Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Side 22
Sveinsson og setti nýtt met i hlaupinu.
Magnús var næstur honum. Tími Odd-
geirs var 1 klst. 6 min. 4 sek.
K.R. vann Víðavangshlaupið og
1933 Silla & Valda-bikarinn i 5. sinn
og til fullrar eignar; Oddgeir
Sveinsson hlaut 2. verðlaun. — K.R.
tapaði Drengjahlaupinu í fjórða sinn.
Einar S. Guðmundsson úr K.R. hlaut
2. verðl. — Á íþróttamótinu 17. júr.í
sigraði Ingvar Ólafsson í 4 iþrótta-
greinum, og Þorgeir Jónsson og Magn-
ús Guðbjörnsson urðu lika sigurveg-
arar. — Á meistaramótið i Vestmanna-
eyjiun sendi K.R. 6 menn. Ólafur Guð-
mundsson varð meistari i 400 og 1500
m. hlaupi, og Garðar S. Gíslason í 100
m. hlaupi. Auk þess varð K.R. meist-
ari i 4x100 m. boðhlaupi. — K.R. tap-
aði Drengjamótinu í fjórða sinn. Nú
var það hlutskifti Ármanns að sigra
glæsilega. Rjarni Ólafsson hélt uppi
heiðri K.R. með þvi að sigra í kúlu-
varpi. — Magnús Guðbjörnsson vann
Álafosshlaupið enn einu sinni, og 3.
verðlaun hlaut Sverrir Jóhannesson,
ungur og efnilegur KR-ingur.
K.R. tapaði nú Viðavnngshlauu-
1934 inu i fyrsta sinn siðan 1925.
Í.R. vann hlaupið og Morgun-
blaðsbikarinn í fyrsta sinn. Sverrir Jó-
hannesson úr K.R. hlaut 2. verðlaun.
— Drengjahlaupið vann K.R, og átti
nú bæði 1. og 2. mann. Það voru Einar
S. Guðmundsson og Stefán Þ. Guð-
mundssön. Var nú hlaupin ný leið. er
var nokkru sfyttri en sú eldri. — Alls-
herjarmótið fór fram þetta sumar eft-
ir nýrri reglugerð. Nú fengu bara 4
menn stig, og átti mótið að haldast ár-
lcga. Tnavar rtlafsson varð mesti „stiga-
maður" K.R. og sigraði í 3 iþróttum.
Garðar S. Gislason sigraði í sprett-
blaupunum og Haukur Einarsson i
5000 m. göngu. Auk l>ess sigraði K.R.
i 4x100 m. boðhlaupi. K.R. vann mót-
Garðar S. Gíslason.
ið. — Á meistaramótið sendi K.R. 12
menn og urðu 3 þeirra meistarar: Ól-
afur Guðnmndsson í 400 og 800 m.
hlaupi, Garðar S. Gíslason í 100 og
200 m. hlaupi og Sverrir Jóhannesson
i 5000 m. lilaupi. K.R. varð boðhlaups-
meistari (4x100 m.). — Ármann vann
enn Drengjamótið, en nú nmnaði mjóu.
— Á innanfélagsmóti þessa árs setti
Garðar S. Gíslason nýtt ísl. met í 100
m. hlaupi: 11.0 sek. Á innanfélagsmóti
drengja skaraði Kristján Vatfnes fram
úr og lofaði miklu. — Garðar S. Gisla-
son hlaut Afreksbikar K.R. þetta ár
fyrir að hlaupa 100 m. á 11.3 sek.
K.R. tapaði aftur Víðavangs-
1935 hlaupinu 1935. Í.B. vann. Og
Sverrir hlaut nú bara 3. verð-
laun. — K.R. vann Drengjahlaupið aft-
ur og bikarinn til eignar; er það sá
3. i röðinni af þremur. Stefán Þ. Guð-
mundsson varð fyrstur í mark og setti
nýtt met. Árni Ólafsson lilaut 3. verðl.
— K.R. vann Allsherjarmótið, en nú
Sveinn Ingvarsson.
munaði litlu, aðeins einu stigi. Var Ár-
mann svona skæður keppinautur.
En þeir Ingvar og Sverrir stóðu sig
prýðilega á hættunnar stund, og Þor-
geir Jónsson var sannkölluð hetja. Á
þessu móti uppgötvaðist ný stjarna á
iþróttahimninum: Sveinn Ingvarssön.
Hann sigraði i 200 m. hlaupi — óvænl.
Ný i])róttagrein, sleggjukast, fór fram
i fyrsta sinn á þessu móti. Helgi Guð-
mundsson úr K.R. kom sigurvonum Ár-
menninga fyrir kattarnef. — K.R. hlaut
0 meistarastig á meistaramótinu. Krist-
ján Vattnes varð meistari i kúluvarpi
og spjótkasti, Sveinn Ingvarsson í 100
og 200 m. hlaupi, og Sverrir Jóhannes-
son i 1500 m. lil. En auk þess sigraði
boðhlaupssveitin. Nýja KR-kynslóðin
„bauð góðan daginn" á þessu móti. —
Á Ólympíunefndnrmóti i sepfember
Helgi Guðnnindsson.
setli Sveinn silt fyrsta met, í 400 m.
hlaupi (54.1 sek.). —• Drengjamótið
vanst nú loks aftur, i fyrsta sinn sið-
an 1929. Var þar Kristján Vattnes stiga-
hæstur. Hann sigraði i 6 iþróttagrein-
um og setti met í þrem (kúluvarpi,
kringlukasti og spjótkasti), og Stefán
Þ. Guðmundsson setti met í 400 m.
hlaupi. Kristján fékk hikar fyrir afrek
sín. Á öðru drengjamóti, sem lialdið
var fyrir drengi úr Vestmannaeyjum,
bar Kristján höfuð og herðar yfir aðra
keppendur og setli met í kringlukasti.
Þá sefti Stefán og met i langstökki
(0.02 m.). — Á innanfélagsmóti þessa
árs setti Helgi Guðmundsson nýtt ísl.
met í sleggjukasti (28.75). Nú var í
fyrsta sinn haldið innanfélagsmót fyr-
ir drengi undir 10 ára og var þátt-
taka ágæt. — Sveinn Ingvarsson hlaut
Afreksbikar K.R. fyrir að hlaupa 100
mefra 2. ágúst á 11.4 sek.
Ólympíuárið kom. K.R. tapaði
1936 Víðavangshlaupinu í 3. sinn,
en Sverrir lilaut 1. verðlaun,
og Óskar A. Sigurðsson ])au þriðju.
f.B. tók Morgunblaðsbikarinn fyrir fult
og alf. — Drengjahlaupið vann K.R. í
3. sinn i röð, með yfirburðum. Óskar
A. Sigurðsson og Stefán Þ. Guðmunds-
son tóku 1. og 2. verðlaun. — K.R.
vann Allsherjarmótið með glans. Krist-
ján og Sveinn báru þar af; sigruðu
þeir báðir i 3 greinum. Kristján setfi
nýtt met i spjótkasti (50.24 m.) og
kúluvarpi (13.12 m.) Helgi Guðmunds-
son setti nýtt isl. met i sleggjukasti
(29.55 m.). Einar S. Guðmundsson o<?
Sverrir unnu sitt hvort hlaupið. — Á
Ólympiudeginum i júlí sefti Kristján
enn nýtt met í spjótkasti: 57.03 m. —
Á Ólympiuleikana voru sendir 4 menn
til að keppa i friálsum iþróttum. Af
þeim voru 2 úr K.R., þeir Sveinn og
Kristján. Keppti Sveinn í 100 m. hláupi
20