Fréttablaðið - 25.09.2010, Síða 87

Fréttablaðið - 25.09.2010, Síða 87
LAUGARDAGUR 25. september 2010 51 Sellóleikarinn Gyða Valtýsdóttir, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni múm hér á árum áður, heldur tónleika í Norðurpólnum í kvöld ásamt slagverksleikaranum Julian Sar- torius. Þau hafa spilað saman sem tvíeyki í tæpt ár og eru þetta fyrstu tónleikar þeirra hér á landi. „Ég var í múm á unglingsaldri en hætti í sveitinni til að einbeita mér að náminu í Lista- háskóla Íslands. Eftir útskrift stakk ég svo af til Rússlands og var þar í einn vetur. Ég hafði verið að spila mikið af rússneskri tónlist á þess- um tíma og í gegnum það vaknaði áhugi minn á landinu,“ útskýrir Gyða og bætir við að hún hafi svo endað í borginni Basil í Sviss þar sem hún hóf meistaranám í klassískum sellóleik. Aðspurð segist Gyða hafa fylgst nokkuð vel með gengi múm í gegnum tíðina, en tvíburasyst- ir hennar söng áfram með sveitinni eftir brott- hvarf Gyðu. „Mér var reyndar boðið að spila með hljómsveitinni í Kraká fyrir stuttu og það fannst mér mjög gaman. Það var skemmtilegt að sjá hvert þau voru komin heilum átta árum síðar.“ Gyða og Sartorius leika blöndu af spunatón- list og sönglögum sem þau hafa fundið á ferð- um sínum og segir Gyða mikið frelsi felast í því að leika spuna. „Spuni er oft rangtúlkaður og vanmetinn og ég skil vel hvers vegna,“ segir Gyða „En spuni er þó ávallt til staðar í allri sköpun, þá flæðir óhindrað upp úr djúpum und- irmeðvitundarinnar án ritskoðunar heilans.“ Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20 og er miðaverð 1.000 krónur. - sm Fylgdist vel með gengi múm TEKUR ÁHÆTTU Gyða Valtýsdóttir heldur tónleika ásamt Julian Sartorius í Norðurpólnum í kvöld. FJÖLSKYLDAN HJÁLPAR Michael Douglas leikari segir unga syni sína hjálpa sér í baráttunni við krabbameinið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Leikarinn Michael Douglas segir að krabbameinið hafi að ein- hverju leyti sameinað fjölskyldu hans og að hann leyfi sonum sínum að koma með sér á spítal- ann í geislameðferðir. Douglas, sem greindist með krabbamein í tungunni fyrr í sumar, segir syni sína hjálpa sér í baráttunni við sjúkdóminn og ástæðulaust sé að halda þessu leyndu fyrir þeim. Synir hans eru sjö og tíu ára gamlir en þá á hann með konu sinni Catherine Zeta-Jones. Dou- glas segir í samtali við dagblaðið Daily Telegraph að hann sé far- inn að snúa sér að íhugun og slök- un til að vinna á krabbameininu. Synir Dougl- as hjálpa til NÝJA DÓMNEFNDIN Nýja dómnefndin í American Idol ætlar ekki að nota sömu aðferðir og Simon Cowell. Framleiðandi American Idol, Nigel Lythgoe, hefur lofað því að í næstu þáttaröð verði dómnefnd- in ekki eins grimm og þegar Simon Cowell var formaður dómnefndar. „Keppendur verða ekki niðurlægðir,“ sagði hann. Nýju dómararnir, Steve Tyler og Jennifer Lopez, hafa einnig sínar skoðanir á dómarastarfinu. „Ég get alveg verið ströng en ég held að ég gæti aldrei verið grimm við annan listamann,“ sagði Lopez. „Það eru örugglega aðrar leiðir til að koma skilaboðunum á fram- færi.“ Tyler talaði um að koma rokkinu meira að í þáttunum, endar syngur hann með rokk- sveitinni Aerosmith. Dómnefndin ekki grimm Fangelsismálayfirvöldum verður gert skylt að fylgjast grannt með andlegri heilsu breska söngvar- ans George Michael. Þetta kom fram í The Sun í gær. Samkvæmt dómara í máli hans er ljóst, af viðbrögðum hans við dómnum, að raunveruleg hætta sé á því að hann geti skaðað sjálfan sig á meðan á fangelsisvistinni stendur. Michael var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ekið á Range Rover-bifreið sinni inn í búð í London. Michael reyndist vera undir áhrifum kannabisefna. Óttast um Michael Mínus Golfnámskeið fyrir konur Golfskóli Nonna nagla Bókanir í síma: 864 5116 Kona! Láttu ekki konuna í þér draga úr þér löngunina til að láta til þín taka. Sumar konur geta alveg spilað golf. Með ögun og æfingu geta þær meira að segja orðið ágætar. Mínus sex – annars endurgreitt Kerfi mitt er einfalt, sex vikna námskeið og þú lækkar forgjöfina um sex næstu sex vikur sem þú spilar golf – annars færðu endurgreitt. 1. skref: Gripið greint og leiðrétt 2. skref: 6 mismunandi stöður teknar 3. skref: Mýktin í mittinu 4. skref: Sveifluferill greining 5. skref: Sveiflan fullkomnuð 6. skref: Úrvinnsla Nánari upplýsingar á www.nonninagli.is Mínus Jón Jósafat Björnsson verðandi PGA-golfkennari Kynnir í fyrsta sinn á Íslandi einstakt golfkerfi fyrir konur. Kennsla fer fram við 1. flokks aðstæður í 1.200 m2 rými á Korputorgi. Þrívíddarkerfi greinir sveifluna á augabragði. Fínhreyfingar á gríninu vinna að miklu leyti upp kraftleysið í upphafs- höggum kvenna. Með góðum æfingum geta konur slegið eins og miðlungskarlmenn. Láttu Nonna negla niður forgjöfina þína. kynningarafsláttur á öll námskeið fyrir þær sem bóka fyrir 1. október 6 skrefa kerfi Nonna: Verð: 15.000 kr. Ókeypis æfingaaðstaða, aðgangur að „virtual golfscreen“ og æfingakúlur meðan á námskeiði stendur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.