Fréttablaðið - 25.09.2010, Page 38

Fréttablaðið - 25.09.2010, Page 38
 25. september 2010 LAUGARDAGUR2 Dr. Þórgunnur Snædal rúnafræðingur flytur fyrirlesturinn Snældusnúður Vilborgar - Um rúnaristur frá Alþingisreitnum á Landsnámssýningunni í Aðalstræti 16 klukkan 14 í dag. Þar mun hún segja frá snældusnúði Vilborgar og öðrum gripum sem fundust við rannsóknir á Alþingisreitnum á árunum 2008 til 2009. Leikhópar og Ljótir hálfvitar í Færeyjum Íslenskir menningardagar hófust í Færeyjum í gær og standa fram á sunnudag. Af því tilefni hafa leik- hóparnir Stoppleikhópurinn og Tímamótaverksmiðjan og hljóm- sveitin Ljótu hálfvitarnir sótt eyj- arnar heim. Stoppleikhópurinn sýnir verðlaunasýninguna Bólu-Hjálmar en Tímamótaverksmiðjan flytur dag- skrá um Jörund hundadagakonung. Bólu-Hjálmar segir sögu litríks alþýðuskálds sem glímdi við fátækt, fjand- skap nágranna sinna og harðneskju yfirvalda, en skildi eftir sig skáldskap þar sem samferðamennirnir fá að kenna á orðsnilldinni. Í dagskránni um Jörund hundadagakonung er saga hans rakin en hann er frægastur fyrir að hafa rænt völdum á Íslandi og ríkt sem einvaldur sumarið 1809. Leikstjóri beggja sýninganna er Ágústa Skúladóttir sem er leiklistarunnend- um í Færeyjum að góðu kunn sem leikstjóri og námskeiðshaldari undanfar- in ár. Höfundar beggja verkanna eru meðlimir í Ljótu hálfvitunum. Þeir léku fyrir dansi í Vaskeríinu í Þórshöfn í gær en allur hópurinn stígur á svið í Sjón- leikarhúsinu í kvöld. Á morgun er ferðinni síðan heitið út í Nólsoy. -ve ÚTSALA síðustu dagar. ÚLPUR, KÁPUR, JAKKAR 20 - 70% afsl. og margt fleira. Kjóll 8.990,- stærðir s-xl Kjóll 9.990,- stærðir s-xl Kjóll 9.990,- stærðir s-xl Opið frá 11–18 í Smáralind. Kjóll 8.490,- stærðir s-xl 3 Smárar Smáralind • 578 0851 Nýjar haustvörur Egill leggur nú lokahönd á „live“ plötu með lögum Sigfúsar Halldórs- sonar, en Stuðmenn kvaddi hann formlega fyrir um ári. „Stuðmenn verða ábyggilega að fram í rauðan dauðann, því miður. Við eigum það sameiginlegt að búa yfir einhverri ónáttúru sem fær ekki útrás nema menn komi saman og geri eitthvað af sér,“ segir Egill sem er í miklu sambandi við félaga sína úr hljómsveit allra landsmanna. „Nú eiga Stuðmenn tvíþætt afmæli. Fjörtíu ár eru síðan hljóm- sveitin var stofnuð og 35 ár síðan Sumar á Sýrlandi kom út. Niðurstað- an varð þó sú að gera ekkert veður úr því, því okkur finnst talan 50 miklu voldugri,“ segir Egill og játar að tón- leikar með Stuðmönnum séu freist- andi. „Stuðmenn freista alltaf en menn rekast í mörgu og sjónarmiðin er mörg. Við erum auðvitað gamlir skólafélagar og æskuvinir; sumir frá því þeir voru rétt farnir að ganga, eins og við Þórður, og ég sakna Stuð- manna allra. Því væri gaman að líta yfir farinn veg, því við gerðum fullt af skemmtilegum hlutum sem fólu í sér umsköpun sjálfsins í hvert sinn sem við komum fram,“ segir Egill sem kveðst í einlægni ekki nefnt sinn uppáhalds Stuðmann. „Styrkur Stuðmanna fólst í ólíkum persónuleikum sem áttu sameigin- legt að hafa fengið ríkulegar vöggu- gjafir, vera flinkir spilarar og flinkir í hausnum. Það var því mikið hleg- ið og grátið, enda skiptust menn á hugmyndum sem stundum þurfti að lúffa með, og stundum var eitthvað sagt sem betur hefði kyrrt legið, eins og gengur í öllu samstarfi sem geng- ur út á líf og dauða, eins og okkur fannst það vera. Mest var þó gleð- in yfir svöruninni og oftast á þann veg að menn gleymdu argaþrasinu, og sungu og dönsuðu eins og vitleys- ingar. Því get ég ómögulega gert upp á milli, en Ragga var náttúrlega sæt- ust,“ segir Egill, sem er duglegur að sækja leikhús um helgar og ætlar að vera þaulsætinn á Riff-hátíðinni um helgina. „Ég sé nánast allt í leikhúsi sem fylgiherra þjóðleikhússtjóra. Leik- hús er spennandi, ekki síst þegar það segir dramatíska sögu þar sem maður getur speglað sig í vanda- málum annarra. Ég kann því óskap- lega vel að vera þjóðleikhússtjóra- frú því það er nýtt hlutskipti. Við karlar erum búnir að yfirskyggja heiminn síðastliðin 220 ár, eða allt frá frönsku stjórnarbyltingunni, og nú mega konur ráða næstu 220 árin. Margir tala um kólnun hjartans um leið og loftslag hlýnar, en ég spái því að hjartað hlýni á nýjan leik með til- komu aukinna valda kvenna.“ Á morgun hyggst Egill hvílast en fjölskyldan hefur fyrir venju að hitt- ast yfir sunnudagssteikinni. „Að vísu býr yngri sonur okkar í Stokkhólmi þar sem þau unnust- an eiga von á sér í nóvember og við erum óskaplega spennt. Ég er að verða tvöfaldur afi og það er dás- amleg lífsreynsla. Í barnabörnun- um birtist eilífðin, því við lifum til eilífðar í þeim sem eru sannarlega betrungar okkar og bæta okkur upp,“ segir Egill sem líka býst við að leggja sig oft á morgun. „Ég sef orðið miklu meira en ég þyrfti, allt að fjóra tíma á sólar- hring, en ekki meira en það. Ég er kominn á þann aldur að þurfa ekki að sofa, enda engin starfsemi leng- ur.“ thordis@frettabladid.is Framhald af forsíðu Egill reiknar allt eins með að stíga á stokk með Stuðmönnum síðar, enda hljómsveitin þekkt fyrir að halda stuðinu áfram þótt hún hvíli sig inn á milli. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.