Fréttablaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 16
16 25. september 2010 LAUGARDAGUR Jóhanna Sigurðardóttir er undar-legt eintak og ekki auðskilið. Fyrsta verk hennar sem forsætis- ráðherra var að lýsa yfir að engin sála á Íslandi ætti að hafa hærri laun en hún. Hún gegndi mikilvæg- asta, ábyrgðarfyllsta og erfiðasta starfinu. Hún var númer eitt. Þótt fáir efist um að starf forsætisráðherra sé erilsamt og lýjandi, þá held ég flestir séu þeirr- ar skoðunar að starf lækna sé mikilvægara, starf flugstjóra og leikskólakennara geti verið ábyrgð- arfyllra og að það sé miklu erfiðara að þrífa grútartank en að ræða við fólk niður við Lækjargötu. Þessar hugmyndir Jóhönnu um eigið mikil- vægi eru því eilítið á skjön við hug- myndir meginþorra fólks. Eftir sem áður hefur henni tekist að fá fólk til liðs við sig í að hrekja ýmist hæfi- leikafólk frá Íslandi og til landa þar sem launastiginn er líkari almenn- um viðhorfum og ólíkur hugmynd- um Jóhönnu. Við sjáum því á eftir læknum og hjúkrunarliði til Amer- íku og íslenskir verkarar þrífa nú grútartanka í Noregi. Það vekur því furðu þegar þessi sama Jóhanna óskar þess að Alþingi úrskurði í eitt skipti fyrir öll að ráð- herrar á Íslandi beri enga ábyrgð að lögum. Hvernig má það vera að hæst launuðu störfin í samfélaginu beri enga ábyrgð? Gengur það upp? Nei, auðvitað ekki. Jóhanna verð- ur að velja á milli þessara tveggja andstæðu skoðana. Annað hvort heldur hún launum sínum og styður það að fyrrverandi ráðherrar sæti ábyrgð á aðgerðaleysi sínu þegar þeim var treyst fyrir efnahagsleg- um stöðuleika og heilbrigði íslensks efnahagslífs. Eða hún stendur vörð um gömlu ráðherranna og lækk- ar laun sín í takt við ábyrgðarleysi starfsins, til dæmis í 250 þúsund krónur á mánuði án fríðinda. Og við hin ættum að hafa hug- fast að þótt niðurstaða rannsókn- arnefndar Alþingis á hruni bank- anna væri að stjórnendur bankanna bæru mesta ábyrgð á falli þeirra; þá er ekki þar með sagt að þessir stjórnendur bankanna beri mesta ábyrgð á falli íslensks efnahagslífs. Það fall var í boði íslenskra stjórn- málamanna. Það var ráðherranna að fylgjast með þróun mála og bregðast við. Útlánaaukning banka í kjölfar einkavæðingar var fyrirsjáanleg og hefði ekki orðið taumlaus og skaðleg nema sökum þess að þeir sem fóru með efnahagsstjórnina voru ábyrgð- arlausir lýðskrumarar sem böðuðu sig í skammvinnri gleði almenn- ings yfir innistæðulausri velsæld. Stærsta bóla heimsögunnar hefði ekki þanist út á Íslandi nema fyrir útreiknað mat stjórnmálamanna á hag sínum af þenslunni. Þeir mátu að ávinningur sinn af almennri vel- sældartilfinningu og auðsöfnun væri áhættunnar virði. Ímyndað góðæri myndi halda þeim við völd – um sinn að minnsta kosti. Það hafa margir hag af því að yfirfæra niðurstöður rannsóknar- nefndar Alþingis yfir á samfélag- ið allt. Þegar litið er yfir fréttir haustsins af þrotarekstri sveitar- félaga, gjaldþroti orkufyrirtækja, skuldasöfnun heimila, fyrirtækja, trillukarla, bænda og safnaðarfé- laga, töpuðum lífeyri, draugahverf- um upp um allar heiðar, höfn sem byggð er á sandi – þá er erfitt að kyngja þeirri kenningu að þetta sé allt Jóni Ásgeiri að kenna. Eða Sig- urjóni Árnasyni. Og allir aðrir séu saklausir. Og vinir Jóhönnu saklaus- astir allra. Tal Jóhönnu um að ekkert hefði mátt gera og allur skaðinn hefði verið skeður þegar hún og félag- ar hennar komu að málum er vart broslegt. Þetta er líkt vörn hjúkrunarliðs sem sinna átti sjúklingi en datt í það, dressaði sjúklinginn upp og farðaði fyrir heimsóknartíma til að blekkja aðstandendur, át konfekt- ið hans og drakk maltið og þegar sjúklingurinn deyr vegna skorts á umönnun og meðferð ver hjúkrun- arfólkið sig með því að sjúklingur- inn hefði nú örugglega dáið hvort eð er fyrr en síðar. Að forsætisráð- herra geti logið öðru eins að sjálf- um sér er sjálfstætt tilefni til launa- lækkunar. Ekki auðskilið eintak Forsætisráðherra Gunnar Smári Egilsson blaðamaður Bólstaðarhlíð 20 | 105 Reykjavík | S: 553 2590 | isaksskoli@isaksskoli.is Þessar hugmyndir Jóhönnu um eigið mikilvægi eru því eilítið á skjön við hugmyndir meginþorra fólks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.