Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 12
12 29. september 2010 MIÐVIKUDAGUR Árni Johnsen Geir: Nei Ingibjörg: Nei Árni: Nei Björgvin: Nei Ásbjörn Óttarsson Geir: Nei Ingibjörg: Nei Árni: Nei Björgvin: Nei Bjarni Benediktsson Geir: Nei Ingibjörg: Nei Árni: Nei Björgvin: Nei Einar K. Guðfinnsson Geir: Nei Ingibjörg: Nei Árni: Nei Björgvin: Nei Víðir Smári Petersen Geir: Nei Ingibjörg: Nei Árni: Nei Björgvin: Nei Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Geir: Nei Ingibjörg: Nei Árni: Nei Björgvin: Nei Tryggvi Þór Herbertsson Geir: Nei Ingibjörg: Nei Árni: Nei Björgvin: Nei Unnur Brá Konráðsdóttir Geir: Nei Ingibjörg: Nei Árni: Nei Björgvin: Nei Ragnheiður Elín Árnadóttir Geir: Nei Ingibjörg: Nei Árni: Nei Björgvin: Nei Ragnheiður Ríkharðsdóttir Geir: Nei Ingibjörg: Nei Árni: Nei Björgvin: Nei Kristján Þór Júlíusson Geir: Nei Ingibjörg: Nei Árni: Nei Björgvin: Nei Ólöf Nordal Geir: Nei Ingibjörg: Nei Árni: Nei Björgvin: Nei Birgir Ármannsson Geir: Nei Ingibjörg: Nei Árni: Nei Björgvin: Nei Guðlaugur Þór Þórðarson Geir: Nei Ingibjörg: Nei Árni: Nei Björgvin: Nei Pétur H. Blöndal Geir: Nei Ingibjörg: Nei Árni: Nei Björgvin: Nei Sigurður Kári Kristjánsson Geir: Nei Ingibjörg: Nei Árni: Nei Björgvin: Nei Sj ál fs tæ ði sf lo kk ur in n Birgitta Jónsdóttir Geir: Já Ingibjörg: Já Árni: Já Björgvin: Já Margrét Tryggvadóttir Geir: Já Ingibjörg: Já Árni: Já Björgvin: Já Þór Saari Geir: Já Ingibjörg: Já Árni: Já Björgvin: Já H re yf in gi n Afstaða átta þingmanna Samfylkingarinnar til landsdómsákæra breyttist eftir því hvaða fyrrverandi ráðherra átti í hlut. 55 þing- menn höguðu atkvæðum sínum með sama hætti í til- vikunum fjórum. Fyrst voru greidd atkvæði um ákæru gegn Geir H. Haarde, fyrr- verandi forsætisráðherra. Tillag- an var samþykkt með 33 atkvæð- um gegn 30. Allir þingmenn VG og Hreyfingar vildu ákæra, en engir sjálfstæðismenn. Níu af tuttugu samfylkingarmönnum og sex af níu framsóknarmönnum vildu ákæra. Næst var komið að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. 29 vildu ákæra hana en 34 ekki. Atkvæði féllu á sama veg og í tilviki Geirs, ef frá eru taldir fjórir þingmenn Samfylkingarinnar sem vildu ákæra Geir en ekki Ingibjörgu. Þeir voru Helgi Hjörvar, Ólína Þorvarðardóttir, Sigríður Ingi- björg Ingadóttir og Skúli Helgason. Helgi og Skúli vildu raunar einung- is ákæra Geir, og Ólína og Sigríður alla nema Ingibjörgu. Árni M. Mathiesen var næstur á dagskrá. 31 greiddi atkvæði með tillögu um ákæru á hendur honum og 32 á móti. Að síðustu voru greidd atkvæði um ákæru á hendur Björgvini G. Sigurðssyni. Hún féll með mestum mun, 35 atkvæðum gegn 27. Afstaða fulltrúa Samfylkingarinnar í þing- mannanefndinni, Magnúsar Orra Schram og Oddnýjar G. Harðar- dóttur, var þekkt; þau vildu ekki ákæra Björgvin og höfðu flutt til- lögu á þinginu í samræmi við það. Það vildi Valgerður Bjarnadóttur ekki heldur og Mörður Árnason sat hjá þrátt fyrir að hafa lýst því yfir nokkrum mínútum fyrr að ákæra bæri alla fjóra. Hann sagðist telja ótækt að ákæra Björgvin úr því að Ingibjörgu og Árna yrði hlíft. Þrír þingmenn Samfylkingar vildu ákæra Björgvin, sem er í leyfi frá þingstörfum. Aðrir þingmenn en þeir átta sam- fylkingarmenn sem hér hafa verið nefndir greiddu atkvæði á sama veg um ákærur á hendur öllum fyrrverandi ráðherrunum fjórum. stigur@frettabladid.is Samfylkingin sveiflaðist Já Nei Situr hjá Geir 33 30 0 Ingibjörg 29 34 0 Árni 31 32 0 Björgvin 27 35 1 Atkvæði féllu þannig Greidd voru atkvæði um hvern fyrrum ráð- herra fyrir sig, fyrst Geir og svo koll af kolli. „Ég lagði þetta mál alfarið upp eftir eigin for- sendum og til að byrja með reyndi ég að skoða hvort það væri yfir höfuð tilefni til að ákæra. Niðurstaða mín var sú að það væri mjög mismunandi eftir því hvaða ráðherra átti í hlut. Í fyrsta lagi aðgangur þeirra að upplýsingum; höfðu þeir nægilegar upplýsingar um þær hættur sem steðjuðu að samfélaginu. Í öðru lagi hvort þau höfðu pólitíska stöðu til að grípa inn í. Síðast hvort þeir hefðu völd til að grípa til aðgerða,“ segir Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingar- innar, sem segir jafnframt að í öllum tilvikum hafi þetta átt við um Geir H. Haarde. „Hann sat sömuleiðis í ríkisstjórn frá 1998 sem fjármálaráðherra. Hann átti því að hafa miklu betri innsýn í það sem var að gerast í fjármálakerfinu en þeir sem komu inn í ríkisstjórnina síðar. Til dæmis höfðu þau ekki upplýsingar um að fjármálakerfið var strax árið 2006 svo illa statt að það gat hrunið hvað úr hverju. Þetta þekkjum við sem höfum upplýsingar um skyndifund sem haldinn var á heimili Davíðs Oddssonar í lok mars 2006. Þar kom fram að bankastjórar viðskipta- bankanna töldu að bankarnir gætu hrunið á einum degi.“ Skúli segir að málflutningur þeirra sem segja að pólitík búi að baki ákvörðun um að kæra Geir einan hrynji þegar það er skoðað hvernig atkvæðagreiðslan fór. „Það er með engu móti hægt að segja að kosið hafi verið eftir flokkslínum.“ - shá Geir hafði allar upplýsingar SKÚLI HELGASON LANDSDÓMUR Zzzzzzzúúúúmmmm … E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 0 18

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.