Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 42
 29. september 2010 MIÐVIKUDAGUR30 sport@frettabladid.is 1 FÓTBOLTI Eyjólfur Sverrisson til- kynnti í gær leikmannahóp sinn fyrir leikina gegn Skotum í umspili EM. Það lið sem vinnur rimmuna kemst inn á lokamótið en það hefur íslenska U-21 árs landsliðinu aldrei tekist. Stjórn KSÍ var vandi á höndum fyrir valið því daginn eftir síð- ari leik liðanna á A-landsliðið leik gegn Portúgal. Margir leikmenn sem gjaldgengir eru í U-21 árs liðið eru komnir í A-liðið og geta því aldrei tekið þátt í báðum verk- efnum. Á endanum ákvað stjórn KSÍ að taka þá ákvörðun að U-21 árs liðið hefði forgang á A-liðið. Sjö leikmenn sem voru síðast í A-lið- inu verða því ekki með því gegn Portúgal þar sem þeir munu spila með U-21 árs liðinu. „Það er stjórnin en ekki ég sem tek þessa ákvörðun. Það var ein- hugur innan stjórnar með þessa ákvörðun,“ sagði Geir við Frétta- blaðið en hann viðurkennir að A- landsliðsþjálfarinn, Ólafur Jóhann- esson, hafi ekki verið kátur með þessa ákvörðun. „Þetta er tækifæri sem við höfum ekki haft áður. Því miður fara þessir leikdagar saman og þetta var erfið staða sem við urðum að glíma við. Ólafur var ekki sáttur. Við ræddum málið ítarlega og við það situr. Ég skil hans afstöðu líka,“ sagði Geir en Ólafur var þó ekki svo ósáttur að hann hafi hótað því að hætta. „Það hefur enginn rætt þetta mál á slík- um nótum.“ Geir segir að Eyjólfur komi ekki nálægt þessari ákvörðun. Hún sé eingöngu ákvörðun stjórnar KSÍ. „Það hefur verið þannig alla tíð að A-landsliðið hefur haft forgang. Þetta eru sérstakar aðstæður og því hefur U-21 árs liðið forgang á þá leikmenn sem eru löglegir með U-21 árs landsliðinu.“ henry@frettabladid.is Ólafur var ekki sáttur Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir Ólaf Jóhannesson A-landsliðsþjálfara ekki hafa verið sáttan við þá ákvörðun stjórnar KSÍ að veita U-21 árs liðinu for- gang að leikmönnum fyrir umspilsleikina mikilvægu gegn Skotlandi. EYJÓLFUR RÉÐ ENGU Geir segir að ákvörðunin hafi eingöngu verið ákvörðun stjórnar KSÍ en Eyjólfur hafi ekki haft neitt með hana að gera. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI U-21 árs landsliðið Markverðir: Haraldur Björnsson Þróttur Arnar Darri Pétursson Sönderjyske Aðrir leikmenn: Andrés Már Jóhannesson Fylkir Hjörtur Logi Valgarðsson FH Elfar Freyr Helgason Breiðablik Kristinn Jónsson Breiðablik Hólmar Örn Eyjólfsson West Ham Skúli Jón Friðgeirsson KR Birkir Bjarnason Viking Bjarni Þór Viðarsson Mechelen Eggert Gunnþór Jónsson Hearts Jóhann Berg Guðmundsson AZ Alkmaar Gylfi Þór Sigurðsson Hoffenheim Guðmundur Kristjánsson Breiðablik Almarr Ormarsson Fram Aron Einar Gunnarsson Coventry Guðlaugur Victor Pálsson Liverpool Rúrik Gíslason OB Kolbeinn Sigþórsson AZ Alkmaar Alfreð Finnbogason Breiðablik Arnór Smárason Esbjerg Kristinn Steindórsson Breiðablik Björn Bergmann Lilleström Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000N1 VERSLANIR Þráðlaus 9mm myndavél með barka og 3,5” LCD skjá Tilboðsverð 39.900 kr. 16108803AL SKOÐUNAR- MYNDAVÉL FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Sjöþrautarkon- an Helga Margrét Þorsteinsdótt- ir hefur fengið nýja þjálfara því Agne Bergvall, þjálfari Carolinu Klüft, fyrrum Ólympíu- og heims- meistara í sjöþraut, verður nýr yfirþjálfari Helgu. Helga Margrét kynnti nýja fyrirkomulagið í gær en Vésteinn Hafsteinsson verður umboðsmaður Helgu Margrétar og sér um stjórnun verkefnisins í samráði við frjálsíþróttadeild Ármanns. „Þetta er tækifæri sem ég gerði mér aldrei vonir um að ég fengi nokkurn tímann. Þetta er virkilega spennandi en það er engin trygg- ing fyrir árangri að þessi þjálfari hafi þjálfað Carolinu Klüft,“ sagði Helga Margrét á blaðamannafundi í gær. „Ég lít á þetta sem mikinn heið- ur að þeir séu tilbúnir til að þjálfa mig og hjálpa mér. Ég ætla að gera allt mitt til þess að nýta þetta til hins ítrasta,“ sagði Helga. Ármann átti frumkvæðið að þessu samstarfi en Helga Margrét segir að inngrip mömmu sinnar hafi líka skipt máli. „Hún var búin að vera í samstarfi við Véstein og þaðan spann þetta allt af stað,“ sagði Helga Margrét. Agne Bergvall hefur mikla trú á Helgu. „Hún er þegar orðin þekkt stærð í frjálsíþróttaheiminum og ég hef fylgst með henni í 2 til 3 ár. Hún hefur mikla hæfileika og ég sé margt líkt með henni og Carolinu Klüft þegar ég var að byrja með hana fyrir tíu árum,“ sagði Agne Bergvall í gær. „Ég vil ekki setja þá pressu á Helgu að bera hana saman við Carolinu Klüft því það er aldrei rétt að bera tvo íþróttamenn saman. Við verðum að byrja rólega og taka okkar tíma í að koma þessu af stað. Hún er bara 19 ára gömul og þarf bara að einbeita sér að því að taka eitt skref í einu,“ sagði Agne sem tók þátt í fundinum í gegnum netið. „Ertu ekki sammála því, Helga, að taka eitt skref í einu?“ spurði Agne Helgu sem tók vel í það. „Taktu því bara rólega og einbeittu þér að því að ná þér hundrað prósent heilli, bæði á líkama og sál. Þú hefur nógan tíma og nú snýst þetta aðal- lega um að hafa þolinmæði, þolin- mæði og þolinmæði,“ sagði Agne að lokum. Vésteinn Hafsteinsson þjálfar nú Íslending í fyrsta sinn í langan tíma. „Helga er ung og efnileg. Hún er fyrsti Íslendingur til þess að ná í verðlaun á heimsmeistaramóti unglinga. Hún á framtíðina fyrir sér og hefur mjög mikla hæfileika á öllum sviðum, líkamlega, andlega og tæknilega bæði að okkar mati og annara. Ég er búinn að fylgj- ast mjög vel með undanfarin tvö ár og ég ber miklar væntingar til hennar en ég vil samt að hún fari rólega. Hún hefur verið í meiðsl- um í langan tíma og hefur því ekki náð því sem hún hefði getað,“ sagði Vésteinn. - óój Þjálfari Carolinu Klüft hefur tekið við þjálfun Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur: Helga hefur mikla hæfileika Í BANDI Í GEGNUM NETIÐ Helga Margrét Þorsteinsdóttir á blaðamannafundinum í gær með Frey Ólafsson, formann frjálsíþróttadeildar Ármanns, við hlið sér og Véstein Hafsteinsson á skjánum í gegnum Skype. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Meistaradeildin E-RIÐILL Basel-Bayern München 1-2 1-0 Alexander Frei (18.), 1-1 Bastian Schwein steiger, víti (56.), 1-2 Schweinsteiger(89.) Roma -CFR Cluj 2-1 1-0 Philippe Mexes (69.), 2-0 Marco Borriello (71.), 2-1 Ionut Rada (78.) Stigin: Bayern 6, Roma 3, Cluj 3, Basel 0 F-RIÐILL Chelsea-Marseille 2-0 1-0 John Terry (7.), 2-0 Nicolas Anelka, víti (28.) Spartak Moskva-Zilina 3-0 1-0 Ari (34.), 2-0 Ari (61.), 3-0 Ibson (89.) Stigin: Chelsea 6, Spartak 6, Marseille 0, Zilina 0. G-RIÐILL Ajax-AC Milan 1-1 1-0 Mounir El Hamdaoui (23.), 1-1 Zlatan Ibra himovic (37.). Auxerre-Real Madrid 0-1 0-1 Ángel Di María (81.) Stigin: Real 6, AC Milan 4, Ajax 1, Auxerre 0. H-RIÐILL Partizan-Arsenal 1-3 0-1 Andrei Arshavin (14.), 1-1 Cleo, víti (32.), 1-2 Marouane Chamakh (71.), 1-3 S. Squillaci (82.) Braga-Shakhtar Donetsk 0-3 0-1 Luiz Adriano (56.), 0-2 Luiz Adriano (72.), 0-3 Douglas Costa (90.) Stigin: Arsenal 6, Shakhtar 6, Partizan 0, Braga 0. Enska b-deildin Coventry-Doncaster 2-1 Aron Einar Gunnarsson skoraði fyrra mark Cov entry á 2. mínútu og lagði síðan upp sigurmarkið undir lok leiksins. Queens Park Rangers-Millwall 0-0 Heiðar Helguson lék allan leikinn og fékk gult spjald. QPR er með 6 stiga forskot á toppnum. Reading-Ipswich 1-0 Ívar Ingimarsson var á bekknum. Leeds United-Preston 4-6 Norwich-Leicester 4-3 ÚRSLIT Í GÆR ELLEFU AF TÓLF FÉLÖGUM í Pepsi-deild karla sumarið 2011 verða væntanlega með sama þjálfara og í sumar. Breiðablik, Víkingur og Þór Akureyri framlengdu öll samninga við sína þjálfara í gær. Fram og ÍBV eru einu liðin sem hafa ekki gengið endanlega frá sínum þjálfaramálum en Valur verður væntanlega eina liðið sem skiptir um þjálfara. FÓTBOLTI Ensku liðin Chelsea og Arsenal eru í góðum málum í Meistaradeildinni eftir sigra í gær- kvöldi. Real Madrid og Bayern eru einnig með fullt hús. Chelsea og Spartak Moskva eru orðin nokkuð örugg með tvö efstu sætin í F-riðli eftir sigur- leiki í gær. Chelsea vann 2-0 sigur á frönsku meisturunum í Mars- eille þar sem bæði mörkin komu á fyrsta hálftímanum. Fyrra mark- ið skoraði John Terry á 7. mínútu en Nicolas Anelka kom Chelsea í 2-0 með marki úr vítaspyrnu. „Þetta voru mik- ilvæg úrslit fyrir okkur því þetta var ekki auðveldur leik- ur. Við spiluðum vel varnarlega en við hefðum átt að vera meira með boltann,“ sagði Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea. „Við byrjuðum seinni hálf- leikinn ekki vel en við vorum þéttir allan tímann og héld- um markinu hreinu. Þeir voru mikið með boltann en við vorum vinnusamir,“ sagði John Terry, fyrirliði Chelsea. Arsenal vann góðan 3-1 úti- sigur á Partizan Belgrad þar sem tvö síðustu mörkin komu eftir að liðið varð manni fleiri inni á vellinum. Andrei Ars- havin kom Arsenal í 1- 0 á 14. mínútu eftir skemmtileg þríhyrningaspil við Jack Wilshere. Denilson fékk dæmt á sig klaufalegt víti fyrir hendi 18 mínútum síðar og Cleo jafnaði leikinn af öryggi. Arsenal fékk víti á 57. mínútu en Vladimir Stojkovic varði þá frá Arshavin. Marouane Chamakh fiskaði vítið og mann út af og kom Arsenal síðan í 2-1 en þriðja mark- ið skoraði Sébastien Squillaci. Lukasz Fabianski fékk aðra til- raun á móti Cleo undir lokin þegar Kieran Gibbs braut af sér innan teigs en nú varði Pólverjinn vítið. „Í stöðunni 1-1 var þetta spurning um að hafa þolin- mæði og við höfðum hana og lönduðum mikilvægum sigri,“ sagði Arsene Weng- er, stjóri Arsenal eftir leik- inn. Bayern Munchen og Real Madrid unnu bæði nauma sigra. Ángel Di María tryggði Real Madr- id 1-0 sigur á Auxer- re á 81. mín- útu og Bastian Schweinsteiger sá til þess að Bay- ern Munchen vann 2-1 sigur á Basel í Sviss. Alexander Frei kom Basel í 1- 0 en Schweinsteig- er skoraði tvö mörk í seinni hálfleik. - óój Átta leikir í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi: Arsenal og Chelsea í flottum málum MAROUANE CHAMAKH

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.