannsins. - jss Stórfelld líkamsárás: Árás leiddi til heilablæðingar REYKJAVÍKURBORG Borgarráð hefur samþykkt að fela framkvæmda- og eignasviði að undir- búa tillögur um að flýta brýnum endurbygg- ingar- og endurbótaverkefnum mannvirkja sem annars hefðu komið til framkvæmda 2013-2015. „Miða skal við að þau verði unnin þegar mestur samdráttur er í atvinnumálum eða á árunum 2011-2012. Að sama skapi yrði dregið samsvarandi úr framkvæmdum þegar atvinnuástand hefur færst í eðlilegra horf,“ segir í tillögu sem sett var fram af Jóni Gnarr borgarstjóra. - gar Borgin mætir samdrætti í atvinnumálum: Leitað að verkefnum sem hægt er að flýta JÓN GNARR Borgarstjór- inn í Reykjavík lagði til að viðhaldsverkefni yrðu færð fram í tíma. LAUSNIR FYRIR HEIMILI | landsbankinn.is | 410 4000 Lausnir fyrir heimili Landsbankinn ætlar sér stóran hlut í uppbyggingu íslensks efnahagslífs og mun þjónusta einstaklinga og fyrirtæki í greiðsluvanda af enn meiri krafti en áður. Bankinn setti nýverið á stofn Ráðgjafastofu einstaklinga sem sinnir þjónustu við þá sem standa frammi fyrir greiðsluerfiðleikum. Úrræði Landsbankans til að takast á við greiðsluvanda einstaklinga eru fjölmörg, t.d.: E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 7 0 2 N B I h f. ( L a n d s b a n k in n ), k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 . ENDURÚTREIKNINGUR ERLENDRA FASTEIGNALÁNA Einstaklingar með fasteignalán í erlendri mynt geta nú óskað eftir endurútreikningi lána sinna. Lánin verða endurreiknuð miðað við verðtryggða eða óverðtryggða vexti sem Seðlabankinn ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum nýrra almennra útlána hjá lánastofnunum. Úrræðið verður í boði um leið og endurútreikningi lána er lokið. Þeirri vinnu verður hraðað eins og hægt er. 5000 KR. AF HVERRI MILLJÓN Á MÁNUÐI Einstaklingar með fasteignalán í erlendri mynt eiga kost á að greiða 5000 kr. af hverri milljón af upprunalegum höfuðstól lánsins þar til endurútreikningur liggur fyrir. Greiðsla af láni sem var upphaflega 10 milljónir króna verður 50.000 krónur á mánuði. 25% HÖFUÐSTÓLSLÆKKUN LÁNA Viðskiptavinir með lán í erlendri mynt eiga kost á að sækja um 25% höfuðstólslækkun gegn því að lánunum sé breytt í óverðtryggð eða verðtryggð lán í íslenskum krónum. 110% AÐLÖGUN ÍBÚÐALÁNA Einstaklingar með íbúðalán hjá Landsbankanum, hvort sem er í erlendri mynt eða íslenskum krónum, geta sótt um að lánið sé fært niður í 110% veðhlutfall af markaðsvirði eignar. Eftirstöðvar áhvílandi láns, umfram 110% af markaðsvirði íbúðarhúsnæðis, eru felldar niður. Lausnirnar eru háðar nánari skilmálum. Viðskiptavinir sem nýta sér úrræði bankans fyrirgera ekki rétti sínum leiði dómar eða lagasetning til betri niðurstöðu. Hafið samband við þjónustufulltrúa í næsta útibúi. Við tökum vel á móti þér um land allt. Nánari upplýsingar á landsbankinn.is – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is ÍS LE N SK A /S IA .IS /L YF 5 13 19 0 9/ 10 Flux flúormunnskol – fyrir alla fjölskylduna Flux fluormunnskol 500 ml Verð: 1.209 kr. Verð nú: 967 kr. Flux junior munnskol fyrir börn 250 ml Verð: 829 kr. Verð: 663 kr. 20% afsláttur* *gildir til 15 okt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.