Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 6
6 29. september 2010 MIÐVIKUDAGUR Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is Tími viðskiptavina okkar er dýrmætur. Samkvæmt mælingum í ágúst svaraði þjónustuver MP banka 58% símtala á innan við 5 sekúndum. Svarar bankinn þinn þér á fimm sekúndum? Dagbjört Margrét Pálsdóttir viðskiptastjóri Borgartúni Hafðu samband í síma 540 3200 og skiptu yfir í betri bankaþjónustu. – eins og banki á að vera NEYTENDUR „Verslunin á að sjá til þess að verðmerkja viðkomandi vöru með hillumiða með uppgefnu kílóverði. Þá þarf neytandinn að margfalda í huganum hvað varan kostar frammi á kassa,“ segir Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss. „Varðandi afslætti við kassa, þá munu þeir einnig hætta.“ Á mánudag féllust Hagar á að greiða 270 milljónir í sekt fyrir brot á samkeppnislögum. Sam- keppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að verslanir Bónuss, í eigu Haga, hafi átt í samráði við átta kjötframleiðendur um verð- lagningu á kjötvörum, með því að verðmerkja vörurnar áður en þær koma í verslanir. Frá 1. desember næstkomandi verður Bónus óheimilt að taka við forverðmerktum kjötvörum sem seldar eru í stykkjatali. Eftir 1. mars 2011 verður óheimilt að taka við öllum forverðmerktum vörum. Þá er um að ræða allar kjötvörur og einnig osta í stykkjatali, segir Guðmundur. Hann segir þetta leiða af sér að Bónus muni einungis gefa upp kíló- verð og þyngd viðkomandi vöru, en ekki útreiknað verð. Bónus hafi verið sektað fyrir fyrirkomulag sem hafi verið við líði á markaðn- um löngu fyrir opnanir verslan- anna árið 1989. Hann telur Sam- keppniseftirlitið vera að leggja til atlögu gegn fyrirtækinu. „Þetta mál er með ólíkindum og öll umræða á þann veg að reynt er að gera Bónus tortryggilegt í augum neytenda,“ segir Guð- mundur. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir þessar áætl- anir Bónuss um verðmerkingar stangast á við lög. Hann segir að verslunum beri samkvæmt lögum að birta þyngd, kílóverð og endan- legt verð hverrar vöru fyrir sig. Tryggvi fagnar aðgerðum Sam- keppniseftirlitsins og segir Neyt- endastofu hafa beðið eftir ákvörð- uninni. „Það hefur að okkar mati verið ótækt ástand að endanlegt verð til neytenda hefur ekki verið á vör- unum eins og lög og reglur mæla fyrir um,“ segir Tryggvi. „Neyt- endur hafa þurft að beita stöðug- um hugarreikningi til að finna út hið endanlega verð vörunnar þegar þeir eru að gera sitt upp- lýsta val.“ sunna@frettabladid.is Viðskiptavinir reikni út kjötverðið sjálfir Nákvæmar verðmerkingar á kjötvörum munu hætta á næsta ári, samkvæmt framkvæmdarstjóra Bónuss. Neytendur þurfi sjálfir að reikna út verð út frá kílóverði og þyngd. Óheimilt samkvæmt lögum, segir forstjóri Neytendastofu. TRYGGVI AXELSSON GUÐMUNDUR MARTEINSSON KÍLÓVERÐ Aðeins verður gefið upp kílóverð á kjötvörum, ostum og fleiri vörutegundum í Bónus eftir 1. mars næstkomandi að sögn framkvæmdastjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON NORÐUR-KÓREA, AP Ljóst þykir að Kim Jong Un taki við af föður sínum, Kim Jong Il, sem leiðtogi Norður-Kóreu þegar fram líða stundir. Varla gerist það þó fyrr en faðirinn fellur frá, en heilsu hans hefur hrakað á allra síðustu árum. Kim Jong Il, sem er yngstur þriggja sona leiðtogans, var gerð- ur að herforingja á mánudag, dag- inn áður en landsþing Kommún- istaflokks landsins var haldið. Slíkt þing var síðast kallað saman árið 1980, þegar Kim Il Sung, stofnandi ríkisins og þáver- andi leiðtogi, kynnti son sinn til sögunnar. Kim Jong Il tók þó ekki við völdum fyrr en fjórtán árum síðar þegar faðir hans lést. Höfuðborgin Pjongjang var í hátíðarbúningi í gær. Kim Jong Il var endurkjörinn í embætti fram- kvæmdastjóra flokksins og þar með æðsta leiðtoga landsins. Ríkisfjölmiðlarnir í Norður- Kóreu gáfu ekki frekar upp hvað fram fór á landsfundinum. Stjórn- málaskýrendur segja frama son- arins stærstu tíðindin sem borist hafa frá landinu síðan Kim Il Sung lést. - gb Kim Jong Il endurkjörinn leiðtogi en sonur hans gerður að herforingja: Völdin innan fjölskyldunnar FJÖLSKYLDUBÖND Kim Il Song, stofn- andi Norður-Kóreu, Kim Jong Il, sonur hans og arftaki, og loks Kim Jong Un, sem að öllum líkindum fær að taka við valdataumunum. