Fréttablaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 28
20. október 2010 MIÐVIKUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Tæknifræðingafélag Íslands (TFÍ) fagnar 50 ára afmæli
sínu með fyrirlestraröð í Háskólanum í Reykjavík dagana
20. til 22. október. Formaður félagsins er Bergþór Þormóðs-
son. „Félagið var stofnað 6. júlí 1960 við samruna Félags
iðnfræðinga og félagsins Tækni. Fyrsti formaður var Axel
Kristjánsson, framkvæmdastjóri Rafha, og stofnfélagar 37,
en starfsheitið hefur verið lögverndað frá 1963,“ segir hann,
inntur eftir fyrstu sporum félagsins hér á landi.
„Í upphafi fengust tæknifræðingar aðeins við mannvirkja-
gerð en eru nú að störfum víðs vegar í samfélaginu. Fyrstu
tæknifræðingarnir sóttu sér menntun til útlanda, en 1964
tók Tækniskóli Íslands til starfa, sem síðar varð Tæknihá-
skóli Íslands og gekk síðast inn í Háskólann í Reykjavík,“
segir Bergþór og upplýsir að enn fari helmingur tækni-
fræðinema utan til náms. „Vinsælustu tækniháskólarnir eru
í Danmörku, en þar er námið öflugt. Lengi var sveinspróf í
iðngreinum inntökuskilyrði í tæknifræði, en síðustu ár hefur
ekki verið hægt að halda uppi þeirri kröfu því ásókn stúd-
enta hefur verið meiri í fagið. Háskóli Íslands hefur aldrei
kennt tæknifræði en kennir í staðinn verkfræði, systurfag
tæknifræðinnar,“ segir Bergþór, sem frá 1994 hefur sam-
rekið skrifstofu TFÍ með Verkfræðingafélagi Íslands.
„Eftirspurn eftir tæknifræðingum er mikil, sérstaklega
þeim sem hafa bakgrunn í iðnnámi. Þeir hafa enda flest-
ir unnið við iðn sína í einhver ár áður en þeir fóru í fram-
haldsnám og orðnir gjaldgengir á vinnumarkaði þegar
námi lýkur, með yfirgripsmikla þekkingu,“ segir Bergþór
og bætir við að nú kalli atvinnulífið sem aldrei fyrr eftir
tæknifræðingum til starfa. „En á sama tíma og ráðherrar
tala um nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífi boðar mennta-
málaráðherra niðurskurð í tæknitengdu háskólanámi. Því
er rödd ráðherrans hjáróma þegar hann talar einn daginn
um nýsköpun og þróun í atvinnulífi, þar sem tækni- og verk-
fræðingar eiga að vera í fararbroddi sem fremstu nýsköp-
unarmenn landsins, á sama tíma og skera á niður í mennt-
un þeirra.“
Hann segir tæknifræði opna starfsvettvang í öllu þjóð-
félaginu og menn ljúki námi öruggir með vinnu og góð
laun. „Vandamál er að allt of fáar stúlkur sækja í námið,
því tæknifræðin er kjörinn vettvangur fyrir þær líka og
margar greinar innan hennar henta þeim betur, til dæmis
landmælingar, sem krefjast mikillar nákvæmni og þolin-
mæði. Tæknifræði og verkfræði eru einu háskólagreinarnar
þar sem kynjahlutfall er strákum enn í hag, en það breyt-
ist vonandi,“ segir Bergþór og játar að nám í tæknifræði
sé strembið.
„Það byggir á raungreinum og stærðfræði og er sem betur
fer erfitt því háskólanám á að taka í. Félagið hefur frá stofn-
un staðið vörð um gæði menntunar og að símenntun sé alltaf
í boði en með því að viðhalda þekkingu höldum við gæðum
félagsmanna uppi og þeirri vöru sem þeir bjóða atvinnu-
lífinu,“ segir Bergþór, bjartsýnn á framtíðina. „Félagið er
öflugt félag sem tekið er tillit til og borin virðing fyrir. Við
erum leiðandi hópur í samningaviðræðum, eins og kjara-
samningum, og hörð í horn að taka, en aldrei ósanngjörn.“
Þess má geta að í tilefni 50 ára afmælis TFÍ kemur út
bókin Tækni fleygir fram: Tæknifræði á Íslandi og saga
Tæknifræðingafélags Íslands. Upplýsingar um dagskrá
afmælisfyrirlestra er á www.tfi.is. thordis@frettabladid.is
TÆKNIFRÆÐINGAFÉLAG ÍSLANDS: 50 ÁRA
Stelpur óskast
BJÖRT FRAMTÍÐ Bergþór segist sakna þess hve fáar stúlkur sæki í raðir
tæknifræðinga en segir þær eiga þar vel heima. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Hjartans þakkir færum við öllum
þeim sem sýndu okkur samúð, hlýju
og kærleik við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
Mogens Rúnars
Mogensen.
