Morgunn - 01.06.1939, Page 7
Sjötíu ára minning
Haralds Níelssonar.
Hinn 30. nóv. síðastl. voru 70 ár liðin frá fæðingu síra
Haralds Níelssonar, en hann var prófessor við háskól-
ann frá stofnun hans til dauðadags og annar aðalbraut-
ryðjandi ásamt Einari H. Kvaran að sálarrannsókna-
málinu og varaforseti félagsins, einnig frá upphafi til
dauðadags. Eins og kunnugt er hefir háskólinn stofnað
minningarsjóð um hann, til að halda fyrirlestra er kennd-
ir séu við nafn hans. Sálarrannsóknafélagið hafði og
búizt til að minnast dagsins. Háskólinn hélt minningar-
athöfn sína í Gamla Bíó; var þar fjölmenn samkoma og
prófessor Ásmundur Guðmundsson flutti þar um síra
Harald ágætt og ítarlegt erindi, sem hefir verið prentað
í sérstökum bæklingi.
Minningarsamkoma Sálarrannsóknafélagsins fór fram
í fríkirkjunni í Reykjavík, þar sem síra Haraldur flutti
guðsþjónustur sínar. Konur félagsins höfðu skreytt
kirkjuna fyrir framan kór og á kórtröppum miklu og
fögru blómskrúði. Auk ekkju og ættingja síra Haralds,
háskólamanna, sem boðnir voru og félagsmanna, var
öllum öðrum heimill aðgangur meðan rúm leyfði og var
kirkjan fullskipuð. Aðalerindi flutti síra Jón Auðuns
fríkirkjuprestur og fór athöfnin fram á þessa leið.
Síra Kristinn Daníelsson, sem gegndi forsetastörfum,
.■setti samkomuna og mælti:
Heiðraða samkoma, gestir og félagar!
1