Fréttablaðið - 25.09.2010, Side 78
25. september 2010 LAUGARDAGUR42
timamot@frettabladid.is
Lagarfossvirkjun var vígð þennan
dag árið 1975 og við gangsetningu
hennar tvöfaldaðist raforkufram-
leiðsla í Austfirðingafjórðungi.
Undir lok sjöunda áratugarins
var mestallt rafmagn á Austfjörðum
framleitt með dísilvélum. Það ástand
háði öllu athafnalífi því olíuverð
var hátt. Vorið 1971 var ákveðið að
hefja vinnu við virkjun Lagarfoss
og ári síðar var grafinn 480 metra
langur aðrennslisskurður og laxastigi
steyptur.
Einnig var um 100 metra löng og
tíu metra há jarðvegsstífla gerð ofan
við fossinn. Byggingarvinnu lauk
sumarið 1974 og 4. mars sama ár
hófst orkuframleiðslan. Afkastageta
stöðvarinnar var um 7.500 kW.
ÞETTA GERÐIST: 25. SEPTEMBER 1975
Orkan tvöfölduð á Austurlandi
GUNNAR THORODDSEN, forsætisráðherra (1910-1983) lést þennan dag.
„Þekking og gáfur verða lítils virði ef ekki er hægt að koma þeim
á framfæri í ræðu og riti.“
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
„Þetta verður fagnaður allan daginn,
alveg frá morgni til kvölds,“ segir Elías
Jónatansson, bæjarstjóri í Bolungar-
vík, um hátíðarhöld í tilefni af opnun
Bolungarvíkurganga. Göngin verða
opnuð við hátíðlega athöfn í dag.
Elías segir talsvert mikla dagskrá
hafa verið skipulagða vegna opnun-
arinnar. „Hún byrjar með því að það
verður afhjúpaður minnisvarði við
Skarfasker í Hnífsdal, og svo verður
hlaupið og hjólað inn í göngin,“ segir
Elías. Varðinn verður til minningar
um þá sem hafa látist af slysförum á
svæðinu.
Vígslan sjálf fer svo fram klukk-
an hálftvö þegar Ögmundur Jónasson
samgönguráðherra og Hreinn Haralds-
son vegamálastjóri munu opna fyrir
almenna umferð. „Svo verður keyrt
Bolungarvíkurmegin inn í göngin og
inn í Hnífsdal þar sem bæjarstjóri Ísa-
fjarðar tekur á móti bæjarstjóra Bol-
ungarvíkur og föruneyti. Svo verður
farið í íþróttahúsið í Bolungarvík og
þar verður skemmtun.“ Boðið verður
upp á skemmtiatriði, ræðuhöld og veit-
ingar í íþróttahúsinu fram eftir degi.
Einnig verður opnuð sýning í Nátttúru-
gripasafni Bolungarvíkur um göngin
en hún verður opin næstu vikurnar.
„Eftir að formlegu hátíðarhöldunum
lýkur verður haldinn jarðgangafagnað-
ur í íþróttahúsinu með mat og balli.“
Elías segir að um fjögur hundruð
manns hafi nú þegar boðað komu sína
á fögnuðinn, en hann verður veislu-
stjóri ásamt Daníel Jakobssyni, bæjar-
stjóra á Ísafirði. Þá verða skemmtiat-
riði og dagskránni lýkur með dansleik
við tónlist hljómsveitarinnar Húsið á
sléttunni.
Vinna við Bolungarvíkurgöng hófst
fyrir rúmum tveimur árum, sumarið
2008. Þau eru tæplega fimm og hálf-
ur kílómetri á lengd og tók rúmt ár að
grafa þau í gegn. Upphaflega átti að
opna göngin fyrir umferð í júlí síðast-
liðnum en það tafðist lítillega. Elías
segir þó biðina eftir göngunum ekki
hafa verið langa, enda hafi aðdragand-
inn að gerð þeirra verið stuttur. „Menn
eru þó búnir að bíða lengi eftir sam-
göngubótum hér,“ segir Elías. Óshlíð-
arvegurinn, sem er rúmlega sextíu ára
gamall, hefur verið einn hættulegasti
vegakafli landsins vegna hættu á snjó-
flóðum og gróthruni. Hann verður nú
lokaður fyrir bílaumferð.
thorunn@frettabladid.is
BOLUNGARVÍKURGÖNGIN: OPNUÐ VIÐ HÁTÍÐLEGA ATHÖFN Í DAG
Fagnað frá morgni til kvölds
BÆJARSTJÓRINN Það verður nóg um að vera hjá Elíasi í dag, en hann gegnir ýmsum skyldum í hátíðarhöldunum.
Innilegar þakkir og kveðjur til þeirra
sem sýndu okkur hlýhug og samúð við
andlát móður okkar, ömmu og
langömmu,
Guðrúnar L.
Kristjánsdóttur
Skála, Seltjarnanesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks H1 á Hrafnistu í
Reykjavík.
Unnur V. Duck
Elísabet Stefánsdóttir Kristján Jóhannsson
Kristjana Stefánsdóttir Guðmundur Þorkelsson
Anna Stefánsdóttir Reynir Hólm Jónsson
barnabörn og langömmubörn.
Útfararþjónusta
Davíðs Ósvaldssonar ehf.
Davíð Ósvaldsson
Útfararstjóri
S. 896 6988 / 553 6699
Óli Pétur Friðþjófsson
Útfararstjóri
S. 892 8947 / 565 6511
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu
við andlát og útför okkar kæru,
Bennýjar Sigurðardóttur,
hússtjórnarkennara, Skúlagötu 40,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar
Landspítalans, Landakoti fyrir einstaka alúð svo og
hlýju og nærgætni við aðstandendur.
Sigríður Á. Pálmadóttir Guðmundur I. Sigmundsson
Björn Orri Guðmundsson Bergur Már Guðmundsson
Sigrún Sigurðardóttir Sigurður Magnússon
Innilegar þakkir og kveðjur til þeirra
er sýndu okkur hlýhug og samúð við
andlát og útför frænku okkar,
Margrétar Hönnu
Eyjólfsdóttur.
Starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum er sér-
staklega þökkuð hlýja og umhyggja.
Guðrún Ásbjörnsdóttir
Þorgeir Sigurðsson
Sigurður Ingi Sigurðsson
og aðrir aðstandendur.
Elskuleg móðir mín,
Sigurbjörg
Björgvinsdóttir,
áður Þórsgötu 21 a,
sem lést að hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laug-
ardaginn 18. september, verður jarðsungin frá
Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 28. september kl.
15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á hjúkr-
unarheimilið Sunnuhlíð, sími 560 4100.
Stefán Hermanns.
Minningarathöfn um
Silo (Mario Rodriguez Cobos)
upphafsmann Nýhúmanismans,
sem lést þann 16. september s.l. í Mendoza Argentínu
– verður haldin sunnudaginn 26. september kl. 20.00 í
salarkynnum Félags bókagerðarmanna, Hverfisgötu 21,
Reykjavík. Allir velkomnir.
Húmanistaflokkurinn, Samhljómur menningarheima,
Samhygð og Boðskapur Silo