Morgunn - 01.06.1939, Side 9
MORGUNN
3
En það var að vilja hans, forsetans, meðan hann enn
var meðal vor, að tilhlutun hans og samráði fyrir ári
síðan, að stofna til þess að varðveita innan félags vors
um aldur og æfi minning hins ágæta samherja, próf-
Haralds Níelssonar, varðveita hana inngreypta í um-
gjörð þess kærleika, trausts og virðingar, sem hann átti
•— mér er óhætt að segja — í svo fuTlum mæli, að óhugs-
andi er, að nokkurn tíma afmáist úr hjörtum félags-
manna eða af söguspjöldum þessa félagsskapar og um
leið allrar þjóðarinnar, eins sannarlega og þetta mikla
mannlífsmál, sem hann barðist fyrir og helgaði alla
krafta sína og gáfur, mun aldrei íramar hverfa úr lífi
þjóðarinnar.
Fyrir einu ári og 3 dögum, 28. okt. 1937, var í fé-
laginu gerð fundarsamþykkt, sem varð til þess, að sú á-
kvörðun var tekin, að félag vort stofnaði til þeirrar
minningarvarðveizlu, sem ég hefi hér talað um.
En áður en vér göngum að aðallið dagskrár vorrar,
sem þessi orð mín sem fundarstjóra eiga að vera inn-
gangur að, vil ég enn að eins minnast á það, að einnig
á öðru sviði hefir verið stofnað til þess, að halda varan-
lega á lofti minningu hans. Háskóli lands vors, þar sem
hann sem prófessor vann sitt aðal-opinbera starf með
þeim yfirburðum andríkis og lærdóms, sem þjóðkunn-
ugt er og samstarfsmönnum hans þar ógleymanlegt —
hefir sem kunnugt er stofnað minningarsjóð, sem bera
á nafn hans og halda því á lofti. Þetta gleður oss og
vér óskum og treystum, að það nái sem bezt tilgangi
sínum.
Það hefir verið samkomulag þessara tveggja aðila, að
hvor vinni á sínu sviði, svo að sem minnst eða ekki verði
hvor öðrum þröskuldur í nauðsynlegri fjársöfnun og
framkvæmdum. Vér höfum í dag haft þá ánægju, að
vera viðstödd hina fyrstu virðulegu athöfn háskólans í
þessu skini.
Þessa samkomu vora, sem vér höfum boðið til þeim
1*