Morgunn - 01.06.1939, Side 14
8
MORGUNN
að nokkurt svar við þeirri spurning felist í þeim snjöllu.
minningarorðum um hann, sem Tryggvi Þórhallsson,
lærisveinn hans og þáverandi forsætisráðherra, reit í
Tímann, en þar segir svo: „Aðalkennslugrein hans (nfl.
síra Haralds) var Gamlatestamentið, og er það alveg
vafalaust, að í þeim fræðum hefir enginn íslendingur
nokkuru sinni verið honum jafnlærður, enda enginn á
undan honum varið svo miklum tíma í það, að öðlast
þann lærdóm. Og svo hafði síra Haraldur alveg sér-
stakan áhuga á og sérstaka hæfileika til að skilja hina
geysilega merku þróunarsögu trúarhugmyndanna, sem
birtist í hinu mikla Gyðinga ritsafni".
En þannig kenndi sr. Haraldur öllum lærisveinum sín-
um að elska og meta Gamlatestamentið, ekki sem inn-
blásna bók eftir gamla skilningnum, þar sem menn væru.
samkvæmt guðlegu valdboði skyldir að taka við hverri
setning og hverju orði sem guðlegum boðskap, heldur
sem þróunarsögu trúarhugmyndanna hjá trúuðustu þjóð
heimsins, sögu þess hvernig drottinn leiðir hana frá
myrkri heimsku og hleypidóma, stig af stigi, til vaxandi
þekkingar á sannleikanum. Og á þessum grundvelli sýndi
hann oss hversu ómissandi Gamlatestamentið er bæði
fyrir kirkjuna og vísindalega guðfræði.
í sambandi við vísindamanninn og kennarann er ekki
hægt að ganga fram hjá stórvirki síra Haralds við
biblíuþýðinguna, en að því starfi vann hann sleitulaust
um ellefu ára skeið, eða alt frá því að hann lauk námi
við Hafnarháskóla árið 1897 og til 1908, er hann tók
við kennslu í prestaskólanum af Þórhalli Bjarnarsyni, er
þá varð biskup. Síra Haraldur þýddi að mestu leyti einn
allt Gamlatestamentið úr hebresku og vann auk þess
mikið að síðari endurskoðun Nýjatestamentisins. Starf
hans þar var nauðsynjaverk fyrir íslenzku kirkjuna og
henni til stórsæmdar, svo frábæra má þýðinguna telja
að vísindalegri nákvæmni og málfegurð. En heilög Ritn-
ing hafði aldrei áður verið þýdd á íslenzku beint úr