Morgunn - 01.06.1939, Page 10
4
M O R G U N N
heiðursgestum, sem hér eru staddir, má skoða sem fyrsta
stofn að þeim sveig minningar, virðingar og þakklætis,
sem félag vort hefir ákveðið að binda sínum elskulega
foringja.
Vér höfum fengið ágætan lærisvein hans og samherja
í félagi voru, síra Jón Auðuns fríkirkjuprest, til að
flytja erindi það, sem vér munum nú hlýða á, og bið
ég hann að taka til máls.
Haraldur Níelsson.
Minningarerindi fiutt f. h. Sálarrannsóknafélags íslands, i frí-
kirkjunni i Reykjavik, á sjötugsafmæli hans, 30. nóv. 1938
ettir sira Jón Auðuns.
Háttvirtir tilheyrendur, þegar ég var að undirbúa
þetta minningarerindi um einn lang-glæsilegasta höfð-
ingjann í andlegu ríki þjóðar vorrar á fyrsta fjórðungi
aldarinnar, gat mér vitanlega ekki dulizt, að það væri
barnaskapur að ætla sér að gera því efni veruleg skil í
einum fyrirlestri. Þess utan var tími minn alltof naumur
til þess að ég gæti greitt nokkurn verulegan skerf af
þakkarskuld minni við minn ógleymanlega kennai-a.
Ritstörf síra Haralds Níelssonar eru svo merki-
legur þáttur í bókmenntum og andlegu lífi Islendinga,
að þau verðskulda langt um ítarlegri greinargerð en þá,
sem mér er unnt að gera hér í kvöld. Ef hann hefði lifað
á meðal miljónaþjóðanna, svo sem t. d. Þjóðverja, en
ekki í kotríki hér norður við íshaf, hefðu vafalaust kom-
ið fram við háskólana fleiri en ein doktorsritgerð um
áhrif hans og ritstörf, á þessum 70 ára afmælisdegi hans.
En úr því að ég tók að mér þann vanda, að minnast
hans hér fyrir hönd S.R.F.I., sem honum var hjai*tfólgið,
og sem hann helgaði drjúgan þátt sinna dýrmætu
starfskrafta, þá langar mig að minnast hans í þrennu
lagi: