Fréttablaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 82
46 25. september 2010 LAUGARDAGUR
Leikhús ★★★★
Enron - Borgarleikhúsið
Höfundur: Lucy Prebble
Leikstjóri: Stefán Jónsson
Aðalhlutverk: Stefán Hallur Stef-
ánsson, Bergur Þór Ingólfsson,
Jóhanna Vigdís Arnardóttir og
Hjalti Rögnvaldsson.
Á fimmtudagskvöld var ein „heit-
asta“ leiksýning nútímans, Enron
eftir Lucy Prebble, frumsýnd í
Borgarleikhúsinu.
Sagan um Enron, ris þess og fall,
er flestum kunn. Hún átti eftir að
endurtaka sig hér á Íslandi þegar
fjármálakerfið hrundi.
Höfundur velur mjög nákvæma
heimildarvísun raunverulegu
atburðanna sem leiddi til stærsta
gjaldþrots vestanhafs, fram að
þeim tíma. Lucy Prebble ræðst
hér inn í karlaveldið og sýnir
okkur vel nokkrar staðlaðar
myndir þeirra jakkafataklæddu
„snillinga“ sem í ábyrgðarlaus-
um tryllingslegum leik rústa líf
ekki aðeins þúsunda manna held-
ur milljóna.
Fimmtán manna leikhópur
kemur sögunni til skila. Kvik-
myndir, klipp úr sjónvarpsþátt-
um, forsetaframboð Bush yngri,
Clinton og sannleikurinn auk
fleiri myndskeiða vefjast inn
í leikinn og litskrúðugar tölur
(sem segja ekki neitt) æsa hina
gráklæddu piltstúfa og kauphall-
arbrjálæðinga sem dansa, rappa
og sturlast jöfnum höndum eftir
því sem hlutabréf hníga og falla.
Í hópatriðum er vel sýnt hvernig
sefjunin á sér stað, ekki ósvipað
og hjá öfgatrúarhópum.
Stefán Hallur Stefánsson fer
með hlutverk forstjórans Jef-
frey Skilling. Hann virðist í upp-
hafi vera lærdómsfús, heldur við
aðalgellu fyrirtækisins, sem auk
þess að vera nokkuð glyðruleg er
greinilega sú sem stjórnar fyrir-
tækinu fyrir hönd hins aldraða
Ken Lay, sem hefur meiri áhuga
á frístundabrasi og hinu ljúfa lífi
heldur en rekstri fyrirtækisins.
Í stað þess að velja Claudiu sem
forstýru lætur hann Skilling tala
sig til. Stefán Hallur skilar vel
þessum unga metnaðargjarna
einstefnumanni sem virðist í upp-
hafi trúa á hugmyndafræðina.
Sér til aðstoðar fær Skilling
fjármálasnillinginn Andy Fast-
ow til þess að byggja nýtt við-
skiptamódel: eðluétandi geymslu
milljónataps, sem hér í daglegu
tali gengur undir nafninu skúffu-
fyrirtæki. Bergur Þór Ingólfsson
leikur Andy eftirminnilega.
Persónur þeirra Stefáns Halls
og Bergs Þórs eru flottar and-
stæður auk þess sem samleik-
ur þeirra er góður. Jóhanna Vig-
dís Arnardóttir fer með hlutverk
Claudiu og sýnir að vanda styrk
og útgeislun. Þótt Claudia sé vel
að sér og hafi ratað á forsíður
blaða sem ein valdamesta kona
veraldar er hún engu að síður
aðeins kyntákn þegar til kast-
anna kemur. Að bera Jóhönnu
Vigdísi hér saman við vamm-
lausu stúlkuna sem hún lék í
„Fjölskyldunni“ sýnir hversu
fantagóð leikkona hún er.
Enron er mikið sjónarspil og
varla sú danshefð amerísk sem
ekki brýst fram, né heldur atriði
úr fjölmiðlum sem menn ekki
kannast við. Sjónvarpsfréttakon-
an sem gjammar og strýkur með-
hárs er líklega mörgum kunn.
Halldóra Geirharðs sýndi snilld-
artakta í túlkun hennar.
Sterkustu atriðin voru þegar
venjulega fólkið kom til fund-
ar við „snillinginn“ og sagði frá
sínum óförum. Halldór Gylfason
í hlutverki öryggisvarðarins sem
tapaði öllu verður eins og lóðið
sem dregur loftbólurnar niður á
jörðina.
Hjalti Rögnvaldsson fer með
hlutverk Ken Lay, látinn vera
fremur afskiptalaus með meiri
áhuga fyrir pólitískum vinum
sínum, en þó sá sem heldur um
stjórnartaumana bakvið tjöld-
in. Skýrmæltur að vanda kemur
hann klisjunum vel til skila. Vig-
dís Gunnarsdóttir og Ellert A.
Ingimundarson sem þingmenn
og hlutabréfasali voru frábær.
Það eru mörg hnyttin atriði í
sýningunni sem koma skemmti-
lega á óvart, en að ósekju hefði
mátt draga úr útskýringum.
Leikur ljósa og tóna fylgdi vel
og espaði upp hysteríuna sem
einnig þróaðist vel með leikur-
um. Þetta var vel samsettur leik-
hópur og virðist sýn leikstjórans
og markmið skýr þó svo að hóp-
atriði hafi oft verið of löng í fyrri
hlutanum.
Ein aðalsnilldin hjá Jeffrey Skill-
ing var rafmagnsævintýrið í
Kaliforníu, þar sem örfáir brjál-
æðingar í krafti frjálshyggjunn-
ar slökktu í eiginlegri merkingu á
sjötta stærsta hagkerfi veraldar.
Fjárkúgun eftir að regluverkið
hafði verið lagt í auðn. Er nokkur
von til þess að Nýja Ísland dragi
lærdóm af þessu?
Elísabet Brekkan.
Niðurstaða: Góð leikræn útskýring á
hruninu.
Helstirnið Kammerkór Reykjavíkur
getur bætt við nokkrum
sópran og alt röddum,
sem gætu jafnframt tekið
að sér að syngja einsöng
með kórnum.
Æft er á þriðjudags-
kvöldum.
Á efnisskránni er G-dúr
messa Franz Schubert.
Hafið samband í síma
6612345 eða 8981792.
Laugardagurinn, 25. september / Sunnudagurinn 26.september
Saturday, September 25th / Sunday, September 26th
Laugardagur 25. september Sunndagur 26. september
14:00 Gaza’s Winter/ Last truck Q&A Aardvark • Háskólabíó 2
Soul Kitchen • Háskólabíó 3
Elio Petri : Notes On An Filmmaker Good Fortune • Iðnó
Tricks Forest • Bíó Paradís 1
In the Attic In the Attic • Bíó Paradís 2
Aurora Silent Souls • Bíó Paradís 3
Ploddy, The Police Car Makes A Splash Tricks • Bíó Paradís 4
Song of Tomorrow Monica & David • Hafnarhúsið
The Eagle Hunter’s Son Winds Of Sand, Women Of Rock • Norræna Húsið
16:00 Stand up girls (Uppistands-stelpur)/Island Uganda Q&A Steam of Life • Háskólabíó 2
Soul Kitchen The Anchorage • Háskólabíó 3
Strella – A Woman’s Way Womb • Háskólabíó 4
Which Way Home Do It Again • Iðnó
Forest Honeymoons • Bíó Paradís 1
One Hundred Mornings Q&A Flowers of Evil • Bíó Paradís 2
The Blood of the Rose • Bíó Paradís 3
Three Seasons in Hell Ploddy, The Police Car Makes A Splash • Bíó Paradís 4
Last Train Home Silent Souls • Hafnarhúsið
Addicted in Afghanistan Q&A Three Backyards • Norræna Húsið
18:00 The Palace (Höllin)/The Last Ride (Kraftur)Q&A Icelandic Shorts 1 Q&A • Háskólabíó 2
Womb A Somewhat Gentleman • Háskólabíó 3
Little Blue Nothing Q&A Toxic Playground • Iðnó
The Most Dangerous Man In America Q&A Fake Orgasm Q&A • Bíó Paradís 1
The Blood of the Rose Q&A You are Not I • Bíó Paradís 2
Genius Within - The Inner Life of Glenn Gould Today Is Better Than Two Tomorrows • Bíó Paradís 3
18:30 Attenberg Q&A Tomorrow • Bíó Paradís 4
18:30 The Experiment 18:30 Bad Family • Háskólabíó 4
A Sea Change PilgrIMAGE Q&A • Hafnarhúsið
The Biggest Chinese Restaurant in The World The Hunt For The Nordic Taste & Cooking Event • Norræna Húsið
20:00 Cyrus Last Train Home • Háskólabíó 2
Housing Where’s the Snow ? Q&A • Iðnó
Jo for Jonathan Q&A Three Seasons in Hell Q&A • Bíó Paradís 1
The Edge of Dreaming Q&A 21:00 How I Ended this Summer • Bíó Paradís 2
20:30 The Anchorage The Cameramurderer • Háskólabíó 3
20:30 At Ellen’s Age Splinters • Bíó Paradís 4
21:00 Inside America Shungu/Every Day But Sunday • Bíó Paradís 3
Winds Of Sand, Women Of Rock The Biggest Chinese Restaurant in The World • Hafnarhúsið
Do It Again Kings of Pastry • Norræna Húsið
22:00 The Edge Manufacturing Consent Q&A • Háskólabíó 2
22:30 Big Man Japan The Experiment • Háskólabíó 3
Budrus Aurora • Iðnó
Submarino Q&A 22.30 Submarino • Bíó Paradís 1
The Four Times • Bíó Paradís 2
Silent Souls Gaza’s Winter /Last truck Q&A • Norræna Húsið
ODDSAC • Bíó Paradís 3
22:30 Nuummioq 22:30 Mother Gogo • Bíó Paradís 4
Sérviðburðir:
12:00 - 15:00 Ameríska kvikmyndarútan Ameríska kvikmyndarútan • Hartatorgið Hljómalindarreit
13:00 - 16:00 13:00 Workshop Amy Hardy/16:00 Workshop Philipp Hoffman 16:00 Workshop David Edelstein • Þjóðminjasafnið
20:00 Iceland Airwaves tónleikar/Q&A • Iðnó
21:00 Stelpu-uppistand og fullnægingarkeppni • Næsti bar
GIUSEPPE VERDI
ÓLAFUR KJARTAN SIGURÐARSON
ÞÓRA EINARSDÓTTIR · JÓHANN FRIÐGEIR VALDIMARSSON
JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON · SESSELJA KRISTJÁNSDÓTTIR
BERGÞÓR PÁLSSON · KÓR OG HLJÓMSVEIT ÍSLENSKU ÓPERUNNAR
LÝSING: PÁLL RAGNARSSON · BÚNINGAR: FILIPPÍA ELÍSDÓTTIR
LEIKMYND: ÞÓRUNN SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR
HLJÓMSVEITARSTJÓRI: DANÍEL BJARNASON · LEIKSTJÓRI: STEFÁN BALDURSSON
RIGOLETTO
Frumsýning laugard. 9. október kl. 20 – UPPSELT
Fimmtud. 14. október kl. 20 – ÖRFÁ SÆTI LAUS
Föstud. 29. október kl. 20 – UPPSELT
Sunnud. 31. október kl. 20 – ÖRFÁ SÆTI LAUS
Laugard. 6. nóvember kl. 20 – UPPSELT
Sunnud. 7. nóvember kl. 20 – ÖRFÁ SÆTI LAUS
WWW.OPERA.IS SÍMI MIÐASÖLU 511 4200
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki