Fréttablaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 18
18 25. september 2010 LAUGARDAGUR Þ að er enginn sérstakur asi á Ilmi þegar hún kemur hæfilega seint til fundar við blaðamann. Hún biður um vatn og vindur sér í að segja mér frá Fólkinu í kjall- aranum, leikritinu sem byggt er á samnefndri bók og verður frum- sýnt innan skamms í Borgarleik- húsinu. „Ég tengdi mjög við þetta sjálf þegar ég las bókina á sínum tíma, enda á ég foreldra af 68-kyn- slóðinni. Sagan er vel heppnuð og lýsir bæði minni kynslóð og 68-kyn- slóðinni vel, bókin er öðrum þræði tilraun til þess að skilja kynslóðirn- ar, hvaðan þær koma og hvort hægt sé að brjóta sig undan oki kynslóð- anna. Klara er að reyna að vera sjálfstæð, finna sína rödd. Það var allt svo merkilegt sem 68 kynslóð- in gerði – finnst henni að minnsta kosti,“ segir Ilmur og hlær. „En þetta er líka bók um alkóhólisma og meðvirkni. Þetta er samt eng- inn áfellisdómur yfir 68-kynslóð- inni, langt því frá.“ Femínistar sýni umburðarlyndi Sjálf er Ilmur nokkuð sátt við kyn- slóð foreldra sinna. „Við sem erum alin upp af þessari kynslóð erum mjög heppin að þurfa ekki að berj- ast við sömu fordómana og þau gerðu. Þegar amma sá pabba vera að elda þegar ég var lítil, þá spurði hún hvort mamma væri veik. Elda- mennska karla þykir ekki tiltöku- mál í dag svo dæmi sé tekið. Jafn- rétti er sjálfgefnara í dag en fyrr og um það eigum við að standa vörð. Við femínistar á Íslandi eigum því að vera umburðarlyndir og ein- beita okkur að stóru málunum. Málum eins og að vera fyrirmynd erlendra ríkja í jafnréttismálum,“ segir Ilmur sem er nokkuð sátt við stöðu mála á Íslandi. „Það er launa- munur, sem er ekki gott. Ég er hins vegar ánægð með að konur hafi í dag frelsi til að velja að vera heima hjá börnum sínum án þess að verða úthrópaðar, það er líka kvenfrelsi að fá að velja að vera heima.“ Söguhetja í öðru verki sem Ilmur mun leika aðalhlutverk í í vetur, Hedda Gabler, hafði ekki frelsi til að velja og hlutskipti hennar sem aðþrengdrar eiginkonu í mislukk- uðu hjónabandi hefur verið upp- spretta vangaveltna um konur og kvenfrelsi alveg síðan á nítjándu öld þegar Henrik Ibsen setti verk- ið saman. Þá olli það fjaðrafoki – og nú 120 árum síðar er það enn upp- spretta deilu og ádeilu. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri gagnrýndi veggspjald fyrir leikritið á jafn- réttisráðstefnu, sagði það dæmi um klámvæðingu samtímans. Ilmur var ekki ánægð með þessar útlegg- ingar Þórhildar. „Hún sagði konur ætíð vera að eltast við viðmið sem karlmenn setja okkur og tók plak- atið sem dæmi. Allt í lagi að hún upplifi það þannig en hún skoðaði ekki málið til enda. Plakatinu fylgir til dæmis setningin „Stundum held ég að líf mitt snúist um að deyja úr leiðindum“ sem er lykilatriði. Í framsetningu okkar hefur Hedda Gabler tattúverað nafnið sitt á sig, sem er auðvitað algjör narsissismi, sjálfhverfa á hæsta stigi. Leikritið fjallar um konu sem er föst í sínu kynhlutverki og ef við ætlum að færa það inn í nútímann þá gerum við það svona,“ segir Ilmur, þreytt á þessu þrönga sjónarhorni fulltrúa 68-kynslóðarinnar á verk kvenna. Sjónvarpið sterkasti miðillinn Stelpurnar og Ástríður eru á meðal hlutverka sem hafa gert Ilmi að leikkonu allrar þjóðarinnar. Þrátt fyrir að hafa túlkað margar stór- brotnar konur á fjölunum, Línu Langsokk, Sölku Völku, Ausu Steinberg og Þórdísi Kötludóttur í Gerplu svo dæmi séu tekin, er hún þekktust fyrir verkin á skjánum. „Sjónvarpið er svo sterkur miðill, hann nær til allra kynslóða.“ Ilmur er tilbúin að vinna meira fyrir þennan miðil, hún og aðrir aðstandendur Ástríðar vonast til að fá grænt ljós á næstu þáttaröð bráðlega. „Það er svo gaman að skrifa fyrir sjónvarp. Við fengum mjög góð viðbrögð á fyrri seríuna. Fyrst á eftir vorum við reyndar mjög gagnrýnin á þættina, en núna erum við orðin miklu sáttari. Við vorum að leita eftir raunveruleg- um tóni og manneskjulegum flöt- um, vildum hafa húmorinn breysk- an og efnið fínlegt. Það held ég að hafi tekist. Okkur fannst líka vanta efni um konur. Það vantar reyndar alltaf efni um konur og eftir konur í sjón- varpið. Nú á þessu hausti er bara ein kona sem er í forsvari fyrir sjónvarpsþátt, sjónvarpskokkurinn Friðrika. Þetta er skandall og sann- arlega þarft að efla hlut kvenna. Ég myndi vilja sjá miklu meira af íslenskri dagskrárgerð, það væri til dæmis ekkert mál fyrir okkur að gera þætti á borð við sænsku þætt- ina um ljósmæðurnar, sem eru ótrúlega fallegir þættir sem höfða til margra kvenna. Það er heldur ekkert mál fyrir stöðvarnar að hafa uppi á konum sem eru tilbúnar í dagskrárgerð og sýna frumkvæði og eru hug- myndaríkar. Annar handleggur er svo hversu illa RÚV sinnir menn- ingarhlutverki sínu, það er auðvit- að margtuggin umræða en þetta er bara fáránlegt. Ég get orðið mjög pirruð þegar ég ræði þetta,“ segir Ilmur. Var komin með leikhúsleiða Hugmyndaskortur hrjáir ekki Ilmi sem vill mjög gjarnan krydda lífið. Og gerir það með beygjum út af beinu brautinni. Í fyrra fór hún til dæmis í guðfræði í Háskólanum í eitt misseri. „Þetta vakti svo mikla athygli að það halda allir að ég sé búin með námið sem er mjög vand- ræðalegt, en ég kláraði þessa einu önn og það var gott, hollt og frels- andi. Guðfræði var nám sem mér fannst mjög spennandi en var mér hulin ráðgáta. Námið svipti hulunni af henni,“ segir Ilmur og bætir við að það hafi verið frábært að skipta um umhverfi. „Ég var komin með leiða á leikhúsinu, langaði ekki til þess að vera föst þar og var ekki glöð. Það er líka svo gott að átta sig á því öðru hvoru hvað maður á mikið ólært og hvað það er margt spennandi í lífinu. Þannig víkkar maður sjóndeildarhringinn.“ Ilmur er trúuð og trúarþörfin var hluti af því að hún fór í guðfræð- ina. „Minn mesti lærdómur þar var að aðskilja trúna og trúarbrögðin, ég fann trúarþörfina en hafði ekki fundið henni farveg fyrr,“ segir Ilmur sem þykir gott að sækja kirkjur heim. „Mér þykir reynd- ar skammarlegt hvað kirkjur eru oft læstar, þegar ég var á ferð um landið í sumar fór ég oft að kirkjum en kom iðulega að læstum dyrum. Þetta endurspeglar grátlega stöðu kirkjunnar, sem er í vandræðum því hún á ekki í samtali við þjóð- ina og hefur læst sig inni í öllum skilningi.” Þó að guðfræðinámið bíði að sinni ætlar Ilmur aftur í skóla síðar. Henni liggur þó ekkert á enda er hún sáttari en fyrr. „Þegar maður er leikari þá þarf maður að passa að týna ekki sjálfum sér, maður er alltaf að leika einhverja aðra og þannig er ákveðin hætta á því að maður týnist eða lendi í enda- lausri leit að sjálfri sér. Kannski er þessi sjálfskoðun líka tengd aldr- inum og því að vera barn 68-kyn- slóðarinnar,“ segir Ilmur, og aftur erum við komin að 68-kynslóðinni. Bók Auðar Jónsdóttur sem leikrit- ið Fólkið í kjallaranum byggist á var metsölubók og mikill áhugi er á leikritinu sem verður frumsýnt 9. október; þegar er uppselt á 15 sýningar. „Bókin náði til ótrúlega margra, vonandi komum við efninu skilmerkilega til skila,“ segir Ilmur að lokum. Ég var komin með leiða á leikhús- inu, langaði ekki til þess að vera föst þar og var ekki glöð. Það er líka svo gott að átta sig á því öðru hvoru hvað maður á mikið ólært og hvað það er margt spennandi í lífinu. Hollt að víkka sjóndeildarhringinn Ilmur Kristjánsdóttir glímir við 68-kynslóðina um þessar mundir. Í hlutverki Klöru, aðalpersónu verksins Fólkið í kjallaranum, þarf hún að skoða sambandið við sjálfumglaða kynslóð sem finnst hún oft vita best. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við Ilmi. ILMUR KRISTJÁNSDÓTTIR Myndi vilja sjá miklu fleiri konur í þáttagerð í sjónvarpi og telur að það ætti að vera lítið mál að hafa uppi á hæfileika- og hugmyndaríkum konum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.