Morgunn


Morgunn - 01.06.1939, Page 12

Morgunn - 01.06.1939, Page 12
€ MORGUNN á engum slíkum manni völ, þjóðin hafði engan slíkan mann að bjóða. Hvað var það þá, sem gerði síra Harald svo dýrmætan sem kennara? 1 þessu sambandi ætla ég ekki að geta þess, hversu áberandi það var í kennslu hans, að hann hafði orðið fyrir óafmáanlegum áhrifum frá sálarrannsóknunum og spir- itismanum, á það mun ég minnast í sambandi við sálar- rannsóknamanninn. Síra Haraldur var vitanlega lærður vísindamaður í guðfræði, en lærðari guðfræðinga en hann hefi ég þekkt, sem ekki áttu líkt því öðru eins ást- ríki að fagna af lærisveinum sínum, eða annari eins að- dáun og hann. Ég hygg að það sem hrifið hafi lærisveina hans, á undan lærdómi hans og skarpskyggni í útskýring- um guðfræðilegra vandamála, hafi verið eldurinn, sem brann honum svo heitur í sál, að engum manni var jafn lagið og honum, að láta annara manna sálir brenna. ,,Eldr es baztr með ýta sonum ok sólarsýn", segir spekingurinn í Hávamálum. Þann eld, sem er kveiktur af sólarsýn andans, átti síra Haraldur flestum öðrum mönnum fremur. Hvílík gæfa var það ekki fyrir unga menn, og þá ekki sízt hin ungu prestaefni, að vera daglegum samvistum við hann einmitt á þeim árum, þeg- ar lífsskoðanir þeirra og andleg hugarstefna var eink- um að mótast? Það umhverfi, sem vér lærisveinar hans lifðum í, utan kennslustundanna, var ekki alltaf vinveitt andlegu og trúarlegu lífi; og sjálfsagt hefir það stund- um komið fyrir suma af oss, að helköld heimshyggja, afneitun og efasemdir hafa fundið einhverja krókaleið inn að sálunni, og sezt þar að. Ef vér höfðum einhverja slíka byrði að bera var dásamlegt að koma í kennslustund til síra Haralds, því að hann var jafnan hvorttveggja í senn: hinn vitri kennari, sem tamara var að hafa vanda-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.