Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.09.2010, Blaðsíða 10
 29. september 2010 MIÐVIKUDAGUR Geir H. Haarde er vonsvik- inn með ákvörðun Alþingis en kveðst ánægður með að vera þó sá eini sem draga á fyrir dóm. Hann segir ákæruna pólitíska og furðar sig á því að Jóhanna og Össur hafi fengið að vera stikkfrí í umræðunni. „Þetta eru auðvitað heilmikil von- brigði. Ég hafði gert mér vonir um að þingið mundi ekki falla í þá gryfju að gefa út ákæru í þessu máli,“ segir Geir H. Haarde, fyrr- verandi forsætisráðherra, í sam- tali við Fréttablaðið um þá ákvörð- un Alþingis að ákæra hann fyrir landsdómi. „Ég verð hins vegar að segja að ég er ánægður með að félagar mínir þrír úr ríkisstjórninni skuli ekki vera ákærðir,“ segir Geir. „Mér finnst betra að vera einn og svara til saka fyrir landsdómi en að aðrir ráðherrar séu dregnir þar fyrir að ástæðulausu.“ Geir segir það hins vegar áleitna spurningu hvers vegna þingsálykt- unartillögur þingmannanefndar Atla Gíslasonar sneru einungis að fjórum fyrrverandi ráðherr- um, en ekki sex. „Það voru tveir áhrifamiklir ráðherrar í ríkis- stjórninni minni sem sitja núna á æðstu valdastólum í núverandi ríkisstjórn,“ segir hann og vísar til Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra og Össurar Skarp- héðinssonar utanríkisráðherra. „Það fólk hafði mikil áhrif og ítök í þeirri ríkisstjórn. Ég tel ekki að það hefði átt að ákæra þau en ég nefni þetta sem dæmi um fárán- leika málsins – hvað það er pól- itískt – að þeim skuli hafa verið sleppt í þessum tillögum.“ Geir segist munu taka til varna af alefli fyrir landsdómi og hefur fengið hæstaréttarlögmanninn Andra Árnason til að verja hags- muni sína. „Ég hef hreinan skjöld og óttast ekki að leggja mál mín fyrir óháðan og óvilhallan dómstól eins og ég efast ekki um að lands- dómurinn verði. Ég kvíði því ekki. En auðvitað getur enginn maður fagnað því að fá á sig ákæru, ekki síst eins og þetta mál er í pottinn búið.“ Geir segir málið augljóslega pólitískt. „Samfylkingin pass- ar greinilega upp á sitt fólk, eins og kom fram í þinginu, og menn skáskjóta sér á milli manna við atkvæðagreiðslur til þess að koma tilteknum aðilum í skjól. Ég tel að það hvernig þetta mál endaði í þinginu afhjúpi algjörlega hið póli- tíska eðli þessarar ákæru og tel að lítill sómi sé að því fyrir þá sem að þessu hafa staðið.“ Geir segir þingmannanefndina hafa verið á miklum villigötum við meðferð málsins. „Það var ótrú- legt að þurfa að sitja fyrir fram- an sjónvarpið og horfa á formann nefndarinnar fara með staðlausa stafi um fundi sem ég sat en ekki hann fyrir tveimur árum og eiga ekki kost á því að bera fram nein sjónarmið eða rök í málinu,“ segir hann. Það sé hins vegar landsdóms að skera úr um hvort ákvæði um réttláta málsmeðferð hafi verið brotin. Geir getur kallað vitni fyrir landsdóm. Hann segist ekki vera byrjaður að skoða hvaða einstakl- ingar það yrðu. Spurður hvort til greina kæmi að kalla til erlenda ráðamenn, til dæmis Gordon Brown, segist Geir ekki hafa velt því fyrir sér. stigur@frettabladid.is Sk já rB íó V O D , S kj ár Fr el si o g Sk já rH ei m ur e r a ðg en gi le gt u m S jó nv ar p Sí m an s. M eð D ig it al Ís la nd + fæ st a ðg an gu r a ð Sk já Ei nu m o g Sk já Fr el si . E N N E M M / S ÍA / N M 4 0 6 8 5 EKKERT VENJULEGT SJÓNVARP ÞETTA ER BÖRKUR ÍÞRÓTTA KENNARI OG ÁHUGA- HAGYRÐINGUR, SONUR REYNIS OG BRÓÐIR VÍÐIS HEFST Á MORGUN Veldu áskrift á skjareinn.is: Skjáreinn 2.890 kr. LANDSDÓMUR Kvíðir ekki dómnum TEKUR TIL VARNA Geir segist ekki kvíða því að verja gjörðir sínar í hruninu fyrir lands- dómi. Ákæruatriðin standist ekki og það geti hann sýnt fram á. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Þetta er ömurleg niðurstaða. Það eina sem var ákveðið hér í dag er að hrunið verður ekki gert upp pólitískt. Það er hér pólitísk yfirstétt sem sló skjaldborg um sjálfa sig. Skjaldborgin hélt í þremur tilfellum af fjórum,“ segir Þór Saari, þingmaður Hreyf- ingarinnar. „Það gengur ekki að 23 þingmenn hrunstjórnarinnar greiði hér atkvæði gegn því að félagar þeirra yrðu dregnir fyrir landsdóm. Þetta er pólitísk spilling á versta stigi og myndi ekki líðast í neinu öðru siðmenntuðu ríki.“ „Hvað varðar Alþingi og lýðræðið á Íslandi þá verður almenningur að fá að segja álit sitt á stjórnvöldum, stjórnmálaflokkum og stjórnarfarinu í landinu. Það verður að boða til Alþingiskosninga sem fyrst. Ég spyr: Ætla menn að setja þing hér á föstu- daginn eins og ekkert hafi í skorist? Það er fullkomin geggjun“, segir Þór. - shá Verður að boða til kosninga ÞÓR SAARI „Þessi niðurstaða er mjög óheppi- leg. Miðað við þau rök sem fram voru færð í málinu taldi ég eðlilegt að kæra alla eða engan. Mitt mat var að ekki væri rétt að ákæra vegna þess að málið myndi ekki nægja til sakfellingar fyrir landsdómi. Að mínu mati liggur það fyrir að hafi ríkisstjórn Geirs H. Haar- de brotið af sér þá hafi sú sem nú situr ekki gert það neitt síður,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Hann segir verst að Geir sé einn ákærður eftir taktíska atkvæða- greiðslu Samfylkingarinnar. „Það má jafnvel orða það þannig að vegið sé taktískt að Geir, og þetta kemur í framhaldi af fjölmörgum uppákom- um hjá ríkisstjórninni, sérstaklega Samfylkingunni, þar sem reynt er að beina athyglinni annað. Þarna er Geir fórnað því það hentar Samfylkingunni að athyglin hvíli á landsdómi næstu vikur og mánuði.” - shá Vegið taktískt að Geir H. Haarde SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON „Þetta er pólitísk niðurstaða. Það er að segja að það voru pólitísk undirmál sem réðu niðurstöðu þessa máls,“ segir Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokks- ins. „Mér finnst niðurstaðan vond í alla staði og hvernig er hægt að kom- ast að annarri niðurstöðu en pólitísk aðför hafi verið gerð að einum manni þegar atkvæði voru greidd með þeim hætti sem varð.“ Bjarni bendir á að hugmyndum flutningsmanna tillagnanna var hafnað í þremur tilvikum af fjórum, sem hljóti að vera þungur skellur fyrir viðkomandi. „Það sýnir hversu umdeilt málið var og stóð tæpt fyrir þinginu. Það er einmitt í slíkum tilvik- um, þar sem erfitt er að leggja mat á embættisfærslur fyrrverandi ráðherra, sem þingið á að halda sig sem lengst frá því að gera pólitísk uppgjör að sakamáli. En það var einmitt það sem gerðist hér.“ - shá Niðurstaðan vond í alla staði BJARNI BENEDIKTSSON Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir af og frá að pólitíkin hafi tekið völdin í atkvæða- greiðslunum. „Fyrir mitt leyti geri ég náttúrulega skýran greinarmun á hreinni pólitískri ábyrgð annars vegar og ráðherra- ábyrgð hins vegar. Auðvitað felst pólitísk ábyrgð í ráðherraábyrgð en hún er þá bundin við þá málaflokka sem ráðherrarnir sinna og þau ráðuneyti sem þeir taka að sér. Það er einmitt þess vegna sem ég felst á niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis að ákæra Geir Haarde, Árna M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson, flokksbróður minni.“ Spurð hvers vegna hún hafi hlíft Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í atkvæðagreiðslunni segir hún: „Hún var utanríkisráðherra og hennar ábyrgð sem flokksformaður og oddviti Samfylkingarinnar er hvergi skilgreind í lögunum og þá ábyrgð verður hún að axla annars staðar og öðruvísi. Hún hefur náttúrulega gert það. Hún hefur beðið sína kjósendur og þá sem treystu henni til verka fyrirgefningar opinberlega eins og eftirminnilegt og frægt er orðið. Hún hætti við að bjóða sig fram fyrir síðustu kosningar og er ekki inni á þingi núna og er ekki í neinum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn.” Ólína segir umhugsunarefni hvort það sé réttlát niður- staða að Geir skuli einn vera ákærður. „Þetta er kannski ekki æskilegasta niðurstaðan en hún er í raun og veru ekkert órökrétt því miklu valdi fylgir mikil ábyrgð. Hann var æðsti ráðamaður þjóðarinnar á þessum tíma, eins og skipstjóri á skútu sem fer síðastur frá borði þegar skútan sekkur.“ Ólína segist ekki hafa orðið vör við neinn þrýsting frá Vinstri grænum. „Þvert á móti fannst mér þau sýna okkur þá tillitsemi að ræða þetta ekki, allavega ekki við okkur almenna þingmenn. Ég skal ekkert segja um það hvað gerðist við ríkisstjórnarborðið.“ - th Af og frá að pólitíkin hafi tekið völdin ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.