Fréttablaðið - 25.09.2010, Side 87
LAUGARDAGUR 25. september 2010 51
Sellóleikarinn Gyða Valtýsdóttir, sem gerði
garðinn frægan með hljómsveitinni múm hér
á árum áður, heldur tónleika í Norðurpólnum í
kvöld ásamt slagverksleikaranum Julian Sar-
torius. Þau hafa spilað saman sem tvíeyki í tæpt
ár og eru þetta fyrstu tónleikar þeirra hér á
landi.
„Ég var í múm á unglingsaldri en hætti í
sveitinni til að einbeita mér að náminu í Lista-
háskóla Íslands. Eftir útskrift stakk ég svo af
til Rússlands og var þar í einn vetur. Ég hafði
verið að spila mikið af rússneskri tónlist á þess-
um tíma og í gegnum það vaknaði áhugi minn á
landinu,“ útskýrir Gyða og bætir við að hún hafi
svo endað í borginni Basil í Sviss þar sem hún
hóf meistaranám í klassískum sellóleik.
Aðspurð segist Gyða hafa fylgst nokkuð vel
með gengi múm í gegnum tíðina, en tvíburasyst-
ir hennar söng áfram með sveitinni eftir brott-
hvarf Gyðu. „Mér var reyndar boðið að spila
með hljómsveitinni í Kraká fyrir stuttu og það
fannst mér mjög gaman. Það var skemmtilegt
að sjá hvert þau voru komin heilum átta árum
síðar.“
Gyða og Sartorius leika blöndu af spunatón-
list og sönglögum sem þau hafa fundið á ferð-
um sínum og segir Gyða mikið frelsi felast í
því að leika spuna. „Spuni er oft rangtúlkaður
og vanmetinn og ég skil vel hvers vegna,“ segir
Gyða „En spuni er þó ávallt til staðar í allri
sköpun, þá flæðir óhindrað upp úr djúpum und-
irmeðvitundarinnar án ritskoðunar heilans.“
Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20 og er
miðaverð 1.000 krónur. - sm
Fylgdist vel með gengi múm
TEKUR ÁHÆTTU Gyða Valtýsdóttir heldur tónleika
ásamt Julian Sartorius í Norðurpólnum í kvöld.
FJÖLSKYLDAN HJÁLPAR Michael Douglas
leikari segir unga syni sína hjálpa sér í
baráttunni við krabbameinið.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Leikarinn Michael Douglas segir
að krabbameinið hafi að ein-
hverju leyti sameinað fjölskyldu
hans og að hann leyfi sonum
sínum að koma með sér á spítal-
ann í geislameðferðir. Douglas,
sem greindist með krabbamein í
tungunni fyrr í sumar, segir syni
sína hjálpa sér í baráttunni við
sjúkdóminn og ástæðulaust sé að
halda þessu leyndu fyrir þeim.
Synir hans eru sjö og tíu ára
gamlir en þá á hann með konu
sinni Catherine Zeta-Jones. Dou-
glas segir í samtali við dagblaðið
Daily Telegraph að hann sé far-
inn að snúa sér að íhugun og slök-
un til að vinna á krabbameininu.
Synir Dougl-
as hjálpa til
NÝJA DÓMNEFNDIN Nýja dómnefndin í
American Idol ætlar ekki að nota sömu
aðferðir og Simon Cowell.
Framleiðandi American Idol,
Nigel Lythgoe, hefur lofað því að
í næstu þáttaröð verði dómnefnd-
in ekki eins grimm og þegar
Simon Cowell var formaður
dómnefndar. „Keppendur verða
ekki niðurlægðir,“ sagði hann.
Nýju dómararnir, Steve Tyler og
Jennifer Lopez, hafa einnig sínar
skoðanir á dómarastarfinu. „Ég
get alveg verið ströng en ég held
að ég gæti aldrei verið grimm við
annan listamann,“ sagði Lopez.
„Það eru örugglega aðrar leiðir
til að koma skilaboðunum á fram-
færi.“ Tyler talaði um að koma
rokkinu meira að í þáttunum,
endar syngur hann með rokk-
sveitinni Aerosmith.
Dómnefndin
ekki grimm
Fangelsismálayfirvöldum verður
gert skylt að fylgjast grannt með
andlegri heilsu breska söngvar-
ans George Michael. Þetta kom
fram í The Sun í gær. Samkvæmt
dómara í máli hans er ljóst, af
viðbrögðum hans við dómnum,
að raunveruleg hætta sé á því
að hann geti skaðað sjálfan sig
á meðan á fangelsisvistinni
stendur. Michael var dæmdur í
tveggja mánaða fangelsi fyrir að
hafa ekið á Range Rover-bifreið
sinni inn í búð í London. Michael
reyndist vera undir áhrifum
kannabisefna.
Óttast um
Michael
Mínus
Golfnámskeið fyrir konur
Golfskóli Nonna nagla
Bókanir í síma: 864 5116
Kona! Láttu ekki konuna í þér draga
úr þér löngunina til að láta til þín taka.
Sumar konur geta alveg spilað golf.
Með ögun og æfingu geta þær meira
að segja orðið ágætar.
Mínus sex – annars endurgreitt
Kerfi mitt er einfalt, sex vikna námskeið
og þú lækkar forgjöfina um sex næstu
sex vikur sem þú spilar golf – annars
færðu endurgreitt.
1. skref: Gripið greint og leiðrétt
2. skref: 6 mismunandi stöður teknar
3. skref: Mýktin í mittinu
4. skref: Sveifluferill greining
5. skref: Sveiflan fullkomnuð
6. skref: Úrvinnsla
Nánari upplýsingar á www.nonninagli.is
Mínus
Jón Jósafat Björnsson
verðandi PGA-golfkennari
Kynnir í fyrsta sinn á Íslandi
einstakt golfkerfi fyrir konur.
Kennsla fer fram við 1. flokks
aðstæður í 1.200 m2 rými
á Korputorgi. Þrívíddarkerfi
greinir sveifluna á augabragði.
Fínhreyfingar á gríninu
vinna að miklu leyti upp
kraftleysið í upphafs-
höggum kvenna.
Með góðum æfingum
geta konur slegið eins
og miðlungskarlmenn.
Láttu Nonna negla
niður forgjöfina þína.
kynningarafsláttur
á öll námskeið fyrir þær
sem bóka fyrir 1. október
6 skrefa kerfi Nonna:
Verð: 15.000 kr.
Ókeypis æfingaaðstaða, aðgangur
að „virtual golfscreen“ og æfingakúlur
meðan á námskeiði stendur.