Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.09.2010, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 25.09.2010, Qupperneq 82
46 25. september 2010 LAUGARDAGUR Leikhús ★★★★ Enron - Borgarleikhúsið Höfundur: Lucy Prebble Leikstjóri: Stefán Jónsson Aðalhlutverk: Stefán Hallur Stef- ánsson, Bergur Þór Ingólfsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Hjalti Rögnvaldsson. Á fimmtudagskvöld var ein „heit- asta“ leiksýning nútímans, Enron eftir Lucy Prebble, frumsýnd í Borgarleikhúsinu. Sagan um Enron, ris þess og fall, er flestum kunn. Hún átti eftir að endurtaka sig hér á Íslandi þegar fjármálakerfið hrundi. Höfundur velur mjög nákvæma heimildarvísun raunverulegu atburðanna sem leiddi til stærsta gjaldþrots vestanhafs, fram að þeim tíma. Lucy Prebble ræðst hér inn í karlaveldið og sýnir okkur vel nokkrar staðlaðar myndir þeirra jakkafataklæddu „snillinga“ sem í ábyrgðarlaus- um tryllingslegum leik rústa líf ekki aðeins þúsunda manna held- ur milljóna. Fimmtán manna leikhópur kemur sögunni til skila. Kvik- myndir, klipp úr sjónvarpsþátt- um, forsetaframboð Bush yngri, Clinton og sannleikurinn auk fleiri myndskeiða vefjast inn í leikinn og litskrúðugar tölur (sem segja ekki neitt) æsa hina gráklæddu piltstúfa og kauphall- arbrjálæðinga sem dansa, rappa og sturlast jöfnum höndum eftir því sem hlutabréf hníga og falla. Í hópatriðum er vel sýnt hvernig sefjunin á sér stað, ekki ósvipað og hjá öfgatrúarhópum. Stefán Hallur Stefánsson fer með hlutverk forstjórans Jef- frey Skilling. Hann virðist í upp- hafi vera lærdómsfús, heldur við aðalgellu fyrirtækisins, sem auk þess að vera nokkuð glyðruleg er greinilega sú sem stjórnar fyrir- tækinu fyrir hönd hins aldraða Ken Lay, sem hefur meiri áhuga á frístundabrasi og hinu ljúfa lífi heldur en rekstri fyrirtækisins. Í stað þess að velja Claudiu sem forstýru lætur hann Skilling tala sig til. Stefán Hallur skilar vel þessum unga metnaðargjarna einstefnumanni sem virðist í upp- hafi trúa á hugmyndafræðina. Sér til aðstoðar fær Skilling fjármálasnillinginn Andy Fast- ow til þess að byggja nýtt við- skiptamódel: eðluétandi geymslu milljónataps, sem hér í daglegu tali gengur undir nafninu skúffu- fyrirtæki. Bergur Þór Ingólfsson leikur Andy eftirminnilega. Persónur þeirra Stefáns Halls og Bergs Þórs eru flottar and- stæður auk þess sem samleik- ur þeirra er góður. Jóhanna Vig- dís Arnardóttir fer með hlutverk Claudiu og sýnir að vanda styrk og útgeislun. Þótt Claudia sé vel að sér og hafi ratað á forsíður blaða sem ein valdamesta kona veraldar er hún engu að síður aðeins kyntákn þegar til kast- anna kemur. Að bera Jóhönnu Vigdísi hér saman við vamm- lausu stúlkuna sem hún lék í „Fjölskyldunni“ sýnir hversu fantagóð leikkona hún er. Enron er mikið sjónarspil og varla sú danshefð amerísk sem ekki brýst fram, né heldur atriði úr fjölmiðlum sem menn ekki kannast við. Sjónvarpsfréttakon- an sem gjammar og strýkur með- hárs er líklega mörgum kunn. Halldóra Geirharðs sýndi snilld- artakta í túlkun hennar. Sterkustu atriðin voru þegar venjulega fólkið kom til fund- ar við „snillinginn“ og sagði frá sínum óförum. Halldór Gylfason í hlutverki öryggisvarðarins sem tapaði öllu verður eins og lóðið sem dregur loftbólurnar niður á jörðina. Hjalti Rögnvaldsson fer með hlutverk Ken Lay, látinn vera fremur afskiptalaus með meiri áhuga fyrir pólitískum vinum sínum, en þó sá sem heldur um stjórnartaumana bakvið tjöld- in. Skýrmæltur að vanda kemur hann klisjunum vel til skila. Vig- dís Gunnarsdóttir og Ellert A. Ingimundarson sem þingmenn og hlutabréfasali voru frábær. Það eru mörg hnyttin atriði í sýningunni sem koma skemmti- lega á óvart, en að ósekju hefði mátt draga úr útskýringum. Leikur ljósa og tóna fylgdi vel og espaði upp hysteríuna sem einnig þróaðist vel með leikur- um. Þetta var vel samsettur leik- hópur og virðist sýn leikstjórans og markmið skýr þó svo að hóp- atriði hafi oft verið of löng í fyrri hlutanum. Ein aðalsnilldin hjá Jeffrey Skill- ing var rafmagnsævintýrið í Kaliforníu, þar sem örfáir brjál- æðingar í krafti frjálshyggjunn- ar slökktu í eiginlegri merkingu á sjötta stærsta hagkerfi veraldar. Fjárkúgun