Fréttablaðið - 28.09.2010, Síða 42

Fréttablaðið - 28.09.2010, Síða 42
 28. september 2010 ÞRIÐJUDAGUR26 sport@frettabladid.is KR-INGAR eru í leit að markverði fyrir næsta sumar. Fjölmargir markverðir eru með lausan samning og þar á meðal þeir tveir sem sagðir eru vera efstir á óskalista KR. Það eru Ingvar Þór Kale, markvörður Breiðabliks, og Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram. FÓTBOLTI Þó svo Pepsi-deildin sé búin í ár er vinnu stjórnarmanna ekki lokið. Nú tekur við sá tími þegar félög reyna að endursemja við leikmenn eða lokka aðra samn- ingslausa leikmenn til síns liðs. Talsvert af sterkum leikmönn- um eru að losna undan samningi og þar af tveir af markahæstu leik- mönnum sumarsins – Atli Viðar Björnsson og Gilles Mbang Ondo. Ondo ætlar að reyna að komast að hjá liði erlendis en lítið er vitað um framtíðarplön Atla Viðars. Íslandsmeistarar Breiðabliks eru í fínum málum með sína leik- menn en helst gætu þeir þurft að hafa áhyggjur af markvarðarmál- unum enda er Ingvar Kale með lausan samning og KR hefur sýnt honum áhuga. Eyjamenn þurfa eins og venjulega að skoða mál- efni útlendinganna enda sumir með lausan samning. KR mun missa Guðjón Baldvins- son og Guðmund Reyni Gunnars- son sem komu að láni frá Svíþjóð en annars eru KR-ingar vel sett- ir. Sömu sögu er ekki að segja af Keflvíkingum enda er margir af lykilmönnum liðsins með lausan samning. Verið er að vinna í leik- mannamálunum þar en eflaust munu einhver lið bera víurnar í sterka leikmenn Keflavíkur. Fastlega má búast við því að Hólmar Örn Rúnarsson verði eft- irsóttur enda einn af sterkari leik- mönnum deildarinnar þó svo hann hafi ekki alveg verið upp á sitt besta í sumar. Algengt er hversu margir mark- menn eru með lausan samning. Fyrir utan Kale og Hannes Hall- dórsson eru þeir Bjarni Þórður Halldórsson úr Stjörnunni, Valsar- inn Kjartan Sturluson og Selfyss- ingurinn Jóhann Ólafur Sigurðs- son með lausan samning. Svo er spurning hvað leikmenn Selfoss gera en einhverjir þeirra vilja eflaust komast að hjá úrvals- deildarfélagi. Viktor Unnar er þegar orðaður við sitt uppeldisfé- lag, Breiðablik, og svo eru bræð- urnir Guðmundur og Ingólfur Þórarinssynir einnig með lausan samning. henry@frettabladid.is PRÓFAR HANN EITTHVAÐ NÝTT? Markamaskínan Atli Viðar Björnsson er með betri framherjum landsins. Hann á eftir að ákveða hvort hann verði áfram í FH eða rói á önnur mið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Breiðablik: Árni Kristinn Gunnarsson Ingvar Þór Kale Olgeir Sigurgeirsson FH: Atli Viðar Björnsson Ásgeir Gunnar Ásgeirsson Tommy Nielsen ÍBV: Albert Sævarsson Anton Bjarnason Arnór Eyvar Ólafsson Ásgeir Aron Ásgeirsson Danien Justin Warlem Matt Garner Rasmus Christiansen KR: Egill Jónsson Gunnar Kristjánsson Lars Ivar Moldsked Guðjón Baldvinsson og Guðmundur Reynir voru á láni frá GAIS í Svíþjóð. Fram: Alexander Veigar Þórarinsson Hannes Þór Halldórsson Joe Tillen Jón Orri Ólafsson Keflavík: Alen Sutej Bjarni Hólm Aðalsteinsson Brynjar Örn Guðmundsson Einar Orri Einarsson Guðjón Árni Antoníusson Haukur Ingi Guðnason Hólmar Örn Rúnarsson Hörður Sveinsson Paul McShane Lasse Jörgensen