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt að þinghald skuli lokað meðan fram fer í dómsal sýning á mynd- bandsupptökum af konu, sem sýna hana nakta og í verulegu uppnámi. Héraðsdómur Reykja- víkur hafði áður úrskurðað að allt þinghaldið skyldi fara fram fyrir luktum dyrum. Í úrskurði héraðsdóms segir að krafa um lokað þinghald sé rök- studd með því að málið sé neyðar- legt fyrir konuna. Myndbandið eigi ekkert erindi til almennings. Konan sé meðal annars ákærð fyrir að hafa ráðist gegn vald- stjórninni með brjóstahaldara sínum. - jss Neyðarlegt mál fyrir dómi: Sýning fyrir luktum dyrum MEXÍKÓ, AP Óttast er að 500 til þúsund manns hafi farist þegar aurskriður féllu úr fjallshlíð í Mexíkó í fyrrinótt. Skriðan kaffærði nokkur hundruð hús í litlu sveitaþorpi sem heitir Santa Maria de Tlahui- toltepec. „Það hefur rignt mikið, fljót hafa flætt yfir bakka sína og það hefur verið erfitt að komast á svæðið vegna þess að skriðurn- ar eru á vegunum,“ segir Ulises Ruiz, ríkisstjóri í Oaxaca-héraði. - gb Aurskriða kaffærir þorp: Hundruð talin hafa látið lífið ÍSRAEL, AP Avigdor Lieberman, varaforsætisráðherra og utan- ríkisráðherra Ísraels, segir ára- tugi geta liðið áður en friðar- samningar takast við Pal- estínumenn. Áður en end- anleg lausn finnist þurfi að gera bráða- birgðasam- komulag, sem fæli í sér skipti á landsvæðum milli Ísraela og Palestínumanna, sagði hann í ræðu sinni á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna í New York. Í ísraelskum fjölmiðlum er haft eftir Marwan Barghouti, hátt- settum Palestínumanni sem situr í fangelsi í Ísrael, að Ísraelum sé varla alvara með þátttöku sinni í samningaviðræðum. Palestínumenn segjast ekki eiga annars úrkosta en að hætta friðarviðræðum ef bygginga- framkvæmdum ísraelskra land- tökumanna verður ekki hætt. - gb Áratugir í friðarsamninga: Þarf að skipta landsvæðum VIÐSKIPTI 2,6 milljónir gesta heim- sóttu Tívolíið í Kaupmannahöfn í Danmörku í sumar. Þetta eru tvö hundruð þúsund færri gestir en komu þangað í fyrrasumar. Í tilkynningu frá eigendum Tív- olísins til dönsku kauphallarinn- ar kemur fram að veðrið hafi átt mestan þátt í samdrættinum enda hafi vorið verið í kaldara lagi og sumarið vætusamara en í fyrra. Þar er jafnframt haft eftir Claus Dyhr, fjármálastjóra Tívol- ísins, að þrátt fyrir samdráttinn hafi hver gestur eytt meiru fé í afþreyingu í garðinum en fyrri ár og vegi það upp fækkun gesta. - jab Á AÐ KÍKJA INN? Gestum Tívolísins í Kaupmannahöfn fækkaði um tvö hundruð þúsund á milli ára í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Færri gestir í danska Tívolíið: Færri fóru út í leiðindaveður LÖGREGLUMÁL Fíkniefni fundust við húsleit í fjölbýlishúsi í Breið- holti síðastliðinn föstudag. Um var að ræða nokkur hundruð grömm af marijúana. Á sama stað var einnig lagt hald á stera og töluvert af peningum sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Húsráðandi, karlmaður á þrí- tugsaldri, var handtekinn. Hann hefur játað að fíkniefnin hafi verið ætluð til sölu og telst málið upplýst. Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. Lögregla minnir á fíkniefna- símann 800-5005. - jss Húsleit í Breiðholti: Maður játaði sölu fíkniefna AVIGDOR LIEBERMAN Hefur þú borðað þína eigin bráð? JÁ 59,3% NEI 40,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú sátt(ur) við þá ákvörðun Alþingis að ákæra skuli Geir H. Haarde fyrir Landsdómi? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.