Morgunn - 01.06.1939, Qupperneq 16
10
MORGUNN
sem hlýddi á prédikanir hans hér í þessari kirkju um 14
ára skeið, heldur einnig fjolda manna um allt land, og
jafnvel fyrir vestan haf, sem les prédikanir hans, sem
gefnar eru út í tveim bindum og hann nefndi „Árin og
eilífðin".
Síra Haraldur var prédikari af guðs náð, og á því
sviði naut hann sín e. t. v. allra bezt. Hann er eini klerk-
urinn með þjóð vorri, sem nokkurt vit er í að setja við
hliðina á Meistara Jóni, nálægt þeim kemst enginn
hinna, hvað þá að þeir megi setjast á sömu skör. Frá pré-
dikunarstólinum veitti hann yfir oss ofurmagni sinnar
glæsilegu mælsku; íslenzka tungu hafa fáir fyrirlesar-
ar mælt eins og hann, hann var ekki aðeins meistari í
að sýna mýkt hennar og blæfegurð, heldur jafnframL
þrótt hennar og tign; um fornyrði og hóflaust orðaflúr
hirti hann lítt, en tók miklu fremur mál sitt af tungu
samtíðarinnar, en að eins þar sem það var hreint og fag-
urt að finna. Frá prédikunarstólinum talaði skáldið, sem
ekki hafði að eins að jafnaði annara manna ljóð og lílc-
ingar á hraðbergi, heldur skáldið, sem bar fram með glæsi-
legri formíegurð tungunnar sínar eigin skáldlegu mynd-
ir og spámannlegu sýnir. Frá prédikunarstólinum talaði
sannleiksvotturinn, sem í heilögum eldmóði særði áheyr-
endurna til að hafna lyginni en hylla sannleikann. Frá
prédikunarstólinum talaði vitmaðurinn, sem „lagði fram
sinn mikilvæga skerf til að ráða rúnir tilverunnar“ og
varpaði ljósi sinna glæsilegu vitsmuna yfir það, sem öðr-
um var óljóst og mörgum var myrkri hulið. Frá prédik-
unarstólinum talaði trúmaðurinn, sem átti sólarsýn hins
innilega guðrækna manns, kraftinn frá hæðum og vona-
þrótt, sem varð fjöldamörgum heilsulind. Frá prédik-
unarstólinum hans eigum vér svo ljóslifandi minning-
ar, að vér finnum það enn, hversu hann „vermdi hinn
vígða reit“ öllum öðrum betur.
Prédikanasöfn nokkurra frægustu kennimanna ver-
aldarinnar hefi ég lesið, mér finnst ekkert þeirra standi