Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Qupperneq 17
um, að fyrir utan þann lærdóin, sem
niargt annað lært af því að kynnast
honum og umgangast hann, sem síðar
mun hafa komið okkur oftsinnis mjög
vel i lífinu.
Árið 1932 var Guðmundur kosinn
formaður félagsins og hefur í fjölmörg
ár átt sæti i stjórn þess. í for-
mannssætinu, og yfirleitt sem stjórn-
andi félagsins, komu að sjálfsögðu
fram hinir söniu kostir Guðmundar og
að framan er getið.
Að mínum dómi þá eru það ekki
aðeins við K.R.-ingar, sem getum þakk.
að Guðmundi fyrir það, sem hann hef-
ur kent okkur á knattspyrnusviðinu,
heldur vil ég leyfa mér að fullyrða,
að áhrifa hans hefur einnig gætt al-
ment í knattspyrnunni hér í bænum.
Kristján L. Gestsson.
Hann hefur átt sæti í stjórn K.R. í
13 ár og þar af i 9 ár sem formaður
félagsins. Án þess á nokkurn hátt að
gera litið úr hæfni annara formanna
félagsins, bæði fyr og síðar, er mér
óhætt að fullyrða, að Kristján hefur
verið okkar mikilvirkasti formaður.
Það má segja, að um leið og Krist-
ján tók við formensku félagsins árið
1923, þá hefjist hið merkasta framfara-
tímabil i sögu þess. Á tiltölulega
stuttum tíma gerði hann K.R. að stærsta
og sigursælasta iþróttafélagi þessa
lands.
f samfeld 6 ár var ég i stjórn félags-
ins með Kristjáni, og hafði mjög gott
tækifæri til að fylgjast með störfum
hans. Var þetta einmitt þau árin. sem
voru hin drýgstu i framfarasögu félags-
ins. Ég undraðist oft yfir hinuin geysi-
mikla krafti og áhuga, sem Kristján
sýndi á þessum árum. Það var bókstaf-
lega alveg sama, hversu erfið viðfangs-
efnin virtust vera, sem hann liafði
hugsað sér að leysa, það lék i hans
höndum. Ég man að ekki allsjaldan á
þessum árum kom Kristján með tillög-
ur á stjórnarfundi um einhver þau at-
riði. sem liöfðu mjög mikinn kostnað
i för með sér fvrir félagið, oft á tiðum
svo mikinn, að félagið sjálft gat ekki
staðist straum af hinum væntanlegu
útgjöldum. En þá hað Kristján okkur
hina stjórnarmeðlimina vinsamlegast,
hvort hann ekki mætti siálfur revna
að iitvega féð og síðan að sjá um
greiðslu á því. Svo varð maður hess
var, að næsfu dagana þevstist Kristián
um borgina milli ýmsra góðra félagn
og styrktarmanna K.R., og hafði hon-
um þá i sumum tilfellum á örstuttum
tíma tekist að fá greiðsluloforð upp á
2—3000 krónur. Ég dreg þetta dæmi
hér fram aðeins til að gefa mönnum
hugmynd um, hvers geysimikið erfiði
Kristján hefur lagt á sig til að vinna
félaginu alt það gagn, er hann mátti
á þessum árum og reyndar ávalt síð-
an. Hann hefur frá þvi að hann fór
úr stjórn félagsins verið framkvæmd-
arstjóri KR-hússins og leysti það starf,
eins og öll önnur, sem hann hefur tek-
ið að sér, með hinni mestu prýði. Það
má með sanni segja, að Kristján var
hinn eiginlegi upphafsmaður að kaup-
um KR-hússins, og er það því heinlínis
honum að þakka, að hagur félags okk-
ar mun vera betri en nokkurs annars
iþróttafélags þessa lands. Ég tel að
framsýni Kristjáns og hinn óbilandi
dugnaður hans og atorka i hvívetna,
muni um fjölda ókominna ára vera sá
grundvöllur, sem hið endurreista K.R.
byggist á.
Það má með sanni segja, að Kristján
sé gæddur þeim kostum, sem hinn
sjálfkjörni foringi þarf að hafa.
Ollum sem þekkja hann er kunnugt
um hina mjög fáguðu og háttprúðu
framkomu hans í hvívetna, og ekki
munu margir iþróttamenn vera til hér
á landi, sem eru s a n n a r i íþrótta-
menn en hann. Fyrir utan þátttöku
Kristjáns í stjórn félagsins, hefur hann
verið mjög mikilvirkur í flestum
iþróttagreinum þeim, sem iðkaðar hafa
verið i félaginu. Hann var t. d. um
langan tíma elsti og einhver gagnmesti
knattspyrnumaður félags okkar. Sýndi
hann i knattspyrnunni, eins og annars
staðar, ódrepandi dugnað og útheldni.
Ég tek algerlega undir það ineð vini
minum. Erlendi Péturssyni, sem hann
einu sagði um Kristján, að umfram alt
væri hann „drenaur góður“. og meira
eða betra er ekki hægt á islenskri
tungu að segja um einn mann.
Erlendur Pétursson.
Hann hefur i aprilmánuði n.k. verið
í stjórn K.R. samfelt i 24 ár. Lengst af
liefur liann verið ritari félagsins, en
einnig nokkrum sinnum formaður þess,
og er hann það nú. Því má með sanni
segja, að Erlendur hefur frá endur-
vakningu félagsins 1910 og fram til
þessa dags, haft mjög mikil áhrif á
stjórn þess. Hann hefur með ritara-
starfi sínu einu, gert sig ógleymanleg-
an í sögu félagsins um aldur og æfi.
Þær þrjár bækur, sem hann að mestu
leyti hefur ritað um starf félagsins,
geyma þann mesta fróðleik um knatt-
spyrnu hér á landi, frá öndverðu og
til dagsins í dag, auk nákvæmrar
skýrslu um öll íþróttamót, sem fram
liafa farið á knattspyrnuvöllunum i
Reykjavik, ásamt skýrslu um flest op-
inber hlaup, iþróttamót o. fl.
Þegar saga knattspyrnunnar hér á
landi verður rituð, verða bækur þess-
ar alveg ómetanlegar sem heimildar-
rit í því efni.
Með þvi að lesa bækur þessar,
sér maður livernig Erlendur frá byrj-
un kemur stöðugt við sögu félagsins,
og ávalt til hins besta. Strax á unga
aldri kenmr hann fram með ýmsar til-
lögur um félagsmálin, sem ég sé, að
síðan liafa ávalt verið til hins mesta
gagns fyrir félagið, Við lestur bók-
anna, og sér i lagi við persónulega
viðkynningu við Erlend, kemst maður
að þeirri niðurstöðu, að umfram alt
hefur verið á ferðinni alveg sérstakur
drengskaparmaður, sem ávalt hefur
sýnt hinn sanna drengskap og heil-
hrigði í hverju því máli, sem hann
hefur unnið að. Ef allir íþróttamenn
þessa lands ættu til sama drengskap
og Erlendur, þá væru iþróttamenn okk-
ar einhverjir mestu drengskannr
iþróttamenn þessarar veraldar. Máli
minu til frekari sönnunar. vil eg benda
á það atvik, sem skeði i 50 ára af-
15