Morgunn - 01.06.1939, Page 11
M ORGUNN
5
1) sem vísindamanns í guðfræði og kennara,
2) sem kennimanns og kirkjuhöfðingja og
3) sem sálarrannsóknamanns og boðbera nýrrar þekk-
ingar með þjóð sinni, þekkingar, sem hann mat sjálf-
ur svo mikils, að hann nefndi hana „mikilvægasta
málið í heimi“, og lagði sig fram til að gera hana
kunna af því meiri sannfæringarhita og þrótti, sem
hann kynntist henni betur af bókum og eigin rann-
sóknum.
Um manninn Harald Níelsson ætla ég ekki að tala
sérstaklega, því að svo heilsteyptur gekk hann að störf-
um sínum, að í þeim má hann sjálfan finna.
I.
Vísindamannsins og kennarans í guðfræði ætla ég að
minnast fyrst, en svo varð hann mér fyrst kunnugur.
Ég geri ráð fyrir — nei, ég veit — að oss guðfræði-'
stúdentunum verður mánudagsmorguninn 12. marz 1928
ógleymanlegur. Þegar vér komum í anddyri Háskólans
var oss sagt, að Haraldur Níelsson væri látinn. Vissu-
lega fór oss svo, sem mörgum fer við mikil tíðindi: vér
gátum naumast áttað oss á fregninni. Vér spurðum
einskis, skiftumst fáum orðum á og fórum heim.
Vér fundum víst til þess allir, að engan mann var örð-
ugra að hugsa sér d á i n n en hann. í einskis manns
sál höfðum vér þekkt aðra eins fylling þróttmikils lífs, í
einskis manns sál svo stórkostlegt eldmagn. Það voru
mikil viðbrigði að mega nú ekki vermast þeim eldi leng-
ur- Vér fundum að vér höfðum misst mann, sem oss var á.
^iargan hátt óbætanlegur; raunar áttum vér eftir tvo
ágæta kennara í guðfræðideildinni og eftirmaðurinn,
sem vér vissum þá ekkert um hver yrði, gat einnig reynzt
ágætur maður, en samt fundum vér, að það var rauna-
lega fráleit hugsun, að sæti síra Haralds yrði fyllt, já frá-
leit hugsun af þeirri einföldu ástæðu, að Háskólinn átti