Morgunn - 01.06.1939, Page 12
€
MORGUNN
á engum slíkum manni völ, þjóðin hafði engan slíkan
mann að bjóða.
Hvað var það þá, sem gerði síra Harald svo dýrmætan
sem kennara?
1 þessu sambandi ætla ég ekki að geta þess, hversu
áberandi það var í kennslu hans, að hann hafði orðið fyrir
óafmáanlegum áhrifum frá sálarrannsóknunum og spir-
itismanum, á það mun ég minnast í sambandi við sálar-
rannsóknamanninn. Síra Haraldur var vitanlega lærður
vísindamaður í guðfræði, en lærðari guðfræðinga en
hann hefi ég þekkt, sem ekki áttu líkt því öðru eins ást-
ríki að fagna af lærisveinum sínum, eða annari eins að-
dáun og hann. Ég hygg að það sem hrifið hafi lærisveina
hans, á undan lærdómi hans og skarpskyggni í útskýring-
um guðfræðilegra vandamála, hafi verið eldurinn, sem
brann honum svo heitur í sál, að engum manni var jafn
lagið og honum, að láta annara manna sálir brenna.
,,Eldr es baztr
með ýta sonum
ok sólarsýn",
segir spekingurinn í Hávamálum. Þann eld, sem er
kveiktur af sólarsýn andans, átti síra Haraldur flestum
öðrum mönnum fremur. Hvílík gæfa var það ekki fyrir
unga menn, og þá ekki sízt hin ungu prestaefni, að vera
daglegum samvistum við hann einmitt á þeim árum, þeg-
ar lífsskoðanir þeirra og andleg hugarstefna var eink-
um að mótast? Það umhverfi, sem vér lærisveinar hans
lifðum í, utan kennslustundanna, var ekki alltaf vinveitt
andlegu og trúarlegu lífi; og sjálfsagt hefir það stund-
um komið fyrir suma af oss, að helköld heimshyggja,
afneitun og efasemdir hafa fundið einhverja krókaleið
inn að sálunni, og sezt þar að. Ef vér höfðum einhverja
slíka byrði að bera var dásamlegt að koma í kennslustund
til síra Haralds, því að hann var jafnan hvorttveggja í
senn: hinn vitri kennari, sem tamara var að hafa vanda-