Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.09.2010, Qupperneq 84

Fréttablaðið - 25.09.2010, Qupperneq 84
48 25. september 2010 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Knattspyrnumaðurinn David Beckham hyggst láta sverfa til stáls í baráttu sinni við banda- ríska tímaritið In Touch og vænd- iskonuna Irmu Nici. In Touch birti í fyrradag frétt þess efnis að Beckham hefði greitt Irmu og vin- konu hennar fúlgur fjár fyrir kyn- lífsleiki. Beckham hyggst krefja Irmu um fimm milljón- ir punda sem samsvarar rúmum níu hundruð millj- ónum íslenskra króna en hún ku vera horf- in af yfirborði jarðar eftir að fréttin birtist, að því er fram kemur í breska blaðinu The Sun. Beck- ham segir að hann muni gera allt sem í hans valdi stendur til að finna hana, velta við hverjum steini. ÆTLAR AÐ VERJA SIG Beckham lætur ekki vaða yfir sig. Íslenska heimildarmyndin Sólskins- drengurinn fær lofsamlega dóma í bandarísku stórblöðunum New York Times og Los Angeles Times. Mynd- in var frumsýnd í Bandaríkjunum og Bretlandi í gær og því nokkuð skammt stórra högga á milli hjá Friðriki Þór Friðrikssyni, leikstjóra myndarinnar, því önnur kvikmynd hans, Mamma Gógó, hefur einnig fengið flotta dóma, meðal annars hjá Variety. New York Times sparar ekki stóru orðin í sinni gagnrýni. Gagnrýnand- inn Andy Webster segir enska tal- setningu Kate Winslet hafa heppn- ast einstaklega vel og að þótt titill myndarinnar gefi það til kynna að Margrét Dagmar Ericsdóttir, mamma sólskinsdrengsins Kela, sé í aðalhlutverki þá fjalli myndin meira um ástæður og eðil einhverfu. Webs- ter segir í lokaorðum sínum að það hafi verið ótrúlegt að sjá Margréti ná loks sambandi við son sinn handan veggja einhverfunnar, það eigi eftir að hreyfa við áhorfendum. Michael Ordoña hjá Los Angeles Times fer yfir sögu Margrétar og Kela eins og hún birtist í myndinni og til hvaða ráða þau hafi gripið. Ordoña segir hins vegar að myndin nái ákveðn- um hæðum þegar fjölskyldan kemur til Texas og kynnist hinni indversku Soma. „Það er virkilega hjartnæmt að fylgjast með fjölskyldu sem þráir það eitt að geta tengst syni sínum. Og þeim, sem eru fullir efasemda um myndina eins og ég var, get ég sagt að þetta er virkilega falleg og heillandi mynd,“ skrifar Ordoña. - fgg Sólskinsdrengurinn lofaður í Ameríku FLYTUR TIL ÚTLANDA Í FYRSTA SINN Dóri DNA hlakkar mikið til að flytja til Þýska- lands og er að eigin sögn altalandi á þýsku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Rapparinn og uppistandar- inn Dóri DNA segist þurfa á tilbreytingu að halda og flytur út eftir helgi. „Ég flyt út á þriðjudaginn og hlakka mikið til,“ segir Hall- dór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, en hann er flytja til Þýskalands í skiptinám. Dóri nemur fræði og framkvæmd við Listaháskóla Íslands en hann hyggst vera úti í hálft ár. „Ég er mikill heimalningur í mér svo þetta er í fyrsta sinn sem ég flyt út fyrir landsteinana – en finn að ég þarf á því að halda,“ segir Dóri og bætir við að íslenskur samtími sé svo sorglegur að hann hlakki bara til að sleppa við að lesa blöð- in á morgnana og gráta yfir örlög- um landsins síns. „Þetta er eitt- hvað sem maður verður að prufa en skólinn er í litlum bæ fyrir utan Frankfurt og við erum tveir frá Íslandi að fara í saman,“ segir Dóri og viðurkennir að það eigi eftir að slá aðeins á heimþrána. Þegar Fréttablaðið náði af Dóra tali var hann staddur í New York þar sem hann hefur verið að vinna að viðtölum fyrir heimildarmynd- ina HKL ásamt móður sinni, Guð- nýju Halldórsdóttur. „Þetta er búið mjög skemmtileg ferð þar sem við erum búin að lenda í vandræð- um fyrir utan Hvíta húsið, skoða frelsisstyttuna og fara um upp- tökustaði The Wire-þáttanna,“ segir Dóri en hann kemur heim í dag í tæka tíð fyrir kveðjupartýið sitt sem haldið verður á Prikinu í kvöld. „Ég vonast til að sem flest- ir sjái sér fært að skála við mig í kvöld. Allir velkomnir,“ segir Dóri glaður í bragði að lokum. alfrun@frettabladid.is Dóri DNA flytur til Þýskalands JÁKVÆTT Gagnrýnendur hjá New York Tims og Los Angeles Times hrósa Sólskinsdrengnum. > STRÖNG MÓÐIR Madonna þykir mjög strangur upp- alandi og mega börn hennar meðal annars hvorki neyta sykurs né horfa á sjónvarp. Elsta dóttir Madonnu, Lourdes, verður fjórtán ára í október og hefur feng- ið leyfi móður sinnar til að lita á sér hárið í fyrsta sinn. Stúlkan segist ætla lita hárið á sér rautt, en hún er dökkhærð. Beckham vill tæpan milljarð www.ellingsen.is BARNAÚLPUR GÓÐAR REYKJAVÍK Fiskislóð 1 Sími 580 8500 Opið mánud.–föstud. 10–18, laugard. 10–16 AKUREYRI Tryggvabraut 1–3 Sími 460 3630 Opið mánud.–föstud. 8–18, laugard. 10–16 Hlýjar Didriksons barnaúlpur með vatnsvörn, límdum saumum og góðri öndun. Mikið úrval á frábæru verði. E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 7 2 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.