Morgunn - 01.06.1939, Qupperneq 18
12
M O R G U N N
guð aldrei lýst með hjartnæmari orðum né af meira há-
fleygi“.
Af hefðbundnum kenningum kirkjunnar afneitaði
síra Haraldur fáum. Tvennu hafnaði hann þó skilyrðis-
laust, en það var upprisa holdsins og eilíf útskúfun.
l’pprisu holdsins vegna þess að hann var spiritisti, ei-
lífri útskúfun vegna þess hve kristinn hann var.
Enn var honum borið það á brýn, að hann væri að út-
rýma allri Kriststrú í landinu. Prédikanir hans og önnur
ritstörf sýna hve hróplega rangt það var. Hann neitaði
því raunar eindregið, að hægt væri að rökstyðja guð-
dóm Krists með kenningunni um meyjarfæðinguna.
Þeirri kenning, sem mörgum var og er til beinnar ásteyt-
ingar, afneitaði hann þó alls ekki, hann sagðist vel geta
frúað á slíkan sigur andans yfir efninu, sem myndað
gæti fóstur í móðurlífi, það væri óviturlegt að afneita
möguleikanum fyrir slíku undri, en hann benti á það, að
þeir höfundar Nýjatestamentisins, sem mesta áherzlu
leggja á guðdóm Krists, nfl. Páll og Jóhannes, virðast
alls ekki hafa þekkt meyjargetnaðarlærdóminn, en með
þeim trúði síra Haraldur á þann Krist, sem var frá eilífð
í dýrð himnanna, en klæddist mannlegu holdi af guð-
legum kærleika til mannanna. Eins og allir mestu pré-
dikarar kristninnar trúði hann á sigurmátt krossins og
nauðsyn krossgöngunnar þegar guð býður, þessvegna
unni hann síra Hallgrími svo mjög. En aldrei heyrði ég
meiri þunga í rómi hans, aldrei fann ég meira hitamagn
í sál hans, en þegar hann hafði yfir þetta erindi, sem
sálarrannsóknamaðurinn frægi og heimsspekingurinn
Myers leggur Páli postula í munn og hljóðar svo í ís-
lenzkri þýðingu:
„Gegnum líf, dauða, sorga- og syndamistur,
sjá, hann mér nægir bæði hinst og fyrst.
Kristur er hinst, því Kristur var mér fyrstur,
Kristur er fyrst, ég síðast hrópa á Krist“.