Morgunn - 01.06.1939, Síða 17
M O RG UNN
11
safni síra Haralds á sporði og þó bar það af, að heyra
hann sjálfan flytja ræður sínar, engan ræðumann vissi
ég kunna á því slík tök, sem hann, að leggja eld sálar-
innar inn í orðin, sem hann flutti. I hjarta hans logaði
bál, á tungu hans brunnu heilagar glæður, svo að hvert
orð varð eins og eldlegt skeyti af vörum hans. Ef kirkja
þjóðar vorrar hættir að geta laðað til þjónustu við sig
slíka anda, verður framtíð hennar vafasöm, haldi hún
því áfram, er henni borgið.
Honum var oft borið það á brýn af andstæðingunum,
að hann væri niðurrifsmaður innan kirkjunnar. Hann
var geðríkur maður og hafði sízt skap til þess að fela
skoðanir sínar með vafasömum eða merglausum orðum,
þegar hann deildi á það, sem honum þótti rangt, og því
hjó hann tíðum stórt, þegar hlut áttu að máli mannasetn-
ingar kirkjunnar, sem honum þótti skyggja á sannleik-
ann. Stóryrði meistara Jóns stöfuðu af því, að honum
fannst það hættulegt hugleysi, að nefna ekki myrkra-
höfðingjann og vald vonzlcunnar fullum og réttum nöfn-
um; ákaflyndi Lúters og ofsi Páls postula var undan
sömu rótum runnið, og ef mönnum fannst síra Harald-
ur stundum sína litla vægð í deilum sínum, var orsökin
enn sú sama. Það var óhjákvæmilegt að það yrði stund-
um stormasamt um hann, í hjarta hans brann heilagur
eldur — við þann eld vermdist sannleikui'inn, en lygin
brann.
Þegar fyrra bindið af ,,Árin og eilífðin" kom út, skrif-
aði ritstjóri „Morguns“ í tímarit sitt á þessa leið: „Það er
auðvitað kristindómurinn allur — eins og hann speglar
sig í sál hans — sem síra Haraldur Níelsson boðar, og ég
held að engum sé gert rangt til, þó að sagt sé, að í ís-
lenzkum, prentuðum prédikunum hafi trúarhugmynd-
irnar aldrei verið útlistaðar af jafn-mikilli vandvirkni,
efasemdum mannanna aldrei svarað af jafn-mikilli sam-
úð, nærgætni og skilningi, og sambandi mannanna við