Ómar Jóhannsson Valur: Baldur Ingimar Aðalsteinsson Ian Jeffs Kjartan Sturluson Martin Pedersen Sigurbjörn Örn Hreiðarsson Stjarnan: Arnar Már Björgvinsson Baldvin Sturluson Bjarni Þórður Halldórsson Björn Pálsson Dennis Danry Ellert Hreinsson Marel Baldvinsson Fylkir: Jóhann Þórhallsson Kristján Valdimarsson Ólafur Stígsson Þórir Hannesson Grindavík: Gilles Mbang Ondo Grétar Ólafur Hjartarson Jóhann Helgason Óli Baldur Bjarnason Selfoss: Guðmundur Þórarinsson Ingólfur Þórarinsson Jóhann Ólafur Sigurðsson Sævar Þór Gíslason Viktor Unnar Illugason * upplýsingar frá ksi.is Leikmenn með lausa samninga á þessu ári HANDBOLTI Í gær var birt spá þjálfara, fyrirliða og forráða- manna í N1-deildunum. Samkvæmt spánni verða FH og Fram meistarar næsta vor en liðin þykja sigurstrangleg í upp- hafi móts. - hbg Handboltinn að byrja: FH og Fram spáð sigri HRESSIR Hluti af fyrirliðum liðanna í N1- deild karla. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI N1-deildirnar Spá fyrir N1-deild karla: 1. FH 218 stig 2. Haukar 214 3. Akureyri 187 4. Fram 170 5. Valur 146 6. HK 119 7. Selfoss 104 8. Afturelding 90 Spá fyrir N1-deild kvenna: 1. Fram 286 stig 2. Valur 282 3. Stjarnan 224 4. Fylkir 213 5. FH 144 6. HK 142 7. Haukar 139 8. ÍBV 9. Grótta 67 10. ÍR 37 FÓTBOLTI Ef reglur Alþjóðaknatt- spyrnusambandsins væru við lýði hér á landi við veitingu gull, silfur- og bronsskósins þá ætti Grindvíkingurinn Gilles Ondo ekki að fá gullskóinn heldur Blik- inn Alfreð Finnbogason. Þegar FIFA verðlaunar marka- hæstu leikmenn sína á HM í fót- bolta þá ræður fjöldi stoðsend- inga röð leikmanna á undan leikja- og mínútufjölda. Þetta á við ef leikmenn hafa skorað jafn- mörg mörk eins og þeir marka- hæstu í Pepsi-deildinni í sumar. Gilles Ondo lék færri leiki en bæði Alfreð og Atli Viðar en gaf hins vegar aðeins eina stoðsend- ingu í sumar. Alfreð gaf 6 stoð- sendingar og Atli Viðar var með 4 stoðsendingar. Röðin á þeim er Gilles-Alfreð-Atli Viðar en sam- kvæmt reglum FIFA þá væri hún Alfreð-Atli Viðar-Gilles. - óój Reglur FIFA á HM í fótbolta: Alfreð ætti að fá gullskóinn FÆR SILFURSKÓINN Alfreð Finnbogason var með 14 mörk og 6 stoðsendingar í Pepsi-deildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Feitir bitar á leið á markaðinn Fjölmargir sterkir leikmenn í Pepsi-deildinni verða með lausan samning á næstu dögum. Eflaust munu flestir þeirra verða áfram hjá sama félagi en líklega verður hart barist um stærstu bitana á markaðnum. FÓTBOLTI Það fara fram átta leik- ir í riðlum í Meistaradeildinni í kvöld. Flestra augu verða örugg- lega á leikjum Chelsea, Arsenal og Real Madrid sem þurfa öll að rífa sig upp eftir slaka frammi- stöðu um helgina. Chelsea tapaði þá á móti Man. City, Arsenal tapaði óvænt 2-3 á heimavelli á móti West Brom- wich og Real Madrid náði aðeins markalausu jafntefli á móti Levante. Chelsea tekur á móti frönsku meisturunum í Olympique de Marseille (Stöð 2 Sport), Arsen- al sækir FK Partizan heim (Stöð 2 Sport 3) og Real er á útivelli á móti Auxerre (Stöð 2 Sport 4). - óój Leikir kvöldsins: E-riðill: Roma-Cluj, Basel-Bayern Munchen F: Chelsea-Marseille, Spartak Moskva-Zilina G: Auxerre-Real Madrid, Ajax-AC Milan H: Braga-Shakhtar Donetsk, Partizan-Arsenal Meistaradeildin í kvöld: Frönsku meistar- arnir á Brúnni ÓSÁTTUR Chelsea hefur tapað 2 síðustu leikjum sínum. MYND/GETTYIMAGES FÓTBOLTI Rúnar Kristinsson verð- ur áfram þjálfari KR-inga í Pepsi- deild karla en hann skrifaði undir þriggja ára samning í gær. „Ég vildi vera viss um að ég væri að taka rétta ákvörðun bæði fyrir mig og fyrir félagið. Ég tek þetta að mér af því að ég treysti mér fullkomlega til þess og hef áhuga á þessu,“ sagði Rúnar í gærkvöldi. Rúnar gjörbreytti KR-liðinu þegar hann tók við því um mitt sumar og fór með það úr 9. sæti upp í toppbarátt- una og inn í bikarúrslita- leikinn. KR-liðið vann 8 af 13 leikjum undir hans stjórn. „Mér fannst þetta vera eðlilegt fram- hald af því að þetta gekk það vel, strák- arnir tóku mér vel og það var vilji bæði frá mér og stjórn knattspyrnudeild- arinnar að ég héldi þessu áfram. Ég tel því að ég sé að gera rétt með því að halda áfram,“ segir Rúnar sem mun halda áfram í starfi sínu sem yfir- maður knattspyrnu- mála hjá félaginu. „Ég mun sinna því að einhverju leyti áfram en mun reyna að til- einka mér meira aðstoð við þjálfun yngri flokka. Það er eitthvað sem hentar mér miklu betur en að vera bundinn inni. Þá getur maður reynt að vera þjálfurunum innan handar og taka meiri þátt í þjálfarastarf- inu út á vellinum í stað þess að vera í einhverjum samræðum inni á skrifstofu,” segir Rúnar. Hann fer nú að huga að leik- mannamálum liðsins. „Við erum með mjög góðan kjarna af leikmönnum sem eru samningsbundnir okkur og við munum fara að kíkja á leikmanna- málin á allra næstu dögum. Auðvitað verða alltaf ein- hverjar breyting- ar eins og gerist og gengur hjá flest- öllum félögum. Við munum skoða þau mál gaumgæfi- lega en ég er með mjög góðan efni- við og marga góða leikmenn sem eru samningsbundnir KR. Það er lykilatriði að hlúa að þeim fyrst og svo sjáum við til hvort þurfi að bæta einhverju við,“ sagði Rúnar en stærsta verkefnið hjá Rúnari er að fá KR-liðið til að byrja betur. „Annað árið í röð þá misstum við toppliðin alltof langt frá okkur og það var bara of erfitt að ná þeim. Auðvitað munum við reyna að bæta okkur á flestum sviðum og við þurfum að ná betri árangri í upp- hafi móts og reyna að halda því út allt mótið,“ sagði Rúnar. „Heimavallartölfræðin okkar er líka mjög slæm og alls ekki KR bjóðandi. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna í og laga því við náum aðeins fimm sigrum á heima- velli af ellefu og KR-völlurinn á að vera sterkari en það,“ sagði Rúnar. - óój Rúnar Kristinsson heldur áfram þjálfun KR-liðsins til næstu þriggja ára: Fannst þetta eðlilegt framhald FH-ingar staðfestu það á heimasíðu sinni í gær að Heimir Guðjónsson verði áfram þjálfari liðsins í Pepsi-deildinni. Þetta verður fjórða sumar Heimis með liðinu en hann tók við liðinu af núverandi landsliðsþjálfara Ólafi Jóhannessyni haustið 2007. FH hefur unnið stóran titil á öllum þremur tímabilum Heimis með liðinu, Íslandsmeistaratitil fyrstu tvö árin og svo bikarmeistara- titilinn í ár. Heimir áfram með FH-liðið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.