Diljá Gunnarsdóttir
Regin F. Mogensen Sara Lind Þórðardóttir
Birta Mogensen Jónas Árnason
afabörn
Innilegar þakkir fyrir vináttu og
hlýhug við andlát og útför
Þorleifs Þorsteinssonar
Álfhólsvegi 84, Kópavogi.
Þökkum einnig starfsfólki deildar A4 á Landspítala
í Fossvogi fyrir alúðlega umönnun.
Ragnheiður S. Jónasdóttir
Ólöf B. Þorleifsdóttir
Brynjar S. Þorleifsson
Vilhjálmur Þorleifsson
Eva H. Þorleifsdóttir Guðmundur B. Kjartansson
Leifur H. Þorleifsson Hlíf B. Óskarsdóttir
Gróa K. Þorleifsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona, móðir og
tengdamóðir
Lilja Þorvaldsdóttir
Glóru 2 Flóahreppi,
andaðist á sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi sunnu–
daginn 17. október síðastliðinn. Útför hennar verður
gerð frá Hraungerðiskirkju föstudaginn
22. október kl. 13.30.
Heimir Ólafsson, Ágúst Gísli Heimisson, Sigmundur Þórir
Jónsson, Tanja Rún Jónsdóttir, Tómas Alfonsson.
Eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma, langamma
og langalangamma
Gíslína Þórarinsdóttir
Dvalarheimilinu Hlíð Akureyri,
lést fimmtudaginn 7. október. Útför hennar hefur farið
fram.
Helgi Helgason og börn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Ragnheiðar
Valdemarsdóttur,
hjúkrunarheimilinu Skjóli,
áður Byggðavegi 89, Akureyri.
Starfsfólki á Skjóli þökkum við hlýhug og góða
umönnun.
Valdemar Ragnarsson Liisa Kajo
Ásgerður Ragnarsdóttir Gunnar Eydal
Óli Þór Ragnarsson Ingibjörg Marinósdóttir
Árni Ragnarsson Ásrún Guðmundsdóttir
Guðrún Ragnarsdóttir Valdimar Einisson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma
Marta Sonja
Magnúsdóttir
síðast til heimilis að Austurbrún 6,
andaðist á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn
13. október. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu
föstudaginn 22. október kl. 13.00.
Börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og
barnabarnabarnabörn.
Hjartans þakkir eru færðar öllum þeim
sem sýndu samúð og hlýhug við andlát
og útför elskulegrar móður minnar
Sigurbjargar
Björgvinsdóttur.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjúkrunarheimilisins
Sunnuhlíðar fyrir ljúft og hlýlegt viðmót og frábæra
umönnun.
Stefán Hermanns
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Lárus Hvammdal
Finnbogason
Ársölum 1, 201 Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans Landakoti fimmtu-
daginn 14. október. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
föstudaginn 22. október kl. 13.00.
Úlla Marteinsdóttir
Finnbogi Hvammdal Lárusson Íris Guðlaugsdóttir
Kristrún Dahl John Dahl
Elva María Neraasen
Ágústa Lárusdóttir Kjell Paulsen
Margrét Lárusdóttir Jóhann Halldórsson
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma
Herborg Guðmundsdóttir
Hátúni 4,
lést á Landspítalanum í Fossvogi þann 18. þ.m.
Útförin verður frá Fossvogskirkju mánudaginn
25. október kl. 13.00.
Jónína Herborg Jónsdóttir
Jón Herbert Jónsson Inger Jónsson
Ingibjörg Sigurðardóttir Guðjón Sigurðsson
Elínborg Sigurðardóttir Axel F. Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartkær eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi
Þórhallur Filippusson
andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki
17. október sl. Útför hans fer fram frá Sauðárkróks-
kirkju föstudaginn 22. október kl. 14.00. Þeim sem
vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag
Skagafjarðar. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir.
Anna Pálína Þórðardóttir
Ólöf Þórhallsdóttir Jóhannes Hjálmarsson
Þórunn Oddný Þórhallsdóttir
Filippus Þórhallsson
Dagbjört Kristín Þórhallsdóttir Benjamín Gunnarsson
Kristín Þóra Þórhallsdóttir Nicholas Stagg
barnabörn og langafabörn.