Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2010 Harðparket er það heitasta í gólfefnum Parka nú, enda hagkvæm og falleg lausn. „Tíska í gólfefnum nú er svipuð og undanfarin misseri og mest leitað eftir plankaparketi. Það eigum við í úrvali stærða á lager, og getum enn fremur útvegað borð upp í sex metra á lengd og 35 sentimetra á breidd,“ segir Egill Birgisson, sölu- og markaðsstjóri hjá Parka á Dalvegi 10 í Kópavogi, en þar er að finna ríkulegasta úrval parket- gólfa á landinu. „Með plankaparketi kemst fólk í mesta tengingu við náttúruna, því þá er það komið með trjádrumb því sem næst beint heim í stofu. Flest- ir kjósa náttúrulegustu gólflausn- irnar sem jafnframt eru hlýlegar og sameina góða slitendingu og að standast tímans tönn hvað útlit og tískustrauma varðar,“ segir Egill og upplýsir að eik sé sem fyrr langvin- sælasta viðartegund parketgólfa. „Sú nýbreytni hefur þó átt sér stað að þeir sem vilja halda sígild- um eikartóni viðarins eru farnir að nota sérstakt lakk til að sporna við að viðurinn gulni. Því erum við ávallt með ómeðhöndlaða planka á lager svo fólk geti sjálft ráðið út- komunni, en einnig nýtur vaxandi vinsælda að hvítta gólf, gera þau grá eða jafnvel alveg svört,“ segir Egill. Þessa dagana er von á algjörri nýjung hjá Parka, en það er svo- kallað harðparket. „Með harðparketi erum við komin með 95 prósent tré á móti fimm prósent plastefni sem gera plankana enn harðari. Plankarnir eru 12 millimetra þykkir, 2 metrar á lengd og 18,9 sentimetra breið- ir, en sú stærð á harðparketi hefur hingað til verið ófáanleg. Nýja harðparketið tekur öðru planka- parketi fram hvað varðar endingu og styrkleika, það fæst í öllum litum og er miklum mun ódýr- ara en hefðbundið plankaparket,“ segir Egill og útskýrir betur mun á plastparketi og harðparketi. „Mörgum þykir plastparket fráhrindandi orð, en plastparket er í raun ekki úr plasti. Með nýj- ustu tækni er óvinnandi vegur að sjá hvort um hefðbundið tré eða framleitt viðarmynstur er að ræða því enginn planki er nákvæmlega eins, á meðan harkan er orðin mun meiri. Harðparket er því bæði níð- sterkt og rosalega flott, og okkur hreinn heiður að geta útvegað það í þessum nýju stærðum á verði sem er verulega sexí. Harðpark- et er því hagkvæm lausn í saman- burði við plankaparket sem kostar um 10 þúsund krónur fermetrinn á meðan harðparket fæst í kringum 5.000 krónur fermetrinn.“ Heimasíða Parka er www.parki.is Náttúruna heim í stofu Nú er hæstmóðins að klæðskerasauma gólfefni að inn- búi húseigenda, en þar eru heitustu litirnir hvítt, grátt og svart. „Við bjóðum afbragðs lút í mörgum litabrigðum sem eru sérstaklega góð til litunar eikargólfs. Þeim fer fækkandi sem kjósa náttúrulegan ljóma eikarinn- ar en lita hana í stað þess með lút. Þá er gólfið pússað upp fyrst og svo borinn á lútur sem gjörbreytir ásýnd viðarins,“ segir Egill Birgisson, sölu- og markaðs- stjóri hjá Parka. „Náttúrulegir litatónar eru ríkjandi, því jafnvel þótt tré sé litað hvítt, grátt eða svart sést viðaráferð þess áfram um leið og útkoman samræmist betur húsbúnaði fólks.“ Að sögn Egils er hnota með eftirsóttustu viðarteg- undum nú en sökum hækkandi timburverðs á heims- vísu þykir mörgum hún óheyrilega dýr. „Því kaupir fólk sér eikarplanka í staðinn og litar í sama lit og hnotuna. Útkoman er raunsæ og afar fal- leg, þótt aldrei nákvæmlega eins og alvöru hnota þar sem æðastrúktúr viðartegundanna er ólíkur. Þá er auðvelt að lakka yfir plankann eftir litun og búa til sterkara slitlag, en ending lútunar án lakks er líka góð,“ segir Egill. Í Parka á Dalvegi 10 má skoða sýnishorn af mis- munandi útkomu lútunar á plankaparket, hvernig að lútuninni er staðið og ráðleggingar um hvernig best er að haga henni. Trégólfin lituð með lút Egill Birgisson er sölu- og markaðsstjóri hjá Parka á Dalvegi 10. Hér er hann innan um sýnishorn af vinsælu plankaparketi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Dalvegi 10 –14 | 201 Kópavogi | Sími 564 3500 | www.parki.is Framleiðandi: Solidfloor Tegund: Black & White, Pearl White Stærð: 15mm á þykkt, 183 cm á lengd og 18,9cm á breidd Framleiðandi: Solidfloor Tegund: Black & White, Charcoal Stærð: 15mm á þykkt, 183 cm á lengd og 18,9 cm á breidd Framleiðandi: Solidfloor Tegund: Lifestyle Anchorage Stærð: 15mm á þykkt, 183 cm á lengd og 18,9cm á breidd Framleiðandi: Solidfloor Tegund: Lifestyle Cleveland Stærð: 15 mm á þykkt, 183 cm á lengd og 18,9 cm á breidd

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.