Fréttablaðið - 25.09.2010, Síða 65

Fréttablaðið - 25.09.2010, Síða 65
11 MENNING „Það var þá sem ég byrjaði aftur að klippa og klippa. Ég hafði hins vegar ekki orku í að líma mynd- irnar saman. Ég tók því afrakstur- inn með mér til Spánar, var þar í nokkra mánuði í ró og næði og límdi og sneri aftur til baka með 280 ný klippiverk. Ég þurfti ekki að hugsa of mikið, þetta rann bara saman á stórum borðum. Á vissum tímum dagsins var hins vegar allt stopp og ég gat ekki unnið meir. Og morgun- inn eftir byrjaði allt aftur.“ Engin takmörk á efninu Erró kveðst enn vera jafn ástríðu- fullur gagnvart list sinni og verði það áfram svo framarlega sem hann hafi nóg efni til að vinna úr. „Það er svo mikið efni til að vinna úr nú til dags. Þegar ég kom til Parísar 1958 var mjög lítið efni til og allt í svarthvítu. Nú eru svo til engin takmörk á efni til að vinna úr.“ En hvað um nýrri miðla, á borð við tölvur? „Tölvutæknin býður upp á mikla möguleika, ég hef séð ýmis tölvugerð listaverk sem minna dálítið á verkin mín. En tölvur eru ekki fyrir mig heldur næstu kyn- slóð. Ég nota ekki einu sinni tölvu, finnst hún of mikið ónæði og veit ég myndi liggi í henni allan daginn.“ Heillast af götulist Það listform sem Erró hefur heillast einna mest af í seinni tíð er götulist. „Það er kraftmikið og skemmti- legt listform, síbreytilegt og í stöðugri endurnýjun. Það er vegg- ur í nágrenni við heimili vinar míns sem ég hef gaman af því að skoða, það er allt eitthvað að bæt- ast við hann. Graffarar taka sig ekki alvarlega, sem hefur mikið að segja. Þeir eru líka lausir við braskið sem fylgir hefðbundinni myndlist. Ég reyni að taka eftir götulistinni í þeim borgum sem ég er í hverju sinni; þetta býr til svo mikinn borgarbrag.“ Erró segir jafnvel ekki loku fyrir það skotið að hann hefði sjálfur lagt fyrir sig götulistina væri hann yngri. „Ég hef gert nokkra veggi í gegnum tíðina og finnst það mjög skemmtilegt. Það er að vísu erfitt að framfleyta sér með þessu, þótt þetta sé vaxandi listgrein. En það er of seint að ætla að byrja á þessu núna, ég er að verða áttatíu ára. Ég læt mér nægja að fylgjast með.“ Töpum okkur ekki aftur í braski Erró dvaldi á Íslandi aðeins í nokkra daga. Hann segist reyna að heimsækja landið eins oft og hann geti og líður alltaf eins og hann sé kominn heim. „Samband mitt við Ísland er eins gott og hægt er,“ segir hann. „Ég ferðast mikið og á heima í mörg- um löndum; í Frakklandi, Spáni, Taílandi og á Íslandi. Þetta er ekki hlutskipti sem ég valdi heldur eitt- hvað sem gerðist bara. Ég var á réttum stað á réttum tíma. En ég reyni að fylgjast vel með hvað er á seyði hérna heima og það hefur ekki alltaf verið notalegt undanfar- in tvö ár. Ég vona hins vegar að ástandið fari að batna og að við töpum okkur ekki aftur í braski. Þá verður þetta allt í lagi.“ Lífvörður Páfans úr seríunni: Forgotten Future (2008-2009) Einleikurinn Hetjan verður frum- sýndur í Landnámssetrinu í Borg- arnesi á laugardag. Sýningin var sýnd við góðar undirtektir á Rifi í sumar og í framhaldinu var þeim Kára Viðarssyni leikara og Vík- ingi Kristjánssyni leikstjóra boðið að sýna í Landsnámsetrinu. „Sýn- ingin fékk mjög góða dóma og spurðist vel út, fólk var að þvælast úr bænum til okkar í raun meira en við þorðum að vona,“ segir Vík- ingur sem er ásamt Kára höfund- ur leikritsins. Hetjan segir Bárðar sögu Snæ- fellsáss sem sagan segir að tekið hafi sér búsetu í Snæfellsjökli. „Sagan hafði verið Kára hugleik- in lengi, hún gerist á hans heima- slóðum á Snæfellsnesi. Þegar hann svo lauk leiklistarnámi þá sló hann til og fékk mig með í verkið. Ég leikstýrði honum í Stúdentaleikhúsinu, þaðan þekkt- umst við.“ Kári bregður sér í fjölmörg hlutverk á meðan á leiknum stend- ur. „Þetta er mikil aksjón, rúmur klukkutími af látum og sprelli,“ segir Víkingur - sbt Hetjan í Landnámssetrinu Hetjan Kári Viðarsson bregður sér í mörg hlutverk í einleiknum Hetjan sem sýndur verður í Landnámssetrinu næstu helgar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.