eftir að regluverkið hafði verið lagt í auðn. Er nokkur von til þess að Nýja Ísland dragi lærdóm af þessu? Elísabet Brekkan. Niðurstaða: Góð leikræn útskýring á hruninu. Helstirnið Kammerkór Reykjavíkur getur bætt við nokkrum sópran og alt röddum, sem gætu jafnframt tekið að sér að syngja einsöng með kórnum. Æft er á þriðjudags- kvöldum. Á efnisskránni er G-dúr messa Franz Schubert. Hafið samband í síma 6612345 eða 8981792. Laugardagurinn, 25. september / Sunnudagurinn 26.september Saturday, September 25th / Sunday, September 26th Laugardagur 25. september Sunndagur 26. september 14:00 Gaza’s Winter/ Last truck Q&A Aardvark • Háskólabíó 2 Soul Kitchen • Háskólabíó 3 Elio Petri : Notes On An Filmmaker Good Fortune • Iðnó Tricks Forest • Bíó Paradís 1 In the Attic In the Attic • Bíó Paradís 2 Aurora Silent Souls • Bíó Paradís 3 Ploddy, The Police Car Makes A Splash Tricks • Bíó Paradís 4 Song of Tomorrow Monica & David • Hafnarhúsið The Eagle Hunter’s Son Winds Of Sand, Women Of Rock • Norræna Húsið 16:00 Stand up girls (Uppistands-stelpur)/Island Uganda Q&A Steam of Life • Háskólabíó 2 Soul Kitchen The Anchorage • Háskólabíó 3 Strella – A Woman’s Way Womb • Háskólabíó 4 Which Way Home Do It Again • Iðnó Forest Honeymoons • Bíó Paradís 1 One Hundred Mornings Q&A Flowers of Evil • Bíó Paradís 2 The Blood of the Rose • Bíó Paradís 3 Three Seasons in Hell Ploddy, The Police Car Makes A Splash • Bíó Paradís 4 Last Train Home Silent Souls • Hafnarhúsið Addicted in Afghanistan Q&A Three Backyards • Norræna Húsið 18:00 The Palace (Höllin)/The Last Ride (Kraftur)Q&A Icelandic Shorts 1 Q&A • Háskólabíó 2 Womb A Somewhat Gentleman • Háskólabíó 3 Little Blue Nothing Q&A Toxic Playground • Iðnó The Most Dangerous Man In America Q&A Fake Orgasm Q&A • Bíó Paradís 1 The Blood of the Rose Q&A You are Not I • Bíó Paradís 2 Genius Within - The Inner Life of Glenn Gould Today Is Better Than Two Tomorrows • Bíó Paradís 3 18:30 Attenberg Q&A Tomorrow • Bíó Paradís 4 18:30 The Experiment 18:30 Bad Family • Háskólabíó 4 A Sea Change PilgrIMAGE Q&A • Hafnarhúsið The Biggest Chinese Restaurant in The World The Hunt For The Nordic Taste & Cooking Event • Norræna Húsið 20:00 Cyrus Last Train Home • Háskólabíó 2 Housing Where’s the Snow ? Q&A • Iðnó Jo for Jonathan Q&A Three Seasons in Hell Q&A • Bíó Paradís 1 The Edge of Dreaming Q&A 21:00 How I Ended this Summer • Bíó Paradís 2 20:30 The Anchorage The Cameramurderer • Háskólabíó 3 20:30 At Ellen’s Age Splinters • Bíó Paradís 4 21:00 Inside America Shungu/Every Day But Sunday • Bíó Paradís 3 Winds Of Sand, Women Of Rock The Biggest Chinese Restaurant in The World • Hafnarhúsið Do It Again Kings of Pastry • Norræna Húsið 22:00 The Edge Manufacturing Consent Q&A • Háskólabíó 2 22:30 Big Man Japan The Experiment • Háskólabíó 3 Budrus Aurora • Iðnó Submarino Q&A 22.30 Submarino • Bíó Paradís 1 The Four Times • Bíó Paradís 2 Silent Souls Gaza’s Winter /Last truck Q&A • Norræna Húsið ODDSAC • Bíó Paradís 3 22:30 Nuummioq 22:30 Mother Gogo • Bíó Paradís 4 Sérviðburðir: 12:00 - 15:00 Ameríska kvikmyndarútan Ameríska kvikmyndarútan • Hartatorgið Hljómalindarreit 13:00 - 16:00 13:00 Workshop Amy Hardy/16:00 Workshop Philipp Hoffman 16:00 Workshop David Edelstein • Þjóðminjasafnið 20:00 Iceland Airwaves tónleikar/Q&A • Iðnó 21:00 Stelpu-uppistand og fullnægingarkeppni • Næsti bar GIUSEPPE VERDI ÓLAFUR KJARTAN SIGURÐARSON ÞÓRA EINARSDÓTTIR · JÓHANN FRIÐGEIR VALDIMARSSON JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON · SESSELJA KRISTJÁNSDÓTTIR BERGÞÓR PÁLSSON · KÓR OG HLJÓMSVEIT ÍSLENSKU ÓPERUNNAR LÝSING: PÁLL RAGNARSSON · BÚNINGAR: FILIPPÍA ELÍSDÓTTIR LEIKMYND: ÞÓRUNN SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR HLJÓMSVEITARSTJÓRI: DANÍEL BJARNASON · LEIKSTJÓRI: STEFÁN BALDURSSON RIGOLETTO Frumsýning laugard. 9. október kl. 20 – UPPSELT Fimmtud. 14. október kl. 20 – ÖRFÁ SÆTI LAUS Föstud. 29. október kl. 20 – UPPSELT Sunnud. 31. október kl. 20 – ÖRFÁ SÆTI LAUS Laugard. 6. nóvember kl. 20 – UPPSELT Sunnud. 7. nóvember kl. 20 – ÖRFÁ SÆTI LAUS WWW.OPERA.IS SÍMI MIÐASÖLU 511 4200 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.