Fréttablaðið - 25.09.2010, Síða 32
MENNING 2
L
eikrit Williams Shake-
speare eru öll til í
íslenskri þýðingu Helga
Hálfdanarsonar og má
færa rök fyrir að fáir
hafi lagt jafnmikið til leikhúsbók-
mennta á Íslandi og hann. Áður
hafði Steingrímur Thorarensen
þýtt nokkur verka Shakespeares,
þar á meðal Lé konung, sem nú er
kominn út á bók í nýrri þýðingu
Þórarins Eldjárns og verður sett
upp í Þjóðleikhúsinu í vetur. En til
hvers að þýða Shakespeare aftur,
fyrst hann er þegar til á íslensku?
„Það var ekki mín hugmynd
heldur Þjóðleikhússins,“ svarar
Þórarinn. „En það er nú reynsl-
an, sérstaklega með leikhúsverk,
að þýðingar úreldast mjög hratt.
Daglegt mál breytist með árun-
um og það getur verið viðkvæmt
á sviði. Þess vegna held ég að það
eigi ekki að líta á nýja þýðingu sem
ljóð á fyrri þýðanda, heldur fyrst
og fremst sem meðmæli með höf-
undarverkinu.“
Þórarinn kveðst hafa nýtt sér
fyrri þýðingar sem bakgrunn til
að leita svara í þegar hann rak í
vörðurnar. „Að öðru leyti reyndi
ég frekar að halda mig frá þeim
og einbeitti mér fyrst og fremst
að sjálfu viðfangsefninu, sem er
að snúa þessu verki yfir á þjált og
eðlilegt íslenskt nútímamál.“
Í þeim tilgangi byrjaði Þórar-
inn á, með aðstoða skýringarrita,
að reyna að átta sig á því hvað
enski textinn þýðir nákvæmlega.
„Það getur verið vandasamt því í
öllum verkum Shakesperes, þar á
meðal Lé konungi, eru kaflar þar
sem mönnum ber einfaldlega ekki
saman um hvað Shakespeare er að
segja. En á endanum verður auð-
vitað að velja eina merkingu til
að hafa í hinum endanlega texta;
það er ekki hægt að stilla upp tíu
möguleikum til að láta lesendur
eða leikhúsgesti velja.“
Þórarinn þekkti vitaskuld til
verka Shakepspeares en kveðst
þó enginn sérfræðingur í honum
og hefur aldrei séð Lé konung í
íslenskri uppfærslu fyrr.
„Það verður spennandi eftir að
hafa legið svona lengi yfir text-
anum að fá hann upp í munninn á
góðum leikurum. Ég hlakka mikið
til þess en hef líka hugfast að þetta
er ekki síðasta þýðingin á Lé kon-
ungi. Þannig verður það að vera.“
S
ölvi Björn Sigurðsson þýðir
Ofviðrið sem sýnt verður í
Borgarleikhúsinu í vetur.
Hann tekur undir með
Þórarni að nýjar þýðingar
séu ekki spurning um vantraust á
fyrri þýðingar, heldur um nálgun
og aðferð.
„Leikhúsið vildi fá þýðingu sem
gæti gengið sæmilega umhugsun-
arlaust í eyru nútímaleikhúsgesta,
texta sem væri kraftur í án þess
að tungumálið færi í alltof miklar
flækjur. Ég reyndi því að nálgast
frumtextann með svolítið opnum
og óbundnum huga og hugsa ekki
of mikið um fyrri þýðingar. Heild-
arþýðing Helga á leikritum Shake-
speares er þrekvirki og við erum
mjög heppin að hann skyldi skilja
eftir sig þetta ritsafn. En ef ég
hefði lagt upp með þennan sam-
anburð og fallist á að vinna í ein-
hvers konar skugga fyrri þýðinga
þá hefði það ekki gefið mjög góða
raun. Shakespeare-þýðingar Helga
eru hin augljósa brú til frumtext-
ans en ég vildi þó ekki valda mér
of miklum truflunum með því að
mæna á þær á meðan ég vann.“
Sölvi rifjar upp að breskur kunn-
ingi sinn hafi eitt sinn nefnt við
hann að aðrar þjóðir væru heppnar
að geta þýtt Shakespeare og „upp-
fært“ hann í nýjum þýðingum. „Ég
tek ekki fyrirvaralaust undir þetta
en hins vegar er rétt að í hvert sinn
sem bókmenntaverk er þýtt slæðist
inn einhver tónn úr samtíma þýð-
andans og því verklagi sem gild-
ir hverju sinni. Þetta getur nýst til
að færa textann nær fólki í tíma.
Þegar öllu er á botninn hvolft er
hver þýðing aðeins ein túlkun á
frumtextanum.“
menning kemur út á fimm vikna fresti með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Bergsteinn Sigurðsson
Hönnun: Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd: Valgarður Gíslason Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is
Síðdegi er níunda ljóðabók Vilborg-
ar Dagbjartsdóttur, sem fyrir löngu
hefur skipað sér sess sem eitt af
okkar fremstu ljóðskáldum. Bókin
skiptist í þrjá kafla ; Fjallkonan, Í
haustvindinum og Árstíðirnar í hús-
inu – hækur.
Fjallkonan er þjóðhátíðarljóð Vil-
borgar frá árinu 2005 sem flutt var
sem ávarp fjallkonunnar. Magnað
ljóð í mörgum köflum sem rekur
ímyndaða sögu konu frá landnáms-
öld sem fannst á Vestdalsheiði.
Yrkisefnin í Í haustvindinum eru
sorgin, fegurð hversdagsins og nátt-
úrunnar, minningar og stemningar.
Hið sama má segja um Árstíðirnar
í húsinu, vel smíðaðar hækur sem
spegla rás tímans og hverfulleika
lífsins.
Að vanda yrkir Vilborg best um
óvænta fegurð hins smáa í daglegu
lífi, en hér kveður líka við nýjan tón,
sorgin og söknuðurinn skipa stóran
sess enda bókin tileinkuð minningu
Þorgeirs Þorgeirsonar, eiginmanns
hennar. Hvergi örlar þó á tilfinn-
ingasemi eða uppskrúfuðum lýsing-
um. Allt er einfalt, meitlað og hittir
mann í hjartastað. Ljóðið Andvarp
er gott dæmi um þá einstöku list Vil-
borgar að koma til skila hyldjúpum
tilfinningum í örfáum orðum:
Andvarp
Einhvern tíma
Einhvers staðar
Hvergi
Aldrei
Aftur
Það sem þó einkennir ljóð Vilborg-
ar fyrst og fremst og gerir hana ein-
staka meðal íslenskra skálda er hið
kvenlega sjónarhorn á öll viðfangs-
efni lífsins, án þess þó að nokkurn
tíma örli á kvenrembu, píslarvætti
eða vanmáttarkennd. Í hækukafl-
anum Árstíðirnar í húsinu notar
Vilborg hækuformið til að koma til
skila mismunandi hughrifum hverr-
ar árstíðar og gerir það meistaralega
vel. Þetta form leikur í höndunum á
henni í sínum erfiða einfaldleika og
enn og aftur er það hin kvenlega sýn
sem er ráðandi :
Þorratunglið fullt
eins og laufabrauðskaka
á skreyttum borðdúk.
Í prósaljóðinu Skyggni sér hún í sýn
borð með pönnukökudiski, drifhvít
sængurver grannkonunnar minna
hana á óskrifaðar síður sem kalla
á ljóð, hún hlustar á skraf kvenna
um mennina í lífi þeirra og hugsar
til Guðrúnar Ósvífursdóttur, saum-
ar rósir í ljósadúk og svo framveg-
is. Öll þessi hversdagslegu viðvik
verða henni tilefni til skáldlegra
þenkinga á fullkomlega eðlilegan
hátt. Kannski þess vegna sem það
hefur viljað brenna við að hún falli
óverðskuldað í skuggann af karlkyns
skáldum af sinni kynslóð, sem yrkja
um „merkilegri“ viðfangsefni. Enda
segir hún sjálf í ljóðinu Furða :
Sumir karlar eru svo frábitnir öllu
kvenlegu
að þeir sjá ekki einu sinni móður
sína
fyrir fjallskugga föðurins.
Friðrika Benónýsdóttir
Niðurstaða: Meitlaður skáldskapur um
það sem máli skiptir. Vilborg sannar hér
enn að hún er meðal merkustu skálda.
„Drifhvít sængurver grannkonu minnar“
BÓKMENNTIR
Vilborg Dagbjartsdóttir
Síðdegi
JPV útgáfa 2010
★★★★
Vilborg Dagbjartsdóttir FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Sp
ör
e
hf
.
s: 570 2790 www.baendaferdir.is
A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
Gerlos í Austurríki
12. - 19. febrúar 2011
SVIGSKÍÐAFERÐ
Hinn sjarmerandi bær Gerlos er þekktur skíðabær í austurrísku Ölpunum, sem býður skíðafólki
á öllum aldri upp á frábærar aðstæður og líflega fjallastemningu. Gerlos liggur í 1.300 m hæð
og er einn hluti af fjórum skíðasvæðum í Zillertal Arena. Skíðasvæðið í Zillertal Arena liggur í allt
að 2.500 m hæð yfir sjávarmáli og er því talið einstaklega snjóöruggt svæði. Snjóhvítar
skíðabrekkurnar eru um 166 km í öllum erfiðleikastigum og eiga eflaust eftir að koma vönu
skíðafólki skemmtilega á óvart. Flogið er með Icelandair til München og haldið sem leið liggur til
Gerlos, en rútan fer að sjálfsögðu beint á hótelið okkar. Gist er á góðu 3* fjölskyldureknu hóteli í
austurrískum stíl. Morgunverðarhlaðborð og fjögurra rétta kvöldverður með salathlaðborði er
innifalinn og eins býður hótelið upp á nýlega heilsulind. Rétt hjá hótelinu stoppar skíðarútan, en
með henni er farin stutt ferð á öll helstu skíðasvæðin. Fararstjórar eru með hópnum alla
ferðina, gista á sama hóteli og sjá um að skipuleggja skíðaferðir fyrir þá sem það vilja.
Fararstjórar: Sævar Skaptason og Guðmundur K. Einarsson
Verð: 168.800 kr. á mann í tvíbýli.
Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, morgunverðarhlaðborð,
kvöldverður, aðgangur að heilsulind hótelsins, ferðir til og frá München
flugvelli og íslensk fararstjórn.
Transfer og hálft fæði innifalið
OFVIÐRIÐ
LÉR KONUNGUR
SHAKESPEARE Í endurnýjun lífdaga
Þórarinn Eldjárn
Sölvi Björn Sigurðsson
Ekki síðasta þýðingin Ný túlkun nýrra tíma
Það heyrir einatt til tíðinda þegar klassísk verk koma út í íslenskri þýðingu. Í vetur fara tvö leikrit eftir Shakespeares á fjalirnar í nýjum
þýðingum. Í Þjóðleikhúsinu ljær Þórarinn Eldjárn Lé konungi nýtt orðfæri en Sölvi Björn Sigurðsson snarar Ofviðrinu yfi r á íslensku fyrir
Borgarleikhúsið. Þeir segja að nýja þýðingu eigi ekki að líta á sem vantraust á fyrri þýðendum heldur meðmæli með höfundarverkinu.
BÓKMENNTIR/LEIKHÚS BERGSTEINN SIGURÐSSON
HELGI HÁLFDANARSON
Lér: Þá það; þinn sannleik hljóttu í
heimanmund.
Því við hinn helga sólar-ljóma sver
ég,
við Hekötu, við nætur djúpsins dul,
við máttug umsvif allra himintungla
sem skapað hafa oss líf og ævilok,
að nú skal upprætt öll mín föður-
kennd,
afrækt að fullu blóðsins skyldu-
bönd;
framandi skaltu mínu hjarta og mér
um eilífð héðan af. Hinn grimmi
Skíði,
Já hann sem rífur í sig eigin börn
til saðnings græðgi sinni, skal fá yl
og hæli mér við hjarta, jafnt og þú,
sem fyrr varst dóttir mín.
ÞÓRARINN ELDJÁRN
Lér: Þann sannleika skaltu hafa í
heimanmund!
Við helgan ljóma sólar sver ég það,
við Hekötu og dulmögn dimmrar
nætur
við meginstrauma hárra himintungla
sem okkur skapa líf og lokastund,
að ég vísa öllum föðurskyldum frá,
ég hafna því að við tengjumst bönd-
um blóðs,
og framandi tel ég þig hjarta mínu
og mér
að eilífu. Já versta villimanni,
sem étur af græðgi jafnvel eigin
börn
skal veitast sama vernd og skjól og
þér,
fyrrverandi dóttir.
HELGI HÁLFDANARSON
Prósperó: Skilmálar hans – er hægt að
kenna þá við bróðurvild?
Míranda: Það væri synd að hugsa
nema‘ allt það bezta um ömmu; –
góðar mæður
hafa‘ alið vonda sonu.
SÖLVI BJÖRN SIGURÐSSON
Prosperó: Hugleiddu aðra eins afar-
kosti og seg mér:
er þessi maður bróðir?
Míranda: Ég ætti ekki eftir
að láta falla styggðaryrði um ömmu;
en góðar vambir fæða stundum